Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 41

Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 41
ráðstöfun fjármagns í heilbrigðisþjónustu muni alls staðar kalla á mikla og aukna starfsorku. 1. Hagnýting nýrrar líjfrœðiþekkingar. Á ýmsum sviðum líffræði hafa í seinni tíð orðið slíkar framfarir að þekking hefur margfaldast á nokkrum árum. Sem dæmi um sérstaklega frjó svið má nefna sameindalíffræði, sameindaerfðafræði og hin ýmsu svið frumulíffræði. Hagnýting þessarar þekkingar í þágu hinna sjúku er stórt viðfangsefni. Engar hinna hefðbundnu greina læknisfræði munu verða ósnortnar af þessum landvinningum og ætla má að allir læknar verði að auka þekkingu sína á þessum sviðum grunnvísinda. En einnig má búast við að ný starfstækifæri skapist af nýjum úrlausnarefnum og þörf verði fyrir lækna með djúpa, sérfræðilega þekkingu á þessum sviðum. í formála að síðustu útgáfu höfuðrits í lyfjafræði, Goodman and Gilman's Pharmacological Basis of Therapeutics, komast ritstjóramir svo að orði: “í vaxandi mæli er nauðsynlegt fyrir sérfræðing í lyfjafræði (pharmacologist) að vera alhliða líffræðingur meðþekkinguílífefnefræði,lífeðlisfræði, eðlisfræði, frumulíffræði og sameindaerfðafræði” (3). Svipað mætti sennilega segja um meinafræði, sýklafræði og fleiri svið sem allir telja til hefð- bundinnar læknisfræði. I framtíðinni má t.d. ímynda sér að innan meinafræðinnar verði þörf fyrir undirsérhæfingu eftir því hvaða aðferðum grunnvísinda verði helst beitt við rannsóknir á sjúkdómsorsökum. Mitt í allri þessari framþróun og á tímum offjölgunar í læknastétt hérlendis hefur hins vegar orðið lítil nýliðun í grunngreinum læknisfræði. 2. Umhverfi og heilsa. í háværri umræðu um mikilvægi forvamarstarfs gegn sjúkdómum á undanförnum árum hefur oft orðið útundan sú staðreynd að flestir eða allir læknar sinna forvörnum í störfum sínum. Forvarnir eru eins samgrónar hefðbundnu læknisstarfi eins og greining og meðferð sjúkdóma. Sum svið forvarna hafa þó þegar kallað á sérhæfingu innan læknisfræðinnar þar sem sérstök áhersla er á áhrif umhverfis á heilsu. Sem dæmi má nefna atvinnusjúkdómafræði og eiturefnafræði. Ætla má að læknisfræði væri þarfur grunnur undir sérmenntun á ýmsum öðrum sviðum sem lúta að samspili umhverfis og heilsu, svo sem matvælaeftirliti, matvæla- og næringarfræði, vistfræði mannsins (mengun) o.s.frv. Þarna verður að sjálfsögðu skörun við ýmsar aðrar fræðigreinar, en torvelt er að ímynda sér annað en læknismenntunin geti verið í senn traustur grunnur og sjónarhóll fyrir gagnlega yfirsýn. Eiturefnafræði er ein af kennslugreinum í læknadeild og kennd í tengslum við lyfjafræði. íeðli sínuergreinin hins vegar mjög víðtæk og tengist vistfræði, matvælaframleiðslu og matvælaeftirliti, meinefna- fræði og líffærameinafræði, lyflæknis-, barnalæknis- og svæfingalæknisfræði, hinum síðasttöldu í sambandi við meðferð bráðra eitrana. Þarna virðast því vera ýmsir möguleikar og fjölbrey ttir, en samt hefur enginn íslenskur læknir lagt greinina fyrir sig sem aðalsvið. 3. Stjórnun og ráðstöfun fjármagns í heilhrigðisþjónustu. Margt bendir til að þeim tíma sé lokið að læknar geti tekið ákvarðanir nánast án tillits til hvað þær kosta. Fjárhagslegar forsendur munu óhjákvæmilega koma í auknum mæli inn í læknisfræðilega ákvarðanatöku. Leidd hafa verið að því rök, að gagnstætt því sem oft er talið muni spamaðarsjónarmið sem beitt er við rúmstokkinn í tengslum við trausta læknisfræðilega þekkingu, bæta þjónustuna, gera greiningu og meðferð markvissari og forða sjúklingum frá óþörfum rannsóknum (4). Á tímum takmarkaðs fjármagns til heilbrigðisþjónustu er þetta sjónarmið vissulega uppörvandi, en leggur læknastéttinni enn þungar byrðar á herðar því í fjárhagsdæminu skipta ákvarðanir sem teknar eru við rúmstokkinn mestu. Engin heilbrigðisáætlun eða aðhald fjársýslustofnunar eða ríkisendurskoðunar geta bætt fyrir sóun sem stafar af óskýrri hugsun eða ryðgaðri þekkingu við rúmstokkinn. Því þurfa allir læknar að læra meira um stjórnun og heilsuhagfræði og það þarf læknismenntaða sérfræðinga til að rækta það svið sérstaklega, stunda rannsóknir og kenna. Eftir því sem þörf verður á meira aðhaldi í nýtingu fjármuna í heilbrigðiskerfinu verður meiri þörf fyrir læknisfræðilega þekkingu í raðir stjórnenda heilbrigðiskerfis og sjúkrastofnana. Þannig má hugsa sér framhaldsnám fyrir lækna með áherslu á markaðsmál, bókhald, áhættustjómun, starfsmanna- hald, skipulagsfræði af ýmsu tagi og gæðamat. E.t.v. verður viðkvæmasta og vandasamasta viðfangsefnið í fjármálastjómun heilbrigðisstofnana í framtíð að standa vörð um gæði í heilbrigðis-þjónustunni jafnframt því sem teknar eru ákvarðanir um bestu nýtingu takmarkaðs fjármagns. Hér eins og í köflunum að framan um umhverfi og heilsu og hagnýtingu nýrrar lífræðiþekkingarerbent á möguleika á aukinni þátttöku lækna á jaðarsviði LÆKNANEMINN %88-41. árg. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.