Læknaneminn - 01.10.1988, Page 66

Læknaneminn - 01.10.1988, Page 66
pólunarkenningunni sem sett var fram hér í upphafi ekki alveg öllum létta við þetta fyrirkomulag). Allt hefur þetta líka sína galla og er erfitt í fram- kvæmd. Kannski skiptir nám og námsfyrirkomulag engu ntáli. Við þekkjum ekki þá forspárþætti sem ákvarða hvað gerir einn mann að góðum lækni. Gæði þeirrar vinnu sem að læknir skilar af sér að loknu prófi fer kannski bara eftir þáttum í persónuleika hans og upplagi, þáttum sem nám og námsfyrirkomulag hefur sáralítil áhrif á. Mál er að linni. Eg hef reifað kennslumál og einstaka úrbætur. Tæpt á nokkrum atriðum sem reyndar eru sömu hlutirnir og ungt fólk hefur fundið að kennslustofnunum sínum í alda raðir. En svo eru Iíka þeir sem er skít sama um allt svoleiðis. Þeim hinsvegar leiðist og finnst það al veg nóg ástæða í sjálfu sér til þess að gera eitthvað í málunum. Þessum nemendum vil ég benda á leið sem reynd hefur verið áður og gefið góða raun. Hópurinn tekur sig saman og vinnur upp góðar glósur frá árinu áður. Einn er geymdur heima á Islandi í fyrirlestrum til þess að athuga hvort eitthvað nýtt komi fram. Restin af hópnum stingur af til einhvers lands í þriðja heiminum þar sem uppihald kostar nánast ekki neitt (t.d. Indland eða Guatemala). Lesa svo uppí fjöllum eða í strákofa í öðrum menningarheimi. Jafnvel mætti lesa glósumar inná kasettur og hlusta á romsuna uppi í hengirúmi einhvers staðarmilli tveggja pálmatrjáa. Menn koma svo heim fyrir próf, lesnir, en vel hvíldir með næga orku í prófslaginn. Ferð báðar leiðir kostar eins og námslán í einn mánuð og uppihald úti á landsbyggðinni í þessum löndum kostar sem fyrr segir nánast ekki neitt. Þetta hefur verið gert áður og gefið góða raun. Eftir að ég útskrifaðist sem læknakandidat lá leið mín á Kleppsspítala um hríð. Eitt sinn sem oftar er ég var að ræða við spekinga þar um gang lífsins og hinstu rök tilverunnar kom til mín fullorðinn vistmaður og spurði hvort ég væri læknir. Þegar ég játti því spurði hann fullur virðingar og aðdáunar; “Og hvað kanntu mörg bindi utan að”. Eg bjóst til þess að útskýra fyrir honum að læknanámið væri ekki eingöngu í þessu fólgið, en mér varð orða vant. Mér varð það ljóst að oft er skilningurþessara sjúklinga ótrúlega næmur. Kannski hafi þessi maður þegar skilið eitthvað um læknisnám á Islandi sem mér hafði aldrei tekist. 64 LÆKNANEMINN 34988-41. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.