Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 55

Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 55
utanaðkomandi starfsmaður sem sæi um að taka við upplýsingum og senda þær út. Þau lönd sem tækju þátt í verkefnum myndu síðan kjósaeigin stjóm sem tæki að sér skipulagningu verkefnis. Sem dæmi um verkefni gæti verið barátta gegn reykingum, eyðni, krabbamein o.fl., eiginlegaalltmilli himins ogjarðar. Stjómin gæti t.d. sjálf eða með hjálp ritarans áaðalskrifstofunni leitað til hinna ýmsu stofnana til að fá styrki. Þannig mundi hvert verkefni verða sjálfstætt og síðan yrði gefín skýrsla til aðalskrifstofunnar sem sæi um að senda hana út til aðildarlanda. Einnig mætti kynna verkefnið eða niðurs- töður þess á ársþinginu. Ljóst má vera að mikið verk er fy rir höndum við gerð þessararnýju stjómarskrár og fróðlegt verðurað sjá hver árangurinn verður. Ætla má að framtíð IFMSA byggist á því hversu vel takist til. Ef illa tekst til og samtökin fara aftur í sitt fyrra horf er líklegt að þjóðir fari að draga sig úr þeim. Um stöðu íslands í IFMSA er það að segja að svo til það eina sem við höfum fengið út úr veru okkar í þeim eru stúdentaskiptin. Spurning er hvort við höfum nokkuð að gera í samtökunum ef ekki verður breyting til batnaðar. Til að mynda höfum við þegartöluverð skipti við Breta, sem ekki eru meðlimir í IFMS A, og ekki var annað að heyra á fulltrúum annarra landa en að þeir vildu halda áfram að skipta við Islendinga, hvort sem þeir væru í samtökunum eðurei. Það verður verk næstu fulltrúa íslenskra læknanema að vega og meta hvort brey tingamar verði til góða. Að framansögðu má vera ljóst að staða IFMS A er vægast sagt í lausu lofti og endurspeglar ringulreiðina sem ríkti á þessu 37da ársþingi. Til þess að hafa einhverja stjóm á samtökunum var ákveðið að kjósa þrjá fulltrúa í s.k. neyðarstjórn. Hún skal koma saman ef einhver meiriháttar vandamál koma upp en að öðru leyti ekki hafa völd. Kosnir voru Paul frá Ghana, Eugine frá Hollandi og Olaf frá Svíþjóð. Einngi var óskað eftir landi sem gæti hýst aðalskrifstofu IFMSA. Ekkert land bauð sig fram en Hollendingar ætla að rey na að ley sa það mál á komandi vetri. Næsti stóri fundur verður fundur stúdentaskiptastjóra sem verður haldinn í Hollandi í mars 1989, vonandi verður búið að leysa mál aðalskrifstofunnar þar. Þrátt fyrir allt voru nokkrir ljósir punktar á ráðstefnunni. Semdæmimánefnakynninguáverkefni sem Austurríkismenn, Þjóðverjar o.fl. hafa staðið að í Ghana og hefur gengið mjög vel. Einnig kynntu ísraelar verkefni sem þeir standa að í heimalandi sínu en það felst fyrst og fremst í að kenna börnum grunnatriði heilsufræði. Læknanemarnir frá Kuwait héldu eitt kvöldið myndasýningu frá hjálparstarfsemi þeirra við flóttamenn sem vakti töluverða athygli. Einn af þeim vinnuhópum sem á ráðstefnunni störfuðu eða áttu að starfa var vinnhópur um stúdentaskipti. Hver svona hópur eða nefnd hefur einhvern stjórnanda eða formann og reyndar var formaður þessarar nefndar, gríska stelpan Kiriaki Stamatelu, fjarri góðu gamni. Það kom þóekki að sök og hittist vinnuhópurinn tvisvar. Þátttakendurnir voru flestir stúdentaskiptastjórar fyrir sitt land og byrjuðum við á því að kynna okkur og segja frá hvemig LÆKNANEMINN 34988-41. árg. 53

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.