Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 23
milli markverðra og ómarkverða upplýsinga. Þessi
atriði eru oft til staðar í óráði. Enn fremur hefur komið
fram að há þéttni cortisols í hvfld olli samskonar
breytingu á heilalínuriti og sést í óráði. Oráð sést
stundum í Cushings heilkenni, sérstaklega hjá gömlu
fólki (7).
Þriðja kenningin er að skert athygli samfara
óráði sé af völdum staðbundinna skemmda svo sem
dreps á ákveðnum svæðum í heilanum. Sérstaklega ef
slíkar skemmdir eru í hægra heilahveli sem sumir telja
að sjái um athyglina. Ólíklegt er að slíkar staðbundnar
skemmdir skýri nema fá tilfelli, og oftast er um
víðtæka, almenna truflun á starfsemi heilans að
ræða (9).
Greining og mismunagreining
Greiningu óráðs má skipta í tvo þætti. Fyrst er að
bera kennsl á óráð útfrá sögu og þeim klínísku
einkennum sem lýst hefur verið. Síðan er að leita
orsaka óráðsins. Ekkert eitt ákveðið próf er nothæft til
greiningarinnar og byggist greiningin því á hinni
klínísku mynd. Ef um er að ræða skyndilega
vitsmunaskerðingu með minnkaðri athygli sem flökta
og eru mest áberandi að nóttunni, eru miklar líkur á að
um óráð sé að ræða (mynd 1) (9).
Athuga ætti vel sjúklinga sem falla í áhættuhópa
með tillit til óráðs, eins og eldra fólk sem leggst inn á
sjúkrahús, sjúklinga eftir aðgerð og þá sem hafa sögu
um heilabilun, auk þeirra sem eru á mörgum
mismunandi lyfjum eða eru sjón- eða heyrnar-
daprir (10).
Mismunagreining
Það er mikilvægt að greina óráð frá heilabilun og
geðhvarfasýki. Sjúkrasagan er helsta tækið til að
greina óráð frá heilabilun sem einnig einkennist af
skertri hugsun, minni og skynjun. Saga um
vitsmunaskerðingu sem staðið hefur í mánuði eða ár
og er jöfn yfir daginn ásamt nokkurn vegin eðlilegri
árvekni, athygli og meðvitundarstigi, sem
aukinheldur inniheldur neikvæða sögu um aðra
sjúkdóma eða lyfjainntöku, bendir sterklega til
heilabilunar (9). Einkenni þessara sjúkdóma skarast
og óráð getur orðið forspil að langvarandi heilabilun.
Y firleitt er miðað við að hafi ástandið staðið í vikur til
mánuði skuli fremur tala um heilabilun en óráð. A
Heilabilun Langvarandi, hæg byrjun, vakandi, minnkuð einbeiting og athygli einungis er sjúkdómur er langt genginn
Þunglyndi Vanlíðan, framkvæmdaleysi, viljaleysi, saga um fyrri slík köst, einkenni breytast lítið
Geðklofi Langvarandi, mjög úthugsaðar ranghugmyndir sem eru úr tengslum við raunveruleikann
Manía Vellíðan, mikillæti, mikið hugmyndaflug, fyrri saga um maníu
Málstol Vel vakandi, talar samfellt, önnur einkenni frá taugakerfi til staðar, breytist ekki á skömmum tíma
Óráð Skyndileg byrjun, vitsmunaskerðing, oft með minnkaðri árvekni
Mynd 2. Mismunagreiningar óráðs.
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
21