Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 45
stöðustig sem nefnist “Registrar”.
Registrar starf er næsti valkostur og allmargir
íslenskir Iæknar hafa farið beint í slíka stöðu, yfirleitt á
háskólasjúkrahúsi. Þessar stöður eru oftast auglýstar.
Ráðningin er til eins árs í senn, að jafnaði með
framlengingu í huga. Staðan samsvarar stöðu reynds
aðstoðarlæknis hér á Iandi, þó oft með talsvert meiri
ábyrgð og sjálfstæði í starfi. Launin eru nokkru hærri
en í SHO stöðu og vaktir strjálli, hvatning til
vísindavinnu kemurnú oftast til ímeiri mæli, en ætlast
er til góðrar vinnu sem fyrr. Tekið skal fram að
vinnuskýrslur tíðkast ekki. Menn eru ráðnir til að
gegna ákveðnu starfi með vissum vaktafjölda og launin
eru fyrir þann pakka. Námsleyfi greiðist þó sérstaklega.
Nokkrir íslendingar hafa byrjað vinnu á
háskólasjúkrahúsum sem “Research Fellow” í
rannsóknaáætlun, sem yfirleitt er fjármögnuð
sérstaklega gegnum háskóladeildirnar. Slík staða er
oftast til eins árs í senn með framlengingarmöguleika í
annað ár í mörgum tilvikum. Ur svona stöðu er
venjulega greið leið í Registrar stöðu. Rannsóknastaða
er því góður kostur, ef hann býðst.
Hvernig á að komast til Bretlands?
Stöður eru auglýstar í fylgiriti British Medical
Joumal, sem ekki fylgir með til útlendra kaupenda.
Þetta blað ætti þó að liggja frammi á skrifstofu
Læknafélaganna eða á bókasafni Landspítalans fyrir þá
sem áhuga hafa. Flestir þeir sem farið hafa ti IB retlands
hafa farið með hjálp íslenskra lækna, sem þar hafa verið
áður. Að sækja námskeið í Bretlandi meðan starfað er
á Islandi gæti einnig orðið tilefni til stöðutækifæra.
Nauðsynlegt er að fá atvinnuleyfi frá General
Medical Council, sem er stofnun sem hefur faglegt
eftirlit með læknum í Bretlandi, eins konar læknaráð.
Leyfið þarfað fá áður en starf hefst í Bretlandi. Leyfið
fæst annaðhvort með því að fara í inntökupróf, PLAB-
prófið (1,2), sem haldið er tvisvar á ári á nokkrum
stöðum í Bretlandi eða með því að fá undanþágu frá því,
en þá verður að reikna með 3-4 mánuðum frá umsókn
og þar til leyfið kemur. í PLAB-prófinu (Professional
and Linguistic Assessment Board) er verið að tryggja
að umsækjandi hafi næga kunnáttu í læknisfræði og
undirstöðugreinum hennar, en einnig í ensku.
Undanþága fæst fyrir þá sem fara í Registrarstöður á
háskólaspítölum eða í rannsóknarstöður.
Háskóladeildin ábyrgist þá að viðkomandi uppfylli þau
lágmarksskilyrði sem PLAB-prófið ætti annars að
tryggja.
Þegar spurst er fyrir um stöðu, bæði auglýsta
stöðu og möguleika á stöðu, er nauðsynlegt að í bréfi ti I
yfirmanns fy lgi yfirlit um ævi og störf, curriculum vitae
(4). Venjulega er í því getið tveggja eða þriggja manna,
sem mundu gefa meðmæli, ef þess væri óskað
(referees). Breski læknirinn skrifarþáþeim íslenskaog
óskar eftir meðmælum. Opin meðmælabréf með
umsókn tíðkast ekki afaugljósum ástæðum. Bester að
fá íslenskan lækni, sem þekkir breskan lækni á
viðkomandi stað til að skrifa og spyrjast fyrir um
möguleikana (Dear John, at our unit now there is a very
promising, intelligent and hard-working young doctor
who would like to go to Britain for further
specialisation in.). Curriculum vitae þess sem sótt
erumstöðufyrirerþálátiðfylgjameð. Slík persónuleg
tengsl eru mikilvæg og sennilega árangursríkust við
útvegun námsstöðu. Til þess að slíkt verði þarf
viðkomandi að hafa getið sér það orð í námi og starfi
heima, að íslenski læknirinn treysti sér til að mæla með
honum.
Möguleikar á stöðu hafa líka opnast í nokkrum
sérgreinum gegnum sérgreinasamtök lækna í
Bretlandi, sem hafa milligöngu við að útvega heppi-
Iegar námsstöður fyrir erlenda lækna.
íslenskir Iæknar hafa, eins og Norðurlandabúar
yfirleitt, orð á sér fyrir góða grunnmenntun og
enskukunnáttu. Viðhorf þeirra til ýmissa hluta eru
einnig lík þeim sem Bretarhafa. Þettaeykur möguleika
á að fá stöðu.
Ótvírætt er kostur að geta skrey tt sitt curricul um
með birtum greinum í innlendum eða erlendum
fagtímaritum, m.a. greinum í Læknanemanum.
Uppbygging námsins
Sérnám í Bretlandi byggir á þeim grunni að
unnið sé að því að taka bresku sérfræðiprófin, sem
sérgreinasamtökin standa að. Sérgreinasamtökin,
“Colleges”, eru íraun stofnanir um sérgreinina. Prófin
eru oftast í tveim hlutum, fyrri hluta sem varðar
undirstöðugreinar sérsviðsins, svo sem líffærafræði,
lífeðlisfræði, lífefnafræði, meinafræði, lyfjafræði,
frumulíffræði og læknisfræðilegri eðlisfræði og
tölfræði. Þennan hluta taka menn snemma í sérnámi.
Seinni hlutinn, skriflegur, verklegur og munnlegur, er
venjulega tekinn um 2-4 árum seinna. Mismunandi
sérgreinar hafa mismunandi kröfur um náms-
ferilsbækur, prófbækur og ritgerðir á námstímanum.
LÆKNANEMINN ^Í988-41. árg.
43