Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 7
Brunasár og brunameðferð
Yfirlitsgrein 2. hluti.
Árni Björnsson læknir
Fyrsta h jálp
Bruni er að öðru jöfnu ekki bráðlífshættulegt
ástand, en bruni getur verið með öðrum áverkum.
Fyrsta hjálp beinist að því fleyta hinum slasaða yfir
bráða Iífshættu, létta öndun, stöðva blæðingu, og loka
sog-loftbrjósti, svo eitthvað sé nefnt.
Greining
Við greiningu á bruna þarf að meta dýpt
brunasáranna og útbreiðslu. Af því tvennu hefur
útbreiðslan meiri þýðingu, því undir henni er að
jafnaði komið, hvort hinn brenndi er í lífshættu (sjá
fyrri grein.
Útbreiðslu brunasára er hægt að mæla með ýmsu
móti. Einföldust er lófaaðferðin, en skv. henni er stærð
Iófa manns 1 % af yfirborði líkamahans. Algengasta
aðferðin til að meta útbreiðslu bruna, er að nota s.k.
9 reglu. (Wallace), en hún byggist á því að skipta
líkamanum í svæði, sent hvert er 9% af yfirborði
líkamans eða margfeldi af 9 (mynd 1.). A mynd I er
skema það , sem notað er á brunadeild Landspítalans,
en það skema er notað víða.
Sé niðurstaðan af mati á útbreiðslu sú, að
brunasárin nái yfir 10-15% af yfirborði líkamans, eða
meira, eftir því hvort um er að ræða barn eða
fullorðinn, þarf hinn brenndi að flytjast á sjúkrahús og
fá vökvameðferð. Kæling má ekki tetja þessa
forgangsþætti meðferðarinnar!
Séu brunasárin hinsvegar minni, þarf að meta
dýpt sáranna og staðsetningu. Það fer svo eftir því
mati, hvort hinn brenndi á að vistast á sjúkrahúsi, eða
meðhöndlast utan sjúkrahúss. Að öðru jöfnu liggur
ekkert á, og því má kæla brunasárin, þar til mesti
sársaukinn er liðinn hjá.
Algengt er að skipta brunasárum í minniháttar
og meiriháttar brunasár. Minniháttar brunasár eru þá
sár sem ná yfir minna en 10% af yfirborði líkamans hjá
börnum og minna en 15% hjá fullorðnum, og eru það
grunn að þau þarfnast ekki aðgerða, annarra en
umbúðaskiptinga.
Meiriháttar brunasár eru hinsvegar brunasár,
sem ná yfir meira en 10% af yfirborði líkamans, hjá
börnum, og meira en 15% af yfirborði líkamans hjá
fullorðnum, eða eru svo djúp, að gera þarf skurð-
aðgerð, og vista hinn brennda á sjúkrahúsi.
Hvaða brunasjúklinga á þá að leggja inn á
sjúkrahús?
1. Allameð stærri brunaen 10-15%
2. Alla með djúpa bruna, nema allra minnstu.
3. Alla andlitsbruna, þar sem hætta er talin á, að
hinn brenndi, hafi andað að sér heitu lofti,
reyk, eða eitruðum lofttegundum.
4. Alla rafmagnsbruna, sérlega bruna af völdum
háspennustraums.
5. Efnabruna, nema hina minnstu.
í ýmsum tilvikum getur það verið álitamál, hvort
leggja eigi sjúklinga með minniháttar bruna inn á
sjúkrahús. Þetta ásérlega við um börn og gamalmenni,
svo og bruna á stöðum, sem erfitt er að halda
umbúðum á, s.s. í nánd við endaþarm og kynfæri. Slík
tilvik verður að sjálfsögðu að meta með tilliti til
aðstæðna.
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
5