Læknaneminn - 01.10.1991, Page 25

Læknaneminn - 01.10.1991, Page 25
minnisskerðing, skyntruflanir, truflun áhreyfiþörf og á svefn-vöku ferlinu. Valin voru fjögur atriði sem gáfu hæsta forspárgildi og þau sameinuð í eitt samsett próf fyrir óráð. Greiningin byggist þannig aðallega á eftirtöldum fjórum atriðum: l.einkenni byrja skyndilega og flökta yfir daginn, 2. athyglisskerð- ingu, 3. hugsanabrenglun og 4. breytingu á meðvitund. í rannsókn þar sem greiningarhæfni CAM var athuguð var næmi þess 94-100%, sértækni 90-95%, jákvætt forspárgildi 91-94% og neikvætt forspárgildi 90-100%. Þannig að CAM er sértækt, næmt, ábyggilegt og fljótlegt til að greina óráð (3). Skoðun Skoða þarf sjúking vel og má byrja að skoða hann úr fjarlægð á meðan viðtali stendur. Hvernig svarar sjúklingur spurningum sem fyrir hann eru lagðar og hvernig er rödd hans? Er hann sofandalegur, liggur hann stjarfur eða meðvitundarlítill? Sýnir hann óeðlilega hreyfiþörf svo sem eirðarleysi, skjálfta eða hikandi hreyfingar? í framhaldi af því skal svo gera almenna líkamsskoðun (5). Gera þarf góða skoðun á taugakerfi í leit að breytingum í miðtaugakerfi en orsakir fyrir óráði er oft að finna þar. Það getur verið að sködduð svæði í heila valdi einungis vitsmuna- skerðingu en ekki lömunum eða skyntapi. Athuga þarf vel hvort um er að ræða sýkingar, t.d. í þvag-, kyn- eða öndunarfærum. Einnig skal leita eftir hjartsláttar- truflunum, hjartabilun eða hjartadrepi. Skoðun á kvið getur leitt í ljós bráða sjúkdóma sem ekki eru þekktir áður, t.d. þvagteppu. Endaþarmsskoðun getur gefið vísbendingar um hægðatregðu sem gæti verið orsök óráðsins. Lífsmörk skulu tekin og blóðþrýstingur liggjandi og standandi. Sjúklingurinn skal einnig hitamældur og þá má ekki gleyma að athuga hvort um hypothermiu er að ræða (10). Rannsóknir Þær rannsóknir sem gera skal fara að sjálfsögðu eftir þeirn upplýsingum sem áður hafa komið fram við sögu og skoðun. Mikilvægt er að athuga blóðstatus, elektrolýta, blóðsykur, kreatinin, sökk og þvagstatus. I þeim tilfellum sem greining er erfiðari skal einnig panta röntgenmynd af lungum, hjartalínurit, Mg++, Ca++, fosfór og blóðgös. TSH, B]2 og fólínsýra geta einnig verið hjálpleg. Auk þess má mæla þunga 1. Skyndilegt upphaf og flökt einkcnna Upplýsingar um þetta fást yfirleitt hjá aðstandandum eða hjúkrunarfólki og á þá að spyrja eftirfarandi spurninga: Eru merki um skyndilega breytingu á vitsmunum sjúklings frá því sem eðlilegt getur talist? Eru einkennin (ef svarið er já) flöktandi yfir daginn, þ.e. koma og fara, eða aukast og minnka? 2. Athyglisskerðing Á sjúklingur í erfiðleikum með að beina athyglinni í ákveðna átt, missir auðveldlega athyglina eða á erfitt með að fylgjast með samræðum. 3. Brengluð hugsun Virðist hugsun sjúklings vera óskipulögð eða hugsanaferillinn brenglaður, sem kemur fram með ruglingslegu og tilgangslausu tali, flæði óljósra og órökréttra hugmynda eða skiptir hann oft um umræðuefni? 4. Breytilegt meðvitundarstig Ef eftirfarandi spumingu er svarað öðruvísi en “vakandi” telst það jákvætt merki: Hvemig myndir þú lýsa meðvitundarástandi sjúkiingsins? (vakandi (eðlilegt), hátt örvunarstig (hyperalert), daufur (mókir, vaknar auðveldlega), liggur stjarfur (erfitt að vekja) eða í dái (ekki hægt að vekja)). Mynd 3. The Confusion Assessment Method (CAM) (3). LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.