Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 36
Mynd lb. Þrýstiloftbrjóst hægra megin. Vinstri helmingur
þindar hefur færst niður á við og miðmætið hefur færst til
hægri. Vinstra lungað er samankýlt að hluta. Örvarnar sýna
pleura visceralis hægra lunga.
loftbrjósts (þeim megin). Rétt er að geta þess að
lungnablöðrur geta sést út við yfirborð
lungnatoppanna en það er þó ekki algengt. I lungna-
þembu (emphysema pulm.) er æðateikning lítt
áberandi (vegna eyðingar parenchyma) og getur verið
erfitt að greina loftbrjóst hjá slíkum sjúklingum.
Einnig ber að hafa í huga að það getur verið erfitt að
greina loftbrjóst á rekkjumynd. Loftið safnast þá ekki
fyrir við lungna-toppana heldur framanvert og
miðlægt í fleiðruholinu, eða undir lungunum við
þindina. Að síðustu má nefna að ef »subcutan
emphysema« er til staðar getur það valdið svertu á
lungnamynd sem hylur loftbrjóst sem fyrir innan er.
Ef inikill vafi leikur á greiningunni má taka
tölvusneiðmyndir af lungnatoppunum og athuga
hvort blöðrur sjást út við pleura viscerale. Þess þarfþó
sjaldan (12).
Stærð loftbrjósts er metin á lungnamynd.
Stærðin veltur á því hversu mikið lungað fellur saman
en samfallið er erfitt að meta nákvæmlega. Til eru
ntæliaðferðir til að meta stærðina nákvæmaren þeim
er sjaldan beitt (sbr. aðferð Rhea, 1982). í klínískri
vinnu er hagnýtt að miða við þrjá stærðarflokka (3);
a) Lítið loftbrjóst, ef samfall er minna en 20%
af lunganu
b) Meðalstórt lofbrjóstefsamfallið er20-40%,
og
c) Stórt loftbrjóst þegar meira en 40% af
lunganu hefur lagst saman.
Á röntgenmynd er ekki aðeins hægt að greina
samfall á lungnavef í þrýstiloftbrjósti, heldur getur
einnig sést tilfærsla á miðmæti (mediastinum) (mynd
lb). Leiki grunur á því að blæðing í fleiðruholi
(hemothorax) sé samfara loftbrjósti má taka
svokallaða hliðarlegumynd af brjóstholi (lateral
decubitus-mynd). Er þá betra að átta sig á vökva í
fleiðruholinu, því að loftið færist upp á við en vökvinn
helst niðri í fleiðruholinu. Hliðarlegumyndir má
einnig nota ef greina þarf á milli stórrar lungnablöðru
(cystu) og loftbrjósts en það getur verið erfitt á
venjulegri lungnamynd.
Af öðrum rannsóknum við loftbrjóst má nefna
BLÓÐGAS-MÆLINGU (Astrup), sérstaklega ef
sjúklingurinn er grunaður um að vera í öndunarbilun.
Þannig fást upplýsingar um sýrustig slagæðablóðs
(pH), hlutþrýsting súrefnis og koltvísýrings í
slagæðablóði (p02 og pC02), bikarbónats (HC03) og
súrefnismettun (s02). Þessar upplýsingar geta síðan
nýst við meðferð. Þess skal getið að blóðgasmælingar
eru oftast innan eðlilegra marka nema ef
undiriiggjandi lungnasjúkdómur er til staðar.
Önnur blóðpróf og hjartalínurit hjálpa ekki við
greiningu loftbrjósts. Slíkar rannsóknir geta hins
vegar nýst við útilokun á öðrum orsökum bráðra
brjóstverkja. Nægir þar að nefna hjartalínurit í bráðri
kransæða-stíflu.
Mismunagreiningar
Yfirleitt er saga og skoðun dæmigerð og
greining einföld. I völdum tilvikum getur hins vegar
þurft að greina loftbrjóst frá öðrum sjúkdómum ( ).
Má þar helst nefna bráða kransæðastíflu, rof á ósæð í
brjóstholi (dissectio aortae), sjálfkrafa rof á vélinda
(Boerhave-sjúkdóm) eða rofið magasár. Aðrar
34
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.