Læknaneminn - 01.10.1991, Side 43

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 43
Viðvarandi lungnaháþrýstingur í nýburum Hróðmar Helgason og Gestur Pálsson læknar Barnaspítali Hringsins Landspítalinn Á árinu 1969 lýstu Gersony og samverkamenn hans nokkrum nýburum sem fengu væga öndunarörðugleika og urðu bláir skömmu eftir fæðingu. Öll þessi börn voru með mjög háan þrýsting í lungnaslagæð og merki um hægra-til-vinstra shunt blóðs um blóðrás sem eingöngu á að vera opin fyrir fæðingu, þ.e. á milli gátta (patent foramen ovale) og um opna fósturæð (ductus arteriosus). Eðli þessarar blóðrásartruflunar leiddi til þess að ástandið var nefnt “viðvarandi fósturblóðrás” (persistent foetal circulation) sem síðar var breytt í “viðvarandi lungnaháþrýstingur nýbura” (Persistent pulmonary hypertension ofthe newborn, PPHN), sem lýsir betur undirliggjandi vandamáli. Meingerð Fyrirfæðingu eru lungu fóstursins samfallin og mótstaða gegn blóðflæði um lungnablóðrás mjög há þannig að blóðið þarf að komast framhjá lungunum um op á milli gátta og um fósturæð til að eiga greiða leið að fylgjunni sem sér um súrefnisflutning til fóstursins. Við fæðingu þenjast lungun út, mótstaðan í lungnablóðrás minnkar mjög mikið og lítið mettað blóð streymir til lungnanna. í börnum með PPHN lækkar mótstaðan í lungnablóðrásinni ekki og þrýstingur í lungnaslagæð verður þess vegna áfram hár. Blóðið fer því fram hjá lungunum, frá lungnaslagæð urn fósturæð lil ósæðar og um foramen ovale, frá hægri gátt til vinstri gáttar. Að auki veldur há mótstaða í lungnablóðrás auknu álagi á hægri slegilinn, hærra hægra ventriculer afterload sem aftur leiðir til aukinnar myocardial súrefnisnotkunar. Blóðflæðistruflun til subendo- cardial svæða í hægri slegli og í posterior hluta vinstri slegils kemur svo í kjölfarið og getur leitt til hjartabilunar. Stundum er mótstaða í lungnablóðrás hækkuð um stundarsakir eftir fæðingu og er ástandið þá afleiðing ákveðins sjúkdóms. Þannig geta sýkingar (sepsis eða lungnabólga) hjá nýburum leitt til PPHN. I dýratilraunum hefur verið sýnt fram á að aktífur samdráttur í lungnaslagæðum tengist hækkun á plasma thromboxan og er að nokkru hægt að koma í veg fyrir þessi áhrif með því að nota prostaglandin inhibitora. Þá hefur einnig verið sýnt fram á samdráttur sléttra æða í lungnaslagæðum á sér stað er fósturhægðir (meconium) fara ofan í lungu nýbura og valda lungnabólgu. Ekki er með öllu ljóst á hvern hátt þetta gerist, sennilegast er að vasoaktíf efni losni frá fósturhægðum en hitt er einnig mögulegt að meconium hafi bein áhrif á æðarnar, framkalli samloðun blóðflaga sem aftur leiðir til losunar thromboxans (sbr að ofan). Þessu til stuðnings hefur verið sýnt fram á blóðflöguköggla í microblóðrás lungna hjá börnum sem hafa látist vegna innöndunar fósturhægða (Meconium aspiration syndrome). Líffærafræðilegafbrigðilungnablóðrásar geta einnig leitt til þess að PPHN nái að eiga sér stað. Annars vegar getur verið um að ræða hreinan vanþroska lungna eins og t.d. við lungna hypoplasiu. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.