Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 24

Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 24
móti kemur að óráð kemur venjulega fram skyndilega og stendur í daga eða vikur og eru einkennin mismikil eftir tíma sólarhrings en þessi atriði falla ekki saman við heilabilun (8). Geðhvarfasýki, hvort sem um er að ræða þunglyndi, maníu, ofsóknaræði eða geðklofa, getur stundum líkst óráði og þá sérstaklega í eldri sjúklingumsemeinnigþjástafheilabilunað einhverju leyti. Hefur það verið nefnt “pseudodelirium” þegar geðhvarfasýki líkist óráði og ekki er hægt að sýna fram á ákveðna orsök (8). Þunglyndi getur fylgt einhver vitsmunaskerðing en sagan og hve hratt sjúkdómurinn kom fram ætti að greina óráð frá þunglyndi. Geðklofasjúklingur getur virst með óráði en ef hann er athugaður nánar er hann ekki vitsmunaskertur og hefur frekar ofskynjanir frá heyrnarfærum og ranghugmyndir hans eru vel úthugsaðar. Manía getur líkst sjúkdómsmynd óráðs en vellíðan og mikillæti sjúklingsins hjálpar með aðgreininguna (5). I sjúklingum með geðhvarfasýki er EEG venjulega eðlilegt (7). Einnig getur málstol líkst óráði (mynd 2) (5). Saga Við töku sjúkrasögu ætti að leggja áherslu á að fá upplýsingar frá sjúklingnum sjálfum, tjölskyldu hans og hjúkrunarfólki. Það er mjög erfitt að greina óráð frá langvarandi heilabilun ef ekki er vitað í hvernig ástandi sjúklingurinn var fyrir innlögn. Gott er að fá þær upplýsingar hjá fjölskyldunni og auk þess getur hún gefið sögu um fyrri geðsjúkdóma, lyfja- og áfengisneyslu, auk sögu um dettni eða áverka (10). Sjúkrasagan og skoðun ættu í sameiningu að sýna fram á hugsanlega orsök óráðsins. Athuga ætti eftirfarandi þætti þegar unnin er upp sjúklingur sem grunaður er um óráð. Leita skal eftir sögu hjá sjúklingi eða aðstandenda hans um skyndilega breytingu á hegðun viðkomandi, óvenjulegt tal, minnisskerðingu eða þá að sjúklingurinn sé óáttaður á stað. Frekar en að spyrja hvort sjúklingur hafi verið með óráði skal spyrja um sérstaka þætti heilkennisins. Hvernig var sjúklingur áður? Hefur hann átt í erfiðleikum með að muna hluti, staðsetja sig eða að tala? Hvað hefur þetta staðið lengi? Hafa einkennin verið eins allan tímann eða hafa þau flökt frá einum tíma til annars? Er vitað til þess að sjúklingur hafi dottið, hlotið áverka eða haft einkenni frá taugakerfi, krampa eða misnotað áfengi eða lyf? A hvaða lyfjum er sjúklingurinn? (5) Þegar grunur leikur á óráði hjá sjúklingi geta nokkur próf verið hjálpleg til greiningar. Mikilvægt er að prófa áttun, minni og athygli (10). Til dæmis má biðja sjúklinginn að segja hver hann er, hvað klukkan sé og hvaða spítala hann sé og svari hann því öllu rétt er hann ágætlega áttaður á stað og stund. Minni er athugað með því að láta sjúkling leggja á minnið þrjá hluti og telja þá upp aftur, strax og eftir nokkrar mínútur. Til að athuga athygli má biðja sjúkling að draga 7 frá 100 og svo 7 frá útkomunni nokkrum sinnum. Segir það til um skammtímaminni, athygli og einbeitingarhæfni (11). Mörg samsett próf hafa verið hönnuð til að meta vitsmuni sjúklinga. Eru þau venjulega samsett úr einhverjum ofantalinna þátta ásamt ýmsum öðrum prófum. Sem dæmi um slíkar samsetningar má nefna Mini-mental state examination, Mental status questionnaire, Short portable mental status questionnaire og mörg önnur. Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennd nauðsyn slíkra prófa hefur lítið verið rannsakað hver raunveruleg greiningarhæfni þeirra er. En til að koma að gagni verða próf sem þessi að vera viðunandi áreiðanleg og hægt ætti að vera að sýna fram á hátt næmi og sértækni í rannsóknum (11). Flest þessara prófa koma að mjög takmörkuðu gagni þegar meta skal óráð. Y firleitt eru þau sérstaklega gerð til að meta langvarandi heilabilun og hafa ekki verið rannsökuð sérstaklega með tilliti til óráðs. Fæst prófa þau beint þá þætti sem nauðsynlegir eru til greiningar þess samkvæmt DSM-III-R greiningarlyklinum (mynd 1). Að auki eru sum þeirra of flókin og margbrotin til að þau komi að gagni fyrir lækna sem ekki eru sérmenntaðir í geð- eða öldrunarlækningum (3). Arið 1990 kom hópur sérfræðinga saman til að þróa og staðla nýtt próf sem gerir venjulegum læknum kleift að greina óráð á fljótlegan og öruggan hátt hjá sjúklingum í áhættuhópi. Þeir þróuðu próf sem nefnt var The Confusion Assessment Method (CAM) (mynd 3). Það samanstendur af níu atriðum úr DSM-III-R greiningarlyklinum fyrir óráð og tekur innan við 5 mínútur í framkvæmd. Þessi níu atriði eru skyndilegt upphaf einkenna, athyglisskerðing, hugsanabrenglun, breytilegt meðvitundarstig, óáttun, 22 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.