Læknaneminn - 01.10.1991, Page 44

Læknaneminn - 01.10.1991, Page 44
Þar er besta dæmið etv. meðfætt þindarslit þar sem innihald kviðarholsins skríður upp í brjóstholið, lungun hafa einfaldlega ekki nægilegt rými til eðlilegrar myndunar á fósturskeiði og því vaxa lungnaslagæðar ekki sem skyldi. Hins vegar getur orðið aukning ámyndun sléttra vöðvaí lungnablóðrás þannig að viðnám gegn blóðflæði verður óeðlilega mikið. Undir eðlilegum kringumstæðum nær sléttur vöðvi í lungnaæðum út í vegg terminal bronchiola en ekki út í respiratory bronchioli, alveolar duct eða alveolus. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að þessir sléttu vöðvar vaxa út í alveoli hjá börnum sem dáið hafa vegna PPHN (mynd 1.). Þetta gerir æðaveggina bæði þykkari og stífari auk þess sem samdráttur getur haft veruleg áhrif á op æðanna og þannig valdið mjög aukinni mótstöðu. Það sem einna helst hefur verið sett í samband við slíka ofþroskun sléttra vöðva í æðum lungnablóðrásar er annars vegar súrefnisskortur fyrir fæðingu (Chronic intrauterine asphyxia) og hins vegar súrefnisskortur í eða jatnvel eftir fæðingu ásamt sýringu blóðs. Hefur verið unnt að sýna fram á hvoru tveggja í dýratilraunum. Þar sem flæði er í réttu hlutfalli við þrýsting og í öfugu hlutfalli við viðnám (sbr. Ohm’s lögmál) leiðir aukin mótstaða til minna flæðis unt lungun nema til komi hærri þrýstingur til að halda uppi flæði. Einnig hefur verið sýnt fram á, að ef ductus arteriosus lokast ótímabært fy rir fæðingu getur hlotist af því PPHN. Slíkt hefur til að mynda gerst er ófrískar konur hafa tekið lyf eins og Indomethacin sem er kröftugur prostaglandin inhibitor og veldur aktífum samdrætti á sléttum vöðva í ductusnum. En hvaða afleiðingar hefur þetta þá á hægra hjartað? Aukin mótstaða í lungunum leiðir til hærri þrýstings í hægri slegli. Þrýstingsálag á hægri slegil leiðir aftur til dilationar og þykknunar hjartavöðva hægra megin í hjartanu. Hægri slegill stífnar því og end-diastoliskur þrýstingur hækkar sem aftur leiðir til hækkunar á þrýstingi í hægri gátt, þ.e. hækkun á preload hægra megin. Þegar þrýstingur í hægri gátt verður hærri en þrýstingur í vinstri gátt, opnast foramen ovale og súrefnissnautt blóð fer frá hægri yfir til vinstra hjarta og leiðir til cyanosu. Þá hafa þessi börn einnig opinn ductus arteriosus þar sem hækkun þrýstings í lungnaslagæð seinkar lokun. Þetta veldur einnig hærgra-vinstra flæði um ductusinn og á blátt blóð þar aðra leið yfir í slagæðakerfi barnsins. 42 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.