Læknaneminn - 01.10.1988, Side 67

Læknaneminn - 01.10.1988, Side 67
Námsdvöl í Reykjavík — læknanám í Þýskalandi Sabine Kiibber, Göttingen, Þýskalandi Sabine er þýskur læknanemi, dugleg og skemmtileg stúlka, sem við 5. árs nemar 1987 kynntumst meðan hún stundaði verk- nám hér í Reykjavík í september. Ung að árum hafði ég kynni af íslandi gegnum vini. Ótal heim- sóknir urðu til þess að ég kynndst og lærði að meta landið, íbúa þess og menningu. Að afloknu tveggja ára námi í læknisfræði við háskólann í Gött- ingen, þar sem um og yfir 30.000 manns stunda nám, leitaði ég eftir samanburði og varð Island fyrir valinu. Mér bauðst það tækifæri að vera við verknám á Islandi. Tilgangur verknáms er í megin- dráttum sá að kynna læknaneman- um hið daglega starf læknis á læknastofu sem og á sjúkrahúsi. Ég starfaði við Landspítalann í Reykjavík í fjórar vikur; þá fyrstu við Blóðbankann og þrjár á tauga- sjúkdómadeild. I samanburði við reynslu mína í Vestur-Þýskalandi var það helst sem vakti athygli mína hve fá- mennt var við verknámið, sem hins vegar stuðlaði að betri og nánari samskiptum á meðal lækna- nema þar að auki sem það gerði mögulegt að hafa persónulegra samband við leiðbeinendur en gengur og gerist í Þýskalandi. fs- lenskir læknar eru reiðubúnir að miðla af þekkingu sinni og reynslu og uppfylla þar með fyllilega þær kröfur sem til þeirra eru gerðar sem leiðbeinenda. Við háskólann í Göttingen eru um 4000 nemendur við nám í læknisfræði. Þessi fjöldi gerir það LÆKNANEMINN %88-41. árg. 65

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.