Læknaneminn - 01.10.1991, Side 32

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 32
Loftbrjóst hjá nýburum og börnum Lífeðlisfræði og meingerð Hjá nýfæddum bömum getur sést sjálfkrafa loftbrjóst í tengslum við »hyalín membrane disease« ogaðrasjaldgæfasjúkdóma. Loftbrjóster mjög sjaldgæft hjá börnum en sekúndert sjálfkrafa loftbrjóst getur sést t.d. hjá börnum með alvarlega lungnasjúkdóma, aðallega cystic fibrosis. (3) Ekki verður fjallað nánar í þessari grein um loftbrjóst hjá nýburum og börnum. »Iatrogen« loftbrjóst Fyrr á þessari öld geisuðu berklar víðast hvar á Vesturlöndum. Framan afvoru engin sýklalyftil gegn berklabakteríunni og tíðkuðust því ýmiss konar skurðaðgerðir til að hindra framrás sjúkdómsins í lungum. Flestarfólustaðgerðimaríþvíaðfellasaman lungun og uppræta þannig berklaholrúm (cystae). Þetta var kallað »artificial/therapeutical pneumothorax.« Lofti var dælt inn í fleiðruholið og hluti lungans þannig lagður saman. Þessar aðgerðir hafa alveg lagst af í dag. Tíðni »iatrogen« loftbrjósts hefurhins vegar aukist aftur á síðustu áratugum. Ástæðan er fjölgun ýmissa læknisaðgerða sem geta valdið loftbrjósti. Má þar m.a. nefna (2): # Nálarsýnatökur, þar sem stungið er í gegnum brjóstkassann, #“transbronchial”sýnatökurviðberkjuspeglun, # þegar vökvi er tæmdur úr fleiðruholi, og # uppsetning holæðarleggs (central vein cath.) # opnar brjóstholsaðgerðir (thoracotomíur), en þar er loftbrjóst oft eðlileg afleiðing aðgerðarinnar, t.d. eins og við aðgerð á lunga. í hverju þessara tilvika getur myndast þrýstiloftbrjóst, t.d. ef sjúklingurinn er svæfður og tengdur við öndunarvél með yfirþrýstingi á innöndunarlofti og ekki er frí afrás fyrir loft úr loftbrjóstinu (t.d. með kera) Loftbrjóst getur einnig komið hjá sjúklingum sem settir eru á öndunarvél og skv. bandarískri rannsókn sjást merki þess í allt að 3-4% tilvika (3). Lungun eru gerð úr teygjanlegum (elastic) vef. Undirþrýstingur í fleiðruholinu heldur lungunum útþöndum og fleiðruholið skilur þau frá brjóst- veggnum. Fleiðruholið er klætt mesoþeli, sem er einungis einnar frumu þykkt. Skiptist það annars vegar í pleura visceralis sem klæðir lungað sjálft, og hins vegar pleura parietalis. Það klæðir brjóstvegginn að innan, þindina og miðmætið (mediastinum). í pleura parietalis eru taugaendar sem miðla sársauka- skyni en slfka skynjun er ekki að finna í pleura visceralis á yfirborði lungnanna. Á milli pleura parietalis og visceralis er örþunnt lag al' pleuralvökva, einungis fáein ángström á þykkt, og eru samtals 30-50 ml af vökva í öllu fleiðruholinu. Þrýstingur í fleiðruholinu er venjulega lægri en loftþrýstingur. Forsenda þess að undirþrýstingur viðhaldist í fleiðruholinu er að samanlagður hlutþrýstingur lofttegunda í venublóði sé lægri en í andrúmsloftinu. Hér er aðallega átt við loft- tegundimar C02,02, N2 og H20. Þar sem samanlagður hlutþrýstingur þessara lofttegunda er lægri í venublóði en í andrúmslofti frásogast þær úr holrúmum líkamans, þ.á.m. fleiðruholinu og er undirþrýstingi þannig viðhaldið. Vegna eigin teygjanleika lungnanna (elastic recoil) er “intrabronchial” þrýstingur hærri en þrýstingur í fleiðruholinu í gegnum allan öndunarferilinn. Hann sveiflast á milli -1 og -3 mmHg í innöndun og +1 og +5 í útöndun. Þrýstingurinn inni í fleiðruholinu, við hæga innöndun, er hins vegar í kringum -8 mmHg en á milli -3 og -6 mmHg við útöndun (3). Þessi þrýstingsmunur milli lungnapípanna og fleiðruholsins heldur pleura visceralis upp við brjóstvegginn. Þegar loft kemst inn í fleiðruholið jafnast þrýstingurinn út og hlutaðeigandi lunga getur fallið saman. Eigin leygjanleiki (elasticitet) lungnanna veldur því að þau falla saman og geta því ekki nýst sem skyldi við loftskiptin. Vegna eigin þunga lungnanna er togálagi (stress) misdreift í uppréttri stöðu. Þannig er togálag mest við lungnatoppana en minnst neðst. Skv. LaPlace-lögmáli er “tension” í alveoli lungna- toppanna hærri en í þeim alveoli sem neðar eru og þenjast þeir fyrmefndu því hlutfallslega meira út. 30 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.