Læknaneminn - 01.10.1991, Side 36

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 36
Mynd lb. Þrýstiloftbrjóst hægra megin. Vinstri helmingur þindar hefur færst niður á við og miðmætið hefur færst til hægri. Vinstra lungað er samankýlt að hluta. Örvarnar sýna pleura visceralis hægra lunga. loftbrjósts (þeim megin). Rétt er að geta þess að lungnablöðrur geta sést út við yfirborð lungnatoppanna en það er þó ekki algengt. I lungna- þembu (emphysema pulm.) er æðateikning lítt áberandi (vegna eyðingar parenchyma) og getur verið erfitt að greina loftbrjóst hjá slíkum sjúklingum. Einnig ber að hafa í huga að það getur verið erfitt að greina loftbrjóst á rekkjumynd. Loftið safnast þá ekki fyrir við lungna-toppana heldur framanvert og miðlægt í fleiðruholinu, eða undir lungunum við þindina. Að síðustu má nefna að ef »subcutan emphysema« er til staðar getur það valdið svertu á lungnamynd sem hylur loftbrjóst sem fyrir innan er. Ef inikill vafi leikur á greiningunni má taka tölvusneiðmyndir af lungnatoppunum og athuga hvort blöðrur sjást út við pleura viscerale. Þess þarfþó sjaldan (12). Stærð loftbrjósts er metin á lungnamynd. Stærðin veltur á því hversu mikið lungað fellur saman en samfallið er erfitt að meta nákvæmlega. Til eru ntæliaðferðir til að meta stærðina nákvæmaren þeim er sjaldan beitt (sbr. aðferð Rhea, 1982). í klínískri vinnu er hagnýtt að miða við þrjá stærðarflokka (3); a) Lítið loftbrjóst, ef samfall er minna en 20% af lunganu b) Meðalstórt lofbrjóstefsamfallið er20-40%, og c) Stórt loftbrjóst þegar meira en 40% af lunganu hefur lagst saman. Á röntgenmynd er ekki aðeins hægt að greina samfall á lungnavef í þrýstiloftbrjósti, heldur getur einnig sést tilfærsla á miðmæti (mediastinum) (mynd lb). Leiki grunur á því að blæðing í fleiðruholi (hemothorax) sé samfara loftbrjósti má taka svokallaða hliðarlegumynd af brjóstholi (lateral decubitus-mynd). Er þá betra að átta sig á vökva í fleiðruholinu, því að loftið færist upp á við en vökvinn helst niðri í fleiðruholinu. Hliðarlegumyndir má einnig nota ef greina þarf á milli stórrar lungnablöðru (cystu) og loftbrjósts en það getur verið erfitt á venjulegri lungnamynd. Af öðrum rannsóknum við loftbrjóst má nefna BLÓÐGAS-MÆLINGU (Astrup), sérstaklega ef sjúklingurinn er grunaður um að vera í öndunarbilun. Þannig fást upplýsingar um sýrustig slagæðablóðs (pH), hlutþrýsting súrefnis og koltvísýrings í slagæðablóði (p02 og pC02), bikarbónats (HC03) og súrefnismettun (s02). Þessar upplýsingar geta síðan nýst við meðferð. Þess skal getið að blóðgasmælingar eru oftast innan eðlilegra marka nema ef undiriiggjandi lungnasjúkdómur er til staðar. Önnur blóðpróf og hjartalínurit hjálpa ekki við greiningu loftbrjósts. Slíkar rannsóknir geta hins vegar nýst við útilokun á öðrum orsökum bráðra brjóstverkja. Nægir þar að nefna hjartalínurit í bráðri kransæða-stíflu. Mismunagreiningar Yfirleitt er saga og skoðun dæmigerð og greining einföld. I völdum tilvikum getur hins vegar þurft að greina loftbrjóst frá öðrum sjúkdómum ( ). Má þar helst nefna bráða kransæðastíflu, rof á ósæð í brjóstholi (dissectio aortae), sjálfkrafa rof á vélinda (Boerhave-sjúkdóm) eða rofið magasár. Aðrar 34 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.