Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 50

Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 50
þessum frumstæðu lampatækjum var þó mögulegt að skrá rafvirkni eins og boðspennur í taugum og vöðvum, og var E.D. Adrian fyrstur til þess á árunum 1923-25. AdrianfékkNóbelsverðlaun í lífeðlisfræði árið 1932 ásamt Charles Sherrington fyrir þessar athuganir. Til þess að skrá breytingar í rafvirkni á varanlegu formi þarf lil þess sérhæfðan búnað og dæmi um slík tæki eru síritar, sveiflusjár, segulbönd og nú sérútbúnar tölvur. Eftir því sem sá búnaður hefur batnað, hefur það verið keppikefli raflífeðlis- fræðinga að geta skráð rafvirkni frá sífellt smærra svæði í vefnum. Að lokum tókst að sýna fram á að rafvirknin á uppruna sinn í frumunum sjálfum. En staðsetning rafvirkni ein sér segir lítið um starfsemi vefja ef ekkert er vitað um þau ferli sem liggjaaðbaki virkninni. Fljótlegaeftirað Adrianhat'ði sýnt fram á tilvist boðspenna í taugavef fóru menn að velta því fyrir sér hvernig slíkar breytingar gætu átt sér stað. Vitað var um síðustu aldamót (Overton, 1902, Nernst, 1888) að breyting á styrk jóna í utanfrymi hafði áhrif á þessa virkni. En það var með þróun og notkun svokallaðrar spennuþvingu (voltage clamp) (Curtis og Cole, 1940) á árunum kringum síðari heimstyrjöld sem raflífeðlisfræðileg þekking á þætti jóna í rafvirkni tók stórt stökk fram á við. Hugmyndin að baki spennuþvingu er einfaldlega sú að reyna að stjórna kerfisbundið einni af stærðum í lögmáli Ohm, þ.e. “þvinga” frumuhimnuna að einu fyrirfram ákveðnu gildi, en samtímis mæla aðrar. Eins ognafnið bendir til er það himnuspennan sem er oftast þvinguð, og þá straumur og viðnám (leiðni) mæld, en hægt er einnig að þvinga straumllæði um frumuhimnuna að ákveðnu gildi og kallast sú aðferð straumþvinga (current clamp). Með þessum aðferðum er hægt að sýna fram á að ef fruma er þvinguð t.d. að jafnvægisspennu fyrir kalíum, er öruggt að kalíum á engan þátt í því straumflæði sem þá mælist, og því hægt að skoða þátt annarrajónaírafvirkni við þæraðstæður. I aðferðinni er notast við afturkast (feedback) frá skráningar- magnaranum sem sendir straum inn í frumuna og viðheldur himnuspennunni, rétt eins og thermostat viðheldur hita á húshitunarkerfi. Mynd 2 skýrir nánar hvað átt er við. Þvinguð spenna Afturkasts- Mynd 2. Gróf skýringarmynd af spennuþvingun (voltageclamp) taugasíma írisasmokkfiski (Loligo). Tveimurörskautum er stungið inn í frumuna. Magnari merktur “Vm” mælir himnuspennu. Afturkastsmagnari (feedback amplifier) skynjar breytingar í himnuspennu og sendir þær upplýsingar til straummagnara. Straummagnari sýnir þann straum sem þarf til að færa himnuspennuna aftur að fyrirfram ákveðinni “þvingaðri” spennu, og sendir þann straum inn í taugasímann 48 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.