Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 48
Einnig fær hann sent umsóknareyðublað vegna atvinnuieyfis frá sendiráðinu í Stokkhólmi sem fylla þarf út og senda þangað afturen kanadíska sendiráðið í Stokkhólmi sér um Island. Einnig þarf að senda gögn frá trúnaðarlækni þeirra hér (sem er Olafur Mixa) er staðfesta að umsækjandi sé heill heilsu. Þessi plögg koma til með að hafa viðkomu bæði í París og Stokkhólmi. Að lokum er svo atvinnuleyfið sent umsækjanda í pósti ef hann er hæfur og þá fyrst er hægt að haldatil Kanada. * Nauðsynlegt er að kaupa tryggingu hjá tryggingarsamtökum lækna í Kanada ( Canadian Protective Association) þrátt fyrir að sjúkrahúsin segist tryggja aðstoðarlækna. Þessi trygging er ódýr eða 300 kan. dollarar á ári. UPPBYGGING NÁMS Flestir eru sammála um að framhaldsnám í Kanada sé mjög vel skipulagt, effectíft og eftir miklu að sækjast í langflestum sérgreinum. Algengt er að þeir sem lokið hafa 3ja ára sérfr. námi í U.S.A. sæki um í sinni undirgrein til Kanada ( en það virðist mun auðveldara að komast í slíkt nám þar en að byrja á fyrsta ári). Þetta á sérstaklega við um bama, og lyflækningar. Heimilislæknanám er einnig mjög vel skipulagt en kanadíska heilbrigðiskerfið byggir langmest á primary care service veitta af heimilislæknum sem síðan consultera sérfræðinga eftir þörfum. Heimilis- læknanámið er hinsvegar stutt eða tvö til þrjú ár en síðan er möguleiki á tveggja ára mastersnámi sem lýkur með doktorsritgerð. Annars er námslengd í öðrum progrömum eins og í U.S.A. AÐSTAÐA Það er mjög gott að búa í Kanada, fólk er mjög almennilegt, laun eru svipuð og í U.S.A. og verðlag ekki hærra en þar. Sumarfrí er yfirleitt 4 vikur. Vaktir eru 3-4 skiptar fyrsta árið en síðan strjálli. Kennsla yfirleitt mikil og góð og fyrirlestrar daglega samhliða skipulagðri kliniskri vinnu. Sjúkrasamlag geiðir allan sjúkrakostnað sjúklinga að fullu utan lyf sem greidd eru að hluta. Húsaleiga er misdýr eftir stærð borga en oft er talað um 6oo til 8oo kan. dollara fyrir 3.-4. herb. íbúð. Háskólar bjóða þó oft ódýrara húsnæði. Neysluvara er mun ódýrari en hér heima. Mjög auðvelt er að vera með börn á skólaaldri ( 5 ára og eldri ) og fólki gengur yrirleitt vel að finna dagmömmur. Hinsvegar er a.m.k. sumstaðar erfitt að fá inni á leikskóltlnp og á öðrum bamaheimilum. AÐLOKNUNÁMI Mikla heppni þarf til þess að vera ekki rekinn heim að loknu námi. Það er mikið atvinnuleysi hjá læknum í Kanada. Við getum því alls ekki reiknað með öðru en að þurfa fara strax heim, því stefna þeirra er sú að ef fæst kanadískur læknir í þá stöðu sem verið er að auglýsa, þá er hann tekinn fram yfir þá sem ekki hafa kanadískan ríkisborgararétt. GÆÐI MENNTUNAR Það eru mjög víða progröm í Kanada sem eru mjög þekkt og skrifuð hátt s.s. í Toronto, Winnipeg, Vanquver, Montreal og víðar. Þetta á kannski sérstaklega við ýmsar undirgreinar í lyflæknisfræði og barnalæknisfræði. Eins og áður segir er heimilis- læknanámið mjög vel skipulagt og gagnlegt og hafa íslendingar langmest sótt þar til McMaster University í Hamilton Ontario og til Westem University og London Ontario. Upplýsingar eru fengnar að hluta hjá Ingibjörgu Georgsdóttur bamalækni. Reykjavík 7. 11. 1988. Sérfræðinám iækna í Noregi Örn Sveinsson Hjördís Harðardóttir Okkur hefur borist fyrirspum frá ritstjórn Læknanemans um sérfræðinám í Noregi og munum við í pistli þessum leitast við að nefna það helsta sem hafa verður í huga í því sambandi. í Noregi eru nú 30-35 íslenskir læknar og flestir í sérfræðinámi. Nýlega hefur verið stofnað Félag íslenskra lækna í Noregi (F.Í.L.Í.N.). Ásókn íslenskra lækna til Noregs hefur aukist hin síðari ár og er sjálfsagt margt sem veldur: Fljótlegt og auðvelt að komast inn í málið, góður faglegur standard, tiltölulega vel upp- byggt og útbúið heilbrigðis- og tryggingakerfi og svipaður “kúltúr” og heima. Að auki er fjárhagsleg afkoma sérfræði- efnisins og fjölskyldu þess betri hér 46 LÆKNANEMINN VnæAl. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.