Læknaneminn - 01.10.1988, Page 61

Læknaneminn - 01.10.1988, Page 61
Norðurlöndum. Stjómarþáttöku okkar er nú lokið að sinni, en vonandi tekst okkur þrátt fyrir minnkandi styrki frá NFMU, að halda áfram þessu samstarfi, enda teljum við að okkur sé mikill akkur í slíku samstarfi. / Ursagnir úr prófum. Eftir áralanga baráttu læknanema fyrir almennum mannréttindum til samræmis við flesta aðra stúdenta í HI, tókst loks að berja í gegn heimild fyrir læknanema til að segja sig úr prófum, öðrum en samkeppnisprófum. Að sjálfsögðu fór þessi barátta ekki eingöngu fram á vettvangi kennslunefndar, heldur einnig í deildarráði. Tillögugerð og málflutningur voru að mestu í höndum formanns FL og kennslumálanefndar félagsins. Málið var reynt að flækja á ýmsa vegu af nokkrum forráðamönnum deildarinnar, en víðsýni og sanngirni annarra manna réð úrslitum að lokum. Önnur mál. Vandamál einstakra stúdenta tóku að venju nokkum tímaístörfumnefndarinnar. Einnig varfjallað um mörg mál sem mætti kalla afgreiðslumál á fundum kennslunefndar, en við nennum ekki þeim sparðatíningi að rekja þau hér. Samstarf innan KMN var með ágætum og fundasókn góð. Nefndarmenn voru auk undirritaðra: Gunnlaugur (ó.ári), Þórdís Jóna (3.ári), Erna Milunka(2.ári) og Ebba (1. ári). Við viljum að síðustu þakka samstarfsmönnum okkar í nefndinni vel unnin störf og ánægjulega samvinnu. Einnig vill form. KMN þakka stjóm FLfyrir skemmtilegan vetur og gott samstarf. Fyrirhönd kennslumálanefndar F.L., Ari Víðir Axelsson (form) Ólafur Þór Gunnarsson Félagsstarfið Stúdentaskipti Við græddum mikið á stúdentaskiptunum þetta árið, fengum alls 23 erlenda skiptinema en aðeins 13 íslenskir læknanemar fóru út sem skiptinemar. Er það að hluta til vegna þess að því miður komust ekki allir héðan sem sóttu um og þrír hættu við. Stúdentaskiptastjóri fór á árlega ráðstefnu stúdentaskiptastjóra IFMSA, sem haldin var á Ítalíu í mars. Aðstoðarstúdentaskiptastjóri og stjómarmaður fórnuðu sér síðan í hitann í Nígeriu á ársþing IFMSA í sumar. Fulltrúaráð Starf vetrarins hófst með undirbúningi Kynningarballsins sem eins og svo oft áður var haldið í Hreyfilshúsinu síðustu helgina í september. Starðarvalið var umdeilt að venju, en við ákváðum að hlusta frekar á raddir stuðningsmanna sem telja staðinn sjarmerandi og hinn ákjósanlegasta ekki síst fyrir þær sakir að þeir hinir sömu eru famir að rata um króka og kima hússins svo gott sem blindandi. I lok október var haldið til Akureyrar í hina árlegu vísindaferð. Heimsóttum við m.a. sjúkrahúsið þar í bæ, styttum okkur stundir við sundiðkun, bæjarrölt, farið var í rútuferðalag inn Eyjafjörðinn og sumir skruppu út í Hrísey. Síðast en ekki síst voru öldurhús bæjarins skönnuð og hittum þar fyrir gamalkunningja okkar Ingimar Eydal og co. Loks var það undirbúningur árshátíðarinnar sem haldin var í Broadway 18 febrúar. Ólíkt því sem áður hefur verið var dansleikurinn haldinn í samvinnu við hjúkrunarfræðinema, lyfjafræðinema og sjúkra- þjálfunarnema svo dágóður tími fór í samninga- viðræður. Það gekk allt upp í lokin og vel tókst til. Skemmtiatriðin voru hvert öðru betra og hljómsveit Ingimars Eydal hélt uppi fjörinu á dansleiknum. Agætis endir á okkar starfi í fulltrúaráði veturinn '87- '88. Frá Gjaldkera Félag Læknanema fær pening til reksturs, LÆKNANEMINN 34988-41. árg. 59

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.