Læknaneminn - 01.10.1991, Side 30

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 30
s Averkaloftbrjóst (traumatic pneumothorax) Eins og nafnið gefur tii kynna kemur áverkaloftbrjóst í kjölfar áverka. Það getur verið tvenns konar: LOKAÐ eða OPIÐ. Lokað áverkaloftbrjóst er miklu algengara. Þá er brjóstveggurinn loftþéttur og loftlekinn er vegna rifu á pleura visceralis, langoftast af völdum rifbrots. Það getur komið eftir margs konar áverka, t.d. fall á harðan hlut eins og borðenda og vegg eða eftir spark í síðu. Það getur sést eftir rifbrot í kjölfar hjartahnoðs eða verið hluti af fjöláverka, t.d. eftir bílslys og getur þá verið auðvelt að sjást yfir það. Hætlulegt er ef þessir sjúklingar eru svæfðir og tengdir við öndunar- vél með yfirþrýstingsöndun (positive pressure ventilation). Getur þá hlotist af þrýstiloftbrjóst (tension pneumothorax) sem er lífshættulegt ástand (sjá nánar síðar). Við OPIÐ áverkaloftbrjóst (stundum nefnt”sucking chest wound” á ensku) færist loft inn og út um sár á brjóstveggnum í hverjum andardrætti. Ef sárið er nógu stórt fer innöndunarloftið að mestu í gegnum sárið í stað öndunarveganna, þvf viðnánt er þá minna þar en í stóru loftvegunum (trachea). Eðlileg loftskipti eiga sér því ekki stað og sjúklingurinn getur endað í öndunarbilun og kafnað. Sjálfkrafa loftbrjóst (spontan pneumothorax) Hér verður sjálfkrafa (spontan) rof á pleura viscerale lungna. Hægt er að skipta sjálfkrafa loftbrjósti í tvær megingerðir: EINFALT (simple), eða öðru nafni PRÍMERT SJÁLFKRAFA LOFTBRJÓST (primary spontan pneumothorax). Þá er ekki þekktur undirliggjandi lungnasjúkdómur hjá sjúklingnum. Hins vegar SEKÚNDERT SJÁLFKRAFA LOFTBRJÓST (secondary spontan pneumothorax). Þar er lekinn á pleura viscerale í tengslum við lungnasjúkdóm. Prímert sjálfkrafa loftbrjóst Prímert sjálfkrafa loftbrjóst er mun algengara en sekúndera formið. Það er algengast hjá áður heilsuhraustum einstaklingum á aldrinum 20-40 ára (u.þ.b. 80% eru yngri en 40 ára) og er töluvert hærri tíðni hjá körlum en konum (2,3). Skv. sumum erlendum rannsóknum eru hlutföllin 6 karlar á móti hverri konu og nýgengi er víða í kringum 10 tilfelli á 100.000 íbúa á ári (allt að 1 tilfelli á hverja 500 unga karlmenn á ári) (4). Árið 1987 var birt rannsókn í Læknablaðinu sem byggði á 126 tilfel lum af sjálfkrafa loftbrjósti á Landspítalanum 1975-'84 (5). Reyndust 73 sjúklingar hafa prímert sjálfkrafa loftbrjóst í fyrsta skipti og voru kynjahlutföllin nokkuð frábrugðin því sem sést hefur í flestum erlendum rannsóknum. Reyndust hlutföllin vera 5 karlar á móti 3 konum og hlutur kvenna því hærri hér á landi skv. þeirri rannsókn. Oftast er um að ræða háa og grannvaxna einstaklinga og langflestir revkia. I áðurnefndri rannsókn á Landspítalanum reyndust 80% reykja af þeim sem fengið höfðu prímert sjálfkrafa loftbrjóst í fyrsta skipti (5). Endurtekið loftbrjóst (recurrance) kemur oft fyriríþessum sjúkdómi. Skv. flestum heimildum sést það t 30% tilfella sömu megin og 10% tilfella gagnstæðu megin (2). Það þýðir að sé um endurtekið loftbrjóst að ræða eru 90% líkur á því að það sé sömu megin og f fyrsta skiptið (Gobbel '63). Sýnt hefur verið fram á að verulega dregur úr líkum á endurtekningu ef sjúklingarnir hætta að reykja. (6). Orsök loftlekans er í langflestum tilfellum litlar loftfylltar blöðrur milli lungans og pleura visceralis (bullae, subpleural blebs). Blöðrurnareru langoftast staðsettar á loppum efri blaða (lobi) lungnanna en geta þó einnig verið annars staðar á yfirborði lungna. Að öðru leyti eru lungun eðlileg. Þegar þrýstingur í blöðrunum eyksl umfram þenslugetu rofna veggir þeirra og loft kemst út í fleiðruholið. Meingerð blaðranna er ekki þekkt í dag. Sú staðreynd að blöðrumarhafaekki þekjulag rennirstoðum undirað þær séu áunnar (3). Ef til vill er um meðfæddan veikleika að ræða í bandvef alveolarveggsins sem síðan stuðlar að myndun blaðranna út við pleura viscerale. Til dæmis hafa sjúklingar með bandvefssjúkdóma eins og t.d. Marfans-sjúkdóm hærri tíðni sjálfkrafa loftbrjósts. Nýleg rannsókn sýndi enn fremur hærri tíðni “mítrallokuprolaps” hjá 28 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.