Læknaneminn - 01.10.1991, Side 57
Þegar frumurnar ganga í barndóm
Helga M. Ögmundsdóttir,
s
Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda-
og frumulíffræði
Inngangur
Sjálfsagt hafa margir læknanemartekið eftir því
þegar þeir fara að lesa um illkynja frumuvöxt í
meinafræðinni, að þar koma fyrir hugtök og fyrirbæri,
sem minna á fósturfræðina. Má þar nefna að talað er
um þroskunarstig æxlis þ.e. hversu vel eða illa það er
“differentierað”, sum æxli gefa frá séralfa-fetoprótein
eða “carcino-embryonic antigen” eða tjá önnur
prótein sem talað er um sem onco-fetal.
Æxlisfrumurnar fjölga sér viðstöðulaust með
aukningu á frumufjölda og frumumassa, en það gerist
annars yfirleitt ekki eftir að vaxtarskeiði lýkur.
Illkynja frumur fara á flakk, þ.e. vaxa ífarandi og
mynda meinvörp og minnir það á frumuflutninga á
fyrstu stigum fósturþróunar. I þessu greinarkorni ætla
ég að velta fyrir mér þeim hliðstæðum sem finna má
milli fósturþróunarogillkynjaæxlisvaxtaroghugaað
hvort einhvem lærdóm megi af því draga. Þetta eru
fremur hugleiðingar en upptalning staðreynda og er
ekki ætlunin að kafa mjög djúpt eða nefna mörg
einstök atriði eða nöfn - þ.e. reyna frekar að fá örlítið
yfirlit yfir skóginn án þess að týnast í honum.
Ferns konar þættir, sem miðla skilaboðum milli
frumna, koma við sögu í fósturþróun:
1) vaxtarþættir,
2) samloðunarþættir,
3) hreyfiþættir og
4) þroskunarþættir.
Verður nú litið á hvern þessara liða m.t.t.
samanburðar á fósturþróun og illkynja frumuvexti.
1. Vaxtarþættir
Þekktir eru fjöldamargir svokallaðir
vaxtarþættir (growth factors). Þetta eru peptíð, sem
hafa stjóm á frumuskiptingum með því að tengjast
sértækum viðtökum á viðkomandi frumum.
Vaxtarþættir koma við sögu í fósturþróun, en einnig í
eðlilegri endumýjun á vefjum líkamans alla ævina,
t.d. í blóðmyndandi vef og þekjuvef. Svo dæmi séu
tekin má nefna “nerve growth factor” (NGF),
“epidermal grov/th factor” (EGF) og interleukin-2,
sem fyrst hét “T-cell growth factor” (sjá t.d. Burgess,
1987 og Waterfield, 1987). í fljótu bragði mætti ætla
að vaxtarþættir hefðu örvandi áhrif á vöxt og þannig
voru þeir vissulega fyrst skilgreindir. Seinna kom í
ljós að einnig eru til þættir sem letja vöxt og til að gera
málið flóknara hafa sumir þættir ýmist hvetjandi eða
letjandiáhrifávöxteftiraðstæðum, þ.e. hvaðafrumur
þeir verka á, í hvers konar umhverfi frumumar eru og
á hvaða þroskastigi. Dæmi um slíkan þátt er
“transforming growth factor B" (TGF B), sem var
upphaflega lýst sem örvandi vaxtarþætti fyrir
bandvefsfrumur í rækt, en reyndist síðar hindra vöxt
margra frumtegunda af þekjufrumugerð (Sporn etal.,
1986).
Auk áhrifa á frumufjölgun koma vaxtarþættir
við sögu þegarfrumaflyzt afeinu þroskastigi á næsta.
Þannig hvetur fyrmefndur TGF-B til hornmyndunar í
þekjufrumum (Fuchs, 1990) og í blóðmyndandi vef
verka margir vaxtarþættir í röð þannig að
forstigsfrumur fjölga sér en færast jafnframt á næsta
þroskastig (Heyworth et al. ,1990).
Segja má að uppgötvun og rannsóknir á
svokölluðum æxlisgenum - onkógenum - hafi verið
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
55