Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 63

Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 63
HÖFUÐLAUSN Al5 þessu sinni skrifar Andrés Magnússon unglœknir Einu sinni var Jóni Múla sagt upp í morgun- útvarpinu sísvona fyrirvaralaust. Hann settist um- svifalaust niður og skrifaði harðorða skammar-og mótmœlagrein í blöðin.síðan eyddi hann einni viku í að strika út verstu blótsyrðin svoað húnyrðiprenthœf. Nú eru t\’ö ár síðan ég losnaði úr viðjum lœknadeildar, kannski maðurgeti skrifað grein um lœknanámið núna. Það eru ungir menn með bjartar vonir í brjósti sem innritast í læknisfræði á haustin. “Nú skal bergja vísdómsbikarinn til botns. Með hámákvæmum vísindalegum aðferðum skal flett ofanaf leyndardómum mannslíkamans og eðli sérhvers sjúkdóms krufið til mergjar”. Einhvers konar svona hugmy ndir bærast með mörgum nýnemanum í upphafi læknanáms. Þegar útí hinn stóra darraðadans er komið skilsthinsvegarfljóttaðnámílæknadeild H.I. eraðeins utanbókarlærdómur. Menn fara að dansa eftir einkunum, abstrakt hugtökum í tölulíki á blaði. Mörgum finnst þetta dálítið neyðarlegt fyrst í stað, eins og það passi einhvernveginn ekki alveg við sjálfsmyndina. En allt venst, menn gefa sér ekki tíma í óarðbærar vangaveltur en grúfa sig yfir berstrípaðar glósurnar. Sumir læra aldrei dansreglurnar, burðast áfram með sínar bamslegu, vanþroska hugmyndir um, að í námi blífi hin gagnrýna hugsun, sundurgreina beri upplýsingar og kerfa þær. Þeir sem svona hugsa læra heldur aldrei að leiða hjá sér þótt eitthvað í kennslunni virðist órökrétt eða mótsagnakennt. Slíkt virðist alltaf geta valdið þeim einhverskonar óróleika og innri vanlíðan. Þetta fólk er í vanda statt. Stundum er þó eins og sjáist til sólar í þeirra þjökuðu hjörtum. Þaðkannnefnilegahenda að kennari hefji kúrs sinn einhvem veginn svona; “ Kæru nemendur ! Glærurnar sem ég verð með eru aðeins til viðmiðunar. Ekki er ætlast til Þurs utarbókarlærdóms heldur að nemendur sýni að þeir hafi vald á efninu. Eg bendi á eftirfarandi kennslubækurog yfirlitsgreinar,.. Það er í rauninni dálítið dapurlegt að sjá hvemig vonarglampi kviknar í augum þeirra sem ennþá hafa ekki gert sér grein fyrir um hvað leikurinn snýst. Við hinir raunsæju glósumenn látum hinsvegar ekki narra okkur með háleitum kennsluskrám og marklýsingum. Prófin breytast ekkert, þau eru alltafeins. Við lendum ekki í vandræðum að vori, með einkunnirnar. Kannski er fullmikil einstefna í læknadeild. Mér finnst það til dæmis ekki óeðli að vilja lesa textabækur. Sigurjón bekkjarbróðir minn átti eitt sinn að telja upp 4 aðgerðir við tiltekinni meinsemd á prófi, hvað og hann gjörði. Tvær þeirra hafði verið minnst á í fyrirlestrum, tvær þeirra hafði hann hinsvegar lesið um annars staðar, þær voru því að sjálfsögðu ekki teknar gildar. I staðinn fyrir að Sigurjón viðurkenndi mistök sín varð hann reiður og sár. Honum fannst það skrýtið að það skyldi endilega vera rétthærra sem læknar, bollokandi uppá Islandi týndu til í messum sínum heldur en það sem að textabókahöfundur (sem kennarar þó bentu á) tilgreindi. Stundum er ekki allur vandi leystur þótt maður hafi samviskusamlega forðast að snapa sér fróðleik um efnið annarsstaðar frá en úr fyrirlestrum. Oft höfum við lært um sama sjúkdóminn frá fleirum en einum kennara. Þá þarf maður að geta sér til um hvaða kennari það er sem á viðkomandi spurningu á prófinu svo maður geti hagað svari sínu rétt. Það má reyndar segja að það sé dálítið skrítið að vera alltaf að benda á kennslubækur þegar alfarið er prófað úr fyrirlestrum. Einuhverju sinni sat ég í prófi við hliðina á vini mínum. Hann var ekki alveg viss um hvað væri átt við með einni spurningunni. Hann páraði þó eitthvað á blaðið og þegar kennarinn kom spurði hann hvort það væri þetta (og benti á blaðið) sem átt væri við. Af því að þetta var almennilegur kennari og vildi nemanda LÆKNANEMINN ^Í988-41. árg. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.