Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 54
Straumur
um himnu
(A)
Önnur Önnur
göng göng
opnast lokast
lokast
Fyrstu
Göng Göng göng
opnast opnast Iok ast
> ' N ' * N f '
' '
Tími
>
(B)
—ur
fu
yi„ I ir-
— —
205 msec
Mynd 4. Skráning straumflæðis með bútþvingun. Vinstri hluti sýnir stílfært hvemig lesa ber úrgögnurn. Þegarlínan sýnir
útslag upp eða niður breytist leiðni jónaganga. Takið eftir að hægt er að sjá þegar tvö jónagöng em opin samtímis. Hægri
hluti myndar er dæmi um raunverulega skráningu með bútþvingun.
regluleg og óregluleg í slíkum skráningum. Eru það
ávalt sömu jónagöng sem opnast við hvert
straumflæði? Stundum sést að vísu tvöfalt
straumflæði, sem sýnir að fleiri en ein jónagöng eru
opin samtímis. En þegar straumflæðið er ávallt að hið
sama af útslagi er ómögulegt að sjá hvort að baki
liggur ein eða fleiri jónagöng, með því eingöngu að
skoða slíka skráningu. Lausnin felst í töfræðilegri
úrvinnslu á gögnunum, borið saman við L'kur á tíðni
opnanna ef um ein, tvö eða fleiri göng er að ræða.
Þessi úrvinnsla er framkvæmd sjálfvirkt í tölvum.
Siðan er hinvegar hægt að sannprófa niðurstöður
slíkrar greiningar með því að t.d. loka fyrir öll göng af
ákveðinni gerð með sérhæfðum hömlurum og sjá
hvort niðurstöður breytist eða ekki (Colqhoun og
Hawkes, 1983). Algert skilyrði er að þær forsendur
sem liggja til grundvallar slíkri tölfræðigreiningu séu
raunhæfar, og hið tölfræðilega líkan þá einnig.
H vorugt er sjálfgefið, og vöntun á þessu hefur leitt t.d.
til rangra niðurstaðna um áhrif mismunandi
nikotínískra agonista á jónagöng vöðvafruma
(Gardner ofl., 1984).
En jónagöng þurfa ekki endilega að ráfa milli
opnunar og lokunar, heldur getur ástand þeirra verið
annars eðlis en eingöngu annað af þessum tveimur
möguleikum. Sum göng opnast ekki nema bindir
(ligand) sé bundin viðtaka. Til að lýsa hegðun slíkra
ganga þarf að vera hægt að greina þrennskonar ástand
til að lýsa ferlinu, þ.e. hvenær göngin eru laus við
bindir, hvenær bindir er á göngunum og hvenær þau
eru opin (delCastillio og Katz, 1957). Bútþvingun
með tölvuúrvinnslu gagna gefur möguleika á þessu.
Aðferðin byggir á líkindareikingi, þ.e. hvers konar
hegðun straumflæðis er líkleg þegar göngin eru laus
við bindir, þegar bindir er á göngunum, og þegar þau
eru opin. Skráning er síðan borin saman við þessi
líkön. Lengi var talið að hver gerð jónaganga sýndi
alltaf sömu hegðun þegar þau voru opin, en það er ekki
rétt. T.d. jónagöng á vöðvafrumum sem stýrð eru af
acetylcholine (Ach) sýna “megin” leiðni sem er há, en
52
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.