Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 68
að verkum að kennslustundir, fyr-
irlestrar, rannsóknar- og verknám
eru yfirfylltar og kennarar of-
hlaðnir verkefnum. Óánægja
námsmanna vex ár frá ári sökum
þessa, þar sem þessi aðstaða sem
læknanemum er búin gerir erfítt
skipulegt og haldgott nám.
Læknaneminn hefur ekkert pers-
ónulegt samband við kennara
sinn, sem hinsvegar vegur og met-
ur árangur nemandans ópersónu-
lega eftir árangri í verkefnum.
Læknanám í Þýskalandi tekur 6
ár. Námið skiptist í tveggja ára
grunnnám, svokallað „forklíniskt"
nám, og fjögurra ára „klíniskt"
nám. I annarfríum er krafíst
tveggja mánaða starfs við hjúkrun
og námskeiðs í hjálp í viðlögum.
Verknám skal ekki vera skemur en
það sem nemur fjögurra mánaða
vinnu á sjúkrahúsi. Hjúkrunar-
starfið á að gefa innsýn inn í
hjúkrun og daglega umönnun
sjúklinga á sjúkrahúsi.
A þriðja námsári hefst kynning
á rannsóknaraðferðum einstakra
námsbrauta innan læknadeildar,
þar er sjúklingurinn einnig tekinn
með í dæmið. Verknámið hefst því
einu ári fyrr í Vestur-Þýskalandi
en á Islandi.
Ár Forklíniskur hluti 1 2 Klíniskur hluti 3 4 5 6
Verknám Eðlisfræði Almenn Innvortis læknisfræði Kvensjúkdómafræði Innvortis læknisfræði
Efnafræði sjúkdómafræði Sjúkdómafræði Taugahandlækningar 16 vikur
Líffræði Gerla(líf)fræði Lögun líkamslýta Taugasjúkdómafr. Handlæknisfræði
Lífefnafræði Lífstærðfræði Húðsjúkdómafræði Háls- nef og eyrna- 16 vikur
Lífeðlisfræði Almennar klíniskar Kynsjúkdómafræði lækningar Valfag
Líffærafræði rannsóknaraðferðir Þvagfærafræði Geislunarfræði 16 vikur
Vefjafræði Sálfræði Fagorðafræði Klínisk efnafræði Geislunarfræði Blóðfræði Skyndihjálp Fyrsta læknishjálp Heilsufræði Vinnulæknisfræði Munnlækningar Handlæknisfræði Barnalækningar Geðlækningar Hitabeltisheilsufr. Snýkjudýrafr. Augnlæknisfræði Sérhæfð lyfjafr. Barnasálfræði
Af ofangreindri töflu sést hvaða kennslugreinum þarf að hafa lokið eftir 6 ár.
66
LÆKNANEMINN %88-41. árg.