Læknaneminn - 01.10.1991, Page 31

Læknaneminn - 01.10.1991, Page 31
sjúklingum með prímert sjálfkrafa loftbrjóst en báðir sjúkdómarnir gætu hugsanlega verið afleiðing einhvers konar galla í bandvef (7). Meðfæddar lungnablöðrurerutaldarmjögsjaldgæfar. Weaverog Ham fundu einungis tvö tilfelli í sex þúsund krufningum hjá nýburum og bömum (8). í meðfæddu blöðrunum er að finna öndunarfæraþekju auk þess sem þær tengjast bronchioli (3). Að þessu leyti eru þær frábrugðnar áðurnefndum lungna-blöðrum sem taldar eru áunnar En þótt loftblöðrurnar séu líklega áunnar er mjög sennilegt að erfanleg tilhneiging sé til staðar, spumingin er frekar hversu mikil hún er. Þekkt eru dæmi um mörg tilfelli í einni og sömu fjölskyldunni, svokallaðan »familial spontan pneumothorax« (9,15). I Landspítalarannsókninni var t.d. einn sjúklingur sem átti tvo albræður sem höfðu sögu um sjálfkrafa loftbrjóst og annar átti albróðursem tvívegis hafði fengið loftbrjóst (5). Eldri kenningar um uppruna blaðranna eru á þann veg að þær verði til vegna langs og mjós brjóstkassa eða stórs annars rifs sem skagi inn í brjóstholið og herpi þannig að Iungnatoppnum (3). Withers og félagar (1964) gengu lengra og stungu upp á því að í hávöxnum og grönnum einstaklingum verði örari vöxtur á lungnavef miðað við lungnablóðrásina. Það orsaki blóðþurrð í lungnavefnum og blöðrur nái að myndast út við yfirborð lungnanna. Reyndar greinir lækna enn þann dag í dag á um orsakir loftbrjósts. Margt er enn á huldu í þessu sambandi og öruggt að um er að ræða samspil margra þátta, bæði meðfæddra og áhrifa frá umhverfinu. T.d. er staðreynd að prímert sjálfkrafa loftbrjóst er mun algengarahjáreykingafólki(sbr. áður)(6,10). Einnig er ljóst skv. mörgum rannsóknum að tíðnin er hærri hjá einstaklingum sem búa í þéttbýli en þeim sem búa í strjálbýli. T.d. bjuggu rúmlega 80% sjúklinga í þéttbýli skv. Landspítala-rannsókninni (5). Því er ekki ósennilegt að mengunáhrif geti stuðlað að loftbrjósti. Sekúndert sjálfkrafa loftbrjóst í þessari gerð sjálfkrafa loftbrjósts er staðbundinn eða útbreiddur lungnasjúkdómur til staðar hjá sjúklingi með loftbrjóst (og líkur á því að lungnasjúkdómurinn hafi stuðlað að eða ýtt undir að pleura visceralis rofnaði). Um er að ræða fjölmarga sjúkdóma en algengastir eru: Lungnaþentba (emphysema pulrn.) asmi langvinnt berkjukvef (bronchitis chronica) lungnaberklar lungnabólga og bandvefslunga (fibrosis pulm.) Þessi gerð sjálfkrafa loftbrjósts er ekki nærri eins algeng og prímera gerðin. Aðeins fimmti hver sjúklingur (20%) með sjálfkrafa loftbrjóst fellur í þennan llokk (3). I rannsókn Ragnhildar Steinbach o.fl. reyndust 21 af 118 tilfellum sekúnder. Yfirleitt er þetta eldra fólk sem hefur reykt lengi og hefur auk lugnasjúkdóms sögu um aðra reykingatengda sjúkdóma. I þessum hópi getur lítið loftbrjóst valdið miklum einkennum, enda er sá hluti lungnanna sem ekki hefur fallið saman, með skerta starfsgetu. Meingerðin er ekki þekkt til fulls en í dreifðri lungnaþembu, asma og langvinnu berkjukvefi er talið að loft lokist af í alveoli út við pleura visceralis (“diffuse air trapping”) sem síðan rofnar með þeim afleiðingum að loftbrjóst myndast (3). Tíðaloftbrjóst (Catamenial spontan pneumothorax) Sjálfkrafa loftbrjósti í tengslum við tíðablæðingar var fyrst lýst 1968. Síðan hefur nokkrum lilfellum verið lýst (3). Einu tilfelli hefur verið lýsthérálandi (17). Oftasterukonurnaráþriðja og fjórða tug ævinnar og verður loftbrjóstsins vart 48-72 klst. eftiraðtíðablæðingarhefjast. í 90% tilvika er loftbrjóstið hægra megin. Orsakir þessa furðulega fyrirbæris eru enn alveg á huldu en ýmsar getgátur hafa verið uppi, s.s. rof á lungnablöðrum (bullae) við hækkun á prostaglandíni F, en magn þess eykst í blóði við upphaf tíða. Eftir sem áður er það hugsanlegt að loftbrjóst geti verið í tengslum við tíðablæðingar, þannig að það verði ekki skýrt með tilviljun einni saman. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.