Læknaneminn - 01.10.1991, Side 45

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 45
Einkenni I flestum tilvikum eru það fullburða börn sem fá þennan sjúkdóm. Þó er það engan veginn einhlítt og hefur þess orðið vart æ oftar að börn fædd fyrir tímann, jafnvel eftir 27 - 28 vikna meðgöngu hafi PPHN. Oftast eru börnin einkennalaus fyrst eftir fæðingu og það er ekki fyrr en eftir 12-24 tíma að hraðrar öndunar, stuna og bláma verður vart. Oft heyristeinnighjartaóhljóð, sem aðjafnaði tengistleka á tricuspid lokunni vegna þrýstingsálags á hægri slegil. Blóðþrýstingur er hins vegar eðlilegur. Lágur blóðsykur er oft fylgikvilli þeirra sjúkdóma sem leiða til PPHN (svo sem sýkinga, lungnabólgu, innöndunar fósturhægða o.fl.) og er því oft vandamál. Hypocalcemia er einnig oft til staðar og getur aukið á slælega starfsemi hjartavöðvans. Þegar blóðgös eru athuguð er oft til staðar mjög lág súrefnismettun (hypoxia) þótt koltvísýringur geti verið eðlilegur, einkum í byrjun. Hjá þeim börnum sem hafa verulegt hægra-til-vinstra blóðflæði unt ductus arteriosus er mun hærri súrefnisþéttni í hægri handlegg en í þeim vinstri, þar sem blóð sem fer út um ductusinn nær ekki að flæða til baka yfir arcus aorta til vinstri handleggs. Á lungnamynd er hjartað stækkað hjá um helmingi barnanna og oft virðast lungun vera æðafátæk, einkum hjá börnum sem fá PPHN án þekktra orsaka. Hjartalínurit sýnir að jafnaði hægri slegilþykknun (hægri ventriculer hypertrophy) og jafnvel ST breytingar sem benda á hægra álag. Öll börn sem grunuð eru um PPHN þurfa að gangast undir ómskoðun af hjarta sem fyrst til að útiloka að um meðfæddan hjartasjúkdóm sé að ræða sem þyrfti allt aðra meðhöndlun en PPHN. Einkum er mikilvægt að hafa fulla vissu fyrir því að lungnabláæðar tengist á réttan hátt hjartanu. Lungnabláæðavíxlun er sjaldgæfur meðfæddur hjartagalli þar sem lungnabláæðar tengjast inn í hægri hluta hjartans og veldur bláma og sjúkdómsástandi sem er nánast ógreinanlegt frá PPHN nema með ómskoðun af hjarta. Fáist ekki fullnægjandi niðurstaða með ómskoðun þarf að framkvæma hjartaþræðingu. Meðferð Markmið meðferðarinnar er að lækka mótstöðu í lungnablóðrásinni og halda uppi blóðþrýstingi í slagæðakerfinu þannig að unnt sé að koma blóði gegnum lungun og draga úr hægra-til-vinstra blóðflæði. Við það hækkar súrefnismettun og súrefnisinnihald blóðsins og nægilegt súrefni kemst til vefja líkamans. Enn fremur er reynt að auka súrefnisflutning gegnum lungun en þess þarf þó að gæta um leið að lungun skaðist ekki af meðferðinni. Þetta er unnt að gera með eftirtöldum aðgerðum: 1. Börnunum þarf að hjúkra í isothermal umhverfi, þess þarf að gæta vel að þau verði ekki fyrir auknu álagi vegna sveiflna í hita. Kuldálag eykur hraða efnaskipta og þar með þörf fyrir súrefni og stuðlar að losun noradrenalíns sem veldur aftur samdrætti í sléttum vöðva lungnablóðrásar og eykur þannig mótstöðu. Ennfremur eru þessir sjúklingar mjög viðkvæmir fyrir hvers kyns áreiti. Geta jafnvel lítilsháttar breytingar á ástandi sjúklingsins, svo sem við nálarstungur og röskun á öndunarmynstri, sé sjúklingurinn á öndunarvél, valdið verulegum samdrætti í sléttum vöðvum æða lungnablóðrásar og þannig hypoxiu. Er því allt kapp lagt á að hafa sem rólegast í kring um börnin og láta þau verða fyrir sem minnstu áreiti og framkvæma allar breytinga með hægð. 2. Vökvagjöf þarf að takmarka og leiðrétta þarf hypoglycemiu og hypocalcemiu ef slíkt er til staðar með því að gefa sykur og calcium lausnir. 3. Lágan blóðþrýsting þarf að leiðrétta sem og sýringu (acidosis). Dopamin eða Dobutamin (3-10 mcg/kg/min) í stöðugri infusion getur hækkað blóðþrýsting án þess að hafa áhrif á þrýsting í lungnaslagæð og þannig dregið úr hægra-vinstra- flæði. Sé Dopanrin notað í hærri skömmtum fara alfa- adrenerg áhrif lyfsins að segja frekar til sín og leiða þá til lægra útfalls hjartans auk þess sem samdráttur í sléttum vöðvum í lungnablóðrás getur farið að gera vart við sig. Ef fyllingarþrýstingur í bláæðakefinu (central venu þrýstingur) er lágur mætti gefa blóð eða plasma, sé fyllingarþrýstingurinn hár þarf að takmarka vökva frekar og jafnvel gefa þvagræsilyf. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.