Læknaneminn - 01.10.1988, Page 65

Læknaneminn - 01.10.1988, Page 65
“viðurkenndra sanninda” læknisfræðinnar. Læknisfræðin er heldur ekki exact vísindi en samt heyrum við sjaldnast um sannprófanir (validiteringar) á einkennum og klínískum aðferðum né heldur um áreiðanleika rannsóknaraðferða eða mælinga. o.s.fr. Það er erfitt að kyngja því að þekkingarmassinn er sífellt að vaxa og að vonlaust er fyrir nokkurn lækni að kunna skil á öllu því sem hann gjaman þyrfti að vita. En það þyrfti ekki að koma að sök, það mætti þjálfa læknanema í að leggja mat á þær upplýsingar sem yfir lækninn flæðir og hvemig á að nýta sér þær. Kenna þeim líka að þekkja takmörk sín og vita í hvaða tilfellum þarf að afla sér meiri upplýsinga og hvernig á að nálgast þær. En allt svona er magasárshvetjandi, mörgum líður betur við núverandi ástand, þannig losnar maður við kvíðann og óvissuna um stöðu sína í tilverunni. Auðvitað er ástandið ekki alveg svona svart. Margt í læknadeild er til fyrirmyndar og deildin er sífellt að batna. Auk þess eru kennarar oft störfum hlaðnir í klíniskri vinnu en reyna samt að gera sitt besta í kennslunni. En af því að þetta er skammargrein þá förum við ekki út í þá sálma hér. Til þess að draga upp skýra mynd þarf að ýkja svolítið. Ég hefþvíhaft alla fyrireinn og líka neyðst til þess að skrökva upp á kennarana mína. Lýsir það vel innrætinu því að þetta er í raun öðlingar og voru mér alltaf einstaklega góðir og þolinmóðir - sjaldan launar kálfurinn ofbeldið. Það er heldur ekki réttlátt að leggjast svona eingöngu á læknadeild. Undirritaður hefur setið bæði í raunvísindadeild og félagsvísindadeild og þar er ástandið ekkert mjög frábrugðið. Skólakerfið hefur alltaf verið á móti ungum mönnum. Alls staðar eru til nemendur sem finna fyrir kæfandi innilokunarkennd og slær fyrir brjóstið af utanbókalærdómi. Eilífur skortur á ferskum akademiskum andblæ til þess að heinsa lungun. En þetta er ekki auðvelt mál úrlausnar, og ég ætla ekki að koma með neinar lausnir, enda er þetta algerlega ábyrgðalaus gagnrýni og óuppbyggileg og þjónarþeim tilgangi einum að fá að blása. Samt langar mig að fá að segja að við verðum að horfast í augu við þá staðrey nd að námsmat eða próf er það sem ræður því hvemig nemendur haga námi sínu. Því miður erum við læknanemar ekki meiri menn en það. Skrifleg próf í núverandi mynd hafa það sér til ágætis að allir fá sömu spumingarnar, þ.e. allir eru mældir með sömu mælistiku og standa jafnt að vígi, - eða hvað? I rauninni er nemendum mjög mismunað á skriflegum prófum. Þeir sem eru þannig frá náttúrunnar hendi gerðir að þeir eiga gott með að feta einstigið eftir glærunum, þeim er umbunað því mælistikan mælir bara það. Eðliseiginleikar eins og frumkvæði, dómgreind og fleira sem kemur að góðum notum þegar útí starfið er komið (ef góðir mannasiðir fara með Nota Bene), nýtast ekki í námsmatinu. Að þessu leyti eru munnlegu prófin skárri, þar er mun víðtækara þekkingarsvið og úrvinnsla könnuð. Vissulega eru menn mjög misheppnir með verkefni og prófendur á munnlegum prófum en það ætti að sléttast út ef munnlegu prófin eru mörg (á tölfræðimáli heitir það að breytileiki meðaltalanna er mun minni en breytileiki einstakra mælinga). Það hefurverið stungið upp á því að bæta skrifleg próf með því að láta annan mann semja og fara yfir prófið heldur en þann sem kennir. Þannig myndu nemendur fá aukið svigrúm til þess að nýta sér þá þekkingu sem þeir snapa upp úr textabókum, heyra inn á deildum, tengja við klínik úr grunnfögunum o.s.fr. Þá yrði það ekki eins og núna, “dýr Iúxus” að gefa sér tíma til þess að lesa annað en glósur. Sumir segja að krossapróf með mörgum krossum (líkt og í ameríska prófinu) gefi besta mynd af þekkingunemenda. Þaðernokkuðtil íþvíen hinsvegar er erfitt að búa til góðar krossaspurningar og margar. Því miður ganga sömu krossaspurningarnar gjaman aftur ár eftir ár í mörgum fögum í læknisfræði. Finnst sumum nemendum að þá hafi önd þeirra ekki tekið sitt hæsta akademiska flug þegar þeir sátu við að læra gamlar krossaspumingar utanað. Það eru til læknaskólar sem gera miklar gæðakröfur en samt sem áður eru engin próf, t.d. McMaster í Canada. Þar fá kennarar tilfinningu fyrir þekkingu (eða hæfni) nemandans með því að fylgjast með þeim í klíniskri vinnu, tala við þá og heyra spurningar þeirra, sjá þá halda klinikkur og erindi, fara yfir verkefni o.s.frv. Samskonar aðferð við námsmat mætti auðvitað beita á Islandi. Það myndi hvetja nemendur til heilbrigðra vinnuaðferða en umfram allt mundi þeim líða betur án þess að það komi niður á þekkingu þeirra. (Reyndar myndi samkvæmt LÆKNANEMINN Vim-41. árg. 63

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.