Læknaneminn - 01.10.1988, Page 53
Ársþing IFMSA 1988 í Nígeríu
Bjarki Sigurðsson og Guðrún Karlsdóttir læknanemar
27. Júlí síðastliðinn hófst þrítugastaogsjöunda
ársþing Alþjóðasamtaka læknanema IFMSA. Það var
haidið íLagos,höfuðborgNígeríu. Fulltrúaríslandsað
þessu sinni voru tveir, höfundar þessarar greinar,
Guðrún Karlsdóttir vara stúdentaskiptastjóri og Bjarki
Karlsson meðstjórnandi í stjóm Félags læknanema.
Nígería, Afríka hljómar fjarlægt og framandi og
vissulega vareftirvæntingin mikil og þegar loks kom að
upphafi þessarar ferðar var ekki laust við að spenna og
örlítill kvíði væri farinn að hreiðra um sig í kviðarholinu.
Utí hvaða bölvaða vitleysu var maður nú búinn að láta
plata sig. Okkar ástkæra föðurland yfirgáfum við
laugardaginn 23. júlí og héldum til London þar sem við
eyddum þó nokkrum dögum og peningum áður en lagt
var af stað til Nígeríu þann 26. júlí.
í Nígeríu búa um 100 miljónir manna þar af um 8
miljónir í höfuðborginni Lagos. Þó að landið sé í raun
eitt það ríkasta í Afríku, vegna mikillar olíuvinnslu, þá
er fjöldinn slíkur að fátækt er mikil. Þannig samsvara
meðallaun innfæddra um 2500 íslenskum krónum á
mánuði. Vissulega er verðlag í Nígeríu lægra en á
íslandi, t.d. kostareinn líteraf bensíni 4 ísl.kr., einn líter
af bjór kostar um 25 ísl.kr., eitt hveitibrauð 40 ísl.kr.og
til gamans má geta þess að ein skreið, sem er munaðar
fæða í Nígeríu, kostar rúmlega 300 ísl.kr.. Já, ef maður
gæti aflað tekna á íslandi og eytt þeim síðan í Nígeríu
væru nú alltaf jólin. Þegar við ræddum við innfædda um
lífið í landinu bar þeim saman um það að mjög dýrt væri
að lifa þar. Okkur var sagt að fyrir nokkrum árum hefði
ein Naira, sem er gjaldmiðillinn í Nígeríu, verið meira
virði en dollarinn bandaríski en síðan hafði
efnahagskerfið í landinu hrunið og nú væri dollarinn
fimm sinnum sterkari. í raun er það svo í dag að bankar
annars staðar í heiminum vilja ekki kaupa Nairur.
Landinu er stjórnað af hernum og fór það ekki á milli
mála því að hermenn voru gjörsamlega út um allt.
Flugið frá London til Lagos tók u.þ.b. fimm og hálfa
klukkustund og þegar við vorum lent á Muritala
Mohammed flugvellinum í Ikeja, Lagos, kvöddum við
þessa s.k. siðmenningu og hófum nýtt ellefu daga líf í
vægast sagt furðulegum frumskógi mannlegra
samskipta. Við fengum fljótt á tilfinninguna að
einkunnar orð innfæddra gagnvart erlendum gesturn
væru“it'so.k. as longasyoupay”. Eftirað viðhöfðum
eytt töluverðum tíma í að fylla út ótal eyðublöð, komast
í gegnum vegabréfsskoðunina, skipt pundum í Naira og
loks borgað nígerískum hermanni 50 Naira og tvo
vindla til að losna við hann komumst við loks fram þar
sem beið okkar læknanemi frá nígerísku læknanema
samtökunum NIMSA. Við vorum boðin velkomin til
landsins og síðan var geyst af stað á næsta sjúkrahús, þar
sem fleiri erlendir og innlendir læknanemar voru
samankomnirogveisluslegiðupp. Hjúkrunarfræðingar
báru fram innlenda “sjónvarpsrétti” og eftir að hafa
smakkað þá, teygað innlent afþreyingar öl og lært
undirstöðu í afrískum þjóðdönsum var haldið til
náttstaðar sem var á Lagos Hilton hotel, hvernig sem
stóð nú á því þá fengum við það á tilfinninguna að
auminginn hefði misst sambandið við aðra meðlimi
fjöldskyldu sinnar (þ.e. Hilton hótelið). Daginn eftir
skyldi halda til ráðstefnustaðarins ASCON sem er í
Badagry um 80 km fyrir norðan Lagos.
I ASCON eru ráðstefnusa!ir,kennslustofur,
fbúðir fyrir ráðstefnugesti og starfsfólk, “Club house”,
sundlaug,semreyndarvarvatnslaus,Súpermarkaðuraf
undarlegra taginu og síðast en ekki síst stórkostlegur
veitingastaður svo ekki sé meira sagt. Fyrsti dagurinn
fór í að átta sig á umhverfinu og kynnast öðrum
ráðstefnugestum. Á öðrum degi var síðan sjálf
opnunarhátíðin sem haldin var á Holiday Inn hótelinu í
Lagos. Reyndar fór svo að flestir misstu af þeim viðburði
því að rútur sem áttu að flytja mannskapinn mættu ekki
til leiks fyrr en eftir dúk og disk. Strax að lokinni
opnunarhátíðinni og næstu tvo daga voru starfræktar
vinnubúðirþarsem viðfangsefnið varfrumheilsugæsla
í fátækum samfélögum og skipulagning hennar og
framkvæmd. Haldnir voru fyrirlestrar sem fjölluðu urn
hvernig bæta megi heilsu og menntun í þessum
LÆKNANEMINN %ss-41. árg.
51