Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 40
gert er ídag. Slík aðgerð er hættuminni og þolist mun betur en opin brjóstholsaðgerð (19) (sjá nánar síðar). b) Stöðugur loftleki. Langoftast stöðvast lekinn eftir nokkurradagameðferð með kera. í 3-4% tilvika heldur lekinn þó áfram (13). Ef loftlekinn stendur lengur en u.þ.b. 4 daga er yfirleitt gripið til aðgerðar, sérstaklega eflekinnermikill (16). Hafi sjúklingurinn alvarlegan lungnasjúkdóm er yfirleitt beðið lengur (oft 2-3 vikur.), enda aðgerð hjá slíkum sjúklingum oft hættuleg. c) Loftbrjóst báðum megin. Mjög sjaldgæft er að sjúklingur greinist samtímis með loftbrjóst báðum megin (14). Yfirleitt verður það þegar loft á greiða leið milli fleiðruhola, þ.e. sjúklingurinn hefur loftbrjóst öðru megin sem lekur yfir í hitt fleiðruholið. Hins vegar er mjög sjaldgæft að lungnablöðrur rofni samtímis beggja vegna enda þótt blöðrurnar sé oft að finna á báðum lungum. Ef saga er um loftbrjóst báðum megin skal alltaf gera skurðaðgerð til að fyrirbyggja endurtekningu, enda þá um lífshættulegt ástand að ræða. Sama gildir um loftbrjóst hjá sjúklingi sem aðeins hefur eitt lunga (og fær loftbrjóst þeim megin). d) Stórar loftblöðrur sjást á lungnamynd. Þetta er sjaldgæft en þegar slíkar blöðrur sjást er hætt við að þær leki öðru sinni og því sjálfsagt að fjarlægja þær með aðgerð. e) Fylgikvillar loftbrjósts til staðar. Ef sjúklingur hefur í fleiðruholinu auk lofts, blóð (hemothorax) eða sýkingu (empyema) er oft ástæða til aðgerðar. f) Starf sjúklings og búseta. Flugmenn og kafarar geta ekki hætt á það starfs síns vegna að fá loftbrjóst öðru sinni. Er því iðulega gerð aðgerð á þessum hópi sjúklinga eftir fyrsta loftbrjóst. Svipaðar ástæður geta legið til grundvallar ef sjúklingar búa einangraðir langt frá læknisþjónustu. Aðgerðirnar eru einkum þrenns konar: A. Kírúgísk pleurodesis með opinni brjóstholsaðgerð (thoracotomy). (18) 1. Pleural abrasion Pleura parietalis er röspuð með sandpappír eða þurri grisju uns blæðir úr henni. Þegar sárið grær myndast samvextir við pleura visceralis sem koma í veg fyrir samfall lungans. Reynteraðraspa sem mest af pleura parietalis nema h vað fleiðrunni yfir þindinni er hlíft. Venjulega eru Iungnablöðrur á lungnatoppi fjarlægðar í aðgerðinni. Sami árangur fæst og með pleurectómíu en fylgikvillar eru fleiri í pleurectomíu og sjúklingar lengur að jafna sig (2). Helstu fylgikvillareru “fibrothorax”, blæðing í fleiðruhol og Horner's syndrome og sjást í innan við 3% tilfella (3). 2. Pleurectomía Hér er pleura parietalis flett af í stað þess að raspa hana eins og gert er í pleural abrasion. Yfirleitt er þá einnig saumað eða heft fyrir lugnablöðrurnar. B. Kírúgísk pleurodesis með brjóstholssjá í gegnum svokallaða brjóstholssjá má koma af stað samvaxtamyndun með því að erta pleura parietalis mekanískt eða kemískt (19). Einnig kemur til greina að smyrja pleura parietalis með eins konar vefjalími (t.d. Tisseel). Auk þess má í gegnum brjóstholssjá snara lungnablöðrur á toppi lungans eða hefta yfir þær með sérstakri heftibyssu sem gengur í gegnum sjána. Þessi aðferð til meðferðar við Ioftbrjósti þolist vel. Hún er sársaukaminni en opin brjóstholsaðgerð og álíka sársaukafull og kemísk pleurodesis en sennilega mun áreiðanlegri þegar til lengri tíma er litið. C. Kemísk pleurodesis Þriðji valkosturinn er kemísk pleurodesis (20). Örvefsmyndun og samvöxtum er komið af stað í mesoþelinu með því að sprauta inn í fleiðruholið (t.d. í gegnum brjóstholskera) ertandi efnum eins og t.d. 38 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.