Læknaneminn - 01.10.1988, Page 44

Læknaneminn - 01.10.1988, Page 44
kaupa verður þó viðkomandi að flytja með sér frá íslandi, þar sem laun lækna í námi eru lág. Framboð á bamaheimilum er mjög mismunandi eftir hinum ýmsu stöðum, en þau finnast þó víðast. Dvöl á barnaheimilum er dýr. Það er möguleiki fyrir maka að fá atvinnuleyfi en það er mjög harðsótt. Að loknu námi Möguleiki er að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum en það er mjög erfitt og tímafrekt að koma umsókn um slíkt í gegnum kerfið. Hér þarf að koma til mikill stuðningur frá tilvonandi atvinnuveitanda auk þess sem hjálp frá lögfræðingum og janfvel stjómmálamönnum er nauðsynleg. Aður en atvinnuleyfi fæstþarf að breyta um vegabréfsáritun, en til þess að það geti orðið þarf læknirinn að fá undanþágu frá þeim skilmála sem hann eða hún gengst inn á við upphaf náms í Bandaríkjunum. Sá skilmáli lýturað því að læknirinn skuldbindur sig, þá er námi lýkur til þess að fara aftur til síns heimalands og vinna þar í a.m.k. 2 ár áður en sótt er um nýja vegabréfsáritun og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Ég tel að nám innan flestra greina læknisfræðinnar sé gott í Bandaríkjunum. Framhaldsnám í Bretlandi Góður kostur ReynirTómas Geirsson, dósent, Kvennadeild Landspítalans. Löngum hefur það orð farið af framhaldsnámi í Bretlandi að þangað væri góða menntun að sækja en hinsvegar erfitt að lifa þar, einkum fyrir fjölskyldumenn. Vinnutíminn væri langur, launin lítil, fríin stutt og húsin köld. Reynsla mín er sú að fyrsta og síðasta atriðið eiga við rök að styðjast. Framhaldsmenntun í læknisfræði er góð. Húsbyggingar fylgja ekki íslenskum staðli, en þurfa þó ekki alltaf að vera napurlegar vistarverur, síður en svo. Hjá mér varð eitt fyrirhugað ár auðveldlega að sjö góðum árum og landið var kvatt með söknuði, sem hefur varað æ síðan. Kjörin voru ekki merkjanlega verri en hjá félögum í framhaldsnámi sem ég heimsótti á þessum tíma bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Ég fékk að vísu ekki eins mikil frí og þeir í Svíþjóð, en meiri en þeir sem vestan hafs voru. Ég bjó við svipaðan húsakost og ók lfka um í bfl úr ódýrari verðflokkunum. Ég virtist geta leyft mér það sama og þeir hvað venjulega og hóflega neyslu varðaði. Til mikillar og góðrar vinnusemi var ætlast, en þegar hún var sýnd ásamt áhuga var uppskeran góður stuðningur við námsferilinn, tækifæri til vísindalegrar þjálfunar og umhyggja fyrir velferð allrar fjölskyldunnar af hendi yfirmanna. “Go home and spend time with your family" heyrðist oft. Læknanemar og ungir læknar ættu oftar en raun er á að hafa Bretland í huga þegar framhaldsnám er hugleitt. Að beiðni Læknanemans verður hér á eftir gefið stutt yfirlit um atriði er varða framhaldsnám í Bretlandi. Frekari upplýsingar má sækja í greinar sem taldar eru í heimildalista (1,2,3). Hvernig stöður er hægt að fá? Breskt kandidatsár er sex mánuðir á lyfjadeild og sami tími á handlæknisdeild. Stúdentar bóka sig gjarnan í slíkar stöður, þar sem þeir kallast Junior House Officer (JHO), um það bil ári fyrir útskrift úr læknadeild. Heita má að slíkar stöður standi íslenskum læknum vart til boða, enda eru laun og vinnu- fyrirkomulag ekki svo eftirsóknarvert að ekkþsé að öllu jöfnu betra að klára fyrst kandidatstímann á Islandi. Fyrir íslenskan lækni bióðast í raun þrír möguleikar. Senior House Officer stöður eru næst fyrir ofan JHO stöður og eru jafnan auglýstar. Þær eru til sex mánaða í senn, launin nægja til að framfleytafjölskyldu að öllu jöfnu, en vinnuálag getur verið allmikið og vaktir eru oft þrískiptar. “Tíuregla” er ekki til og þeir sem hafa fyrir vana að fara heim klukkan fimm nákvæmlega enda þótt vinnu sé ólokið, mega ekki gera sér vonir um mikinn stuðning yfirmanna þegar kemur að framlengingu stöðu eða ráðningu áannan stað. SHO stöðu svipar til kandidatsstöðu á Islandi, en ábyrgð er þó meiri í starfi og svipar oft til þess sem nýlegir “súperkandidatar” hafa hér. Þar sem aðeins er ráðið í þessar stöður til hálfs árs í senn, getur verið að fólk þurfi að flytjast milli spítalaeða borga (vinnuveitandi greiðir flutninga) og áframhaldandi vinna er háð því hvernig viðkomandi hefur staðið sig í starfi og hvaða tækifæri bjóðast. Eftir hálft til eitt ár, allt eftir aðstæðum og reynslu viðkomandi, fara menn að leita á næsta 42 LÆKNANEMINN #988-41. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.