Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 18

Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 18
Oráð (delirium) Steinar Guðmundsson læknanemi Inngangur Ein af fyrstu geðtruflunum sem lýst var í sögu læknisfræðinnar má lesa um í blöðum Hippocratesar. Maður að nafni Celsus tók að kalla þetta ástand “delirium” á 1. öld e. Krist en Hippocrates kallaði það “phrenitis”. Fyrir daga sýklalyfja var delirium tíður fylgifiskur sýkinga. Líklega hefur nýgengi delirium aukist á síðustu áratugum í hinum vestræna heimi en á sama tíma hafa íbúar hans verið að eldast. Því miður hefur delirium ekki verið rannsakað í hlutfalli við aldur þess innan læknisfræðinnar og því margt enn á huldu (7). I Iðorðasafni lækna er delirium þýtt sem óráð, æði eða rugl. Hef ég valið að nota nafnorðið óráð. Skilgreining Delirium eða óráð er nafn á heilkenni sem einkennist af almennri vitsmunaskerðingu, skertri athygli, minnkaðri meðvitund, aukinni eða minnkaðri hreyfiþörf, og truflun á svefn-vöku ferlinu. Oráð kemur fram skyndilega og stendur yfir í stuttan tíma, venjulegaminnaen 1 mánuð. Einkenni heilkennisins eru mis mikil eftir tíma sólarhrings og eru gjaman mest áberandi að næturlagi. Þessir þættir heilkennisins aðgreina það frá öðrum geðtruflunum og endurspegla mjög víðtæka bráða heilabilun. Oráð getur komið fyrir á hvaða aldri sem er en er lang- algengast hjá öldruðum (8,9). Faraldsfræði Fáar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni óráðs og tölur um nýgengi og algengi eru mjög á reiki. Talið er að á almennum lyf- og skurðlæknisdeildum sé tíðni óráðs 5-10% á hverjum tíma (2,6). Bresk rannsókn sýndi að 35% 65 ára og eldri fengu einkenni óráðs einhvern tíma í sjúkrahúslegunni. I þeirri rannsókn kom fram að um 15% aldraðra sem innlagðir voru á almennar Iyflæknisdeildir, voru með óráði við innlögn. Um 25-35% hinna sem taldir voru með fulla vitsmuni við innlögn fengu óráð síðar í sjúkrahúslegunni (9). Háar tíðnitölur eru ekki eina ástæðan fyrir mikilvægi óráðs inni á sjúkrahúsum. Sjúkdómar eins og hjartadrep, lungnabólga eða lyfjaeitrun lýsa sér oft fyrst með óráði hjá öldruðum. Þannig getur það haft alvarlegar afleiðingar og jafnvel dauða ef óráð er ekki greint strax og einkenni þess koma fram. Mikil hætta er á að sjúklingur skaði sjálfan sig. Æstur, ruglaður og óttasleginn getur hann reynt að flýja og dottið og brotið sig á flóttanum. Einnig er möguleiki að hann rífi upp sauma eða dragi út nálar og þvagleggi. Slíkir sjúklingar eru stundum meðhöndlaðir með chlór- prómazíni sem getur valdið lágþrýstingi og sé brugðið á það ráð að binda sjúkling niður getur það orsakað blóðtappa í djúpbláæð eða lungnarek. (6,9). Auk þess lengir óráð sjúkrahúslegu og þurfa þessir sjúklingar mikla hjúkrun sem er kostnaðarsöm. Vegna þessa eru fyrirbyggjandi aðgerðirgegn óráði mikilvægarog áað hefja strax og grunur leikur á slíku (8,9). Þrátt fyrir þessar staðreyndir er mjög algengt að menn missi af 16 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.