Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 57
Þegar frumurnar ganga í barndóm Helga M. Ögmundsdóttir, s Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði Inngangur Sjálfsagt hafa margir læknanemartekið eftir því þegar þeir fara að lesa um illkynja frumuvöxt í meinafræðinni, að þar koma fyrir hugtök og fyrirbæri, sem minna á fósturfræðina. Má þar nefna að talað er um þroskunarstig æxlis þ.e. hversu vel eða illa það er “differentierað”, sum æxli gefa frá séralfa-fetoprótein eða “carcino-embryonic antigen” eða tjá önnur prótein sem talað er um sem onco-fetal. Æxlisfrumurnar fjölga sér viðstöðulaust með aukningu á frumufjölda og frumumassa, en það gerist annars yfirleitt ekki eftir að vaxtarskeiði lýkur. Illkynja frumur fara á flakk, þ.e. vaxa ífarandi og mynda meinvörp og minnir það á frumuflutninga á fyrstu stigum fósturþróunar. I þessu greinarkorni ætla ég að velta fyrir mér þeim hliðstæðum sem finna má milli fósturþróunarogillkynjaæxlisvaxtaroghugaað hvort einhvem lærdóm megi af því draga. Þetta eru fremur hugleiðingar en upptalning staðreynda og er ekki ætlunin að kafa mjög djúpt eða nefna mörg einstök atriði eða nöfn - þ.e. reyna frekar að fá örlítið yfirlit yfir skóginn án þess að týnast í honum. Ferns konar þættir, sem miðla skilaboðum milli frumna, koma við sögu í fósturþróun: 1) vaxtarþættir, 2) samloðunarþættir, 3) hreyfiþættir og 4) þroskunarþættir. Verður nú litið á hvern þessara liða m.t.t. samanburðar á fósturþróun og illkynja frumuvexti. 1. Vaxtarþættir Þekktir eru fjöldamargir svokallaðir vaxtarþættir (growth factors). Þetta eru peptíð, sem hafa stjóm á frumuskiptingum með því að tengjast sértækum viðtökum á viðkomandi frumum. Vaxtarþættir koma við sögu í fósturþróun, en einnig í eðlilegri endumýjun á vefjum líkamans alla ævina, t.d. í blóðmyndandi vef og þekjuvef. Svo dæmi séu tekin má nefna “nerve growth factor” (NGF), “epidermal grov/th factor” (EGF) og interleukin-2, sem fyrst hét “T-cell growth factor” (sjá t.d. Burgess, 1987 og Waterfield, 1987). í fljótu bragði mætti ætla að vaxtarþættir hefðu örvandi áhrif á vöxt og þannig voru þeir vissulega fyrst skilgreindir. Seinna kom í ljós að einnig eru til þættir sem letja vöxt og til að gera málið flóknara hafa sumir þættir ýmist hvetjandi eða letjandiáhrifávöxteftiraðstæðum, þ.e. hvaðafrumur þeir verka á, í hvers konar umhverfi frumumar eru og á hvaða þroskastigi. Dæmi um slíkan þátt er “transforming growth factor B" (TGF B), sem var upphaflega lýst sem örvandi vaxtarþætti fyrir bandvefsfrumur í rækt, en reyndist síðar hindra vöxt margra frumtegunda af þekjufrumugerð (Sporn etal., 1986). Auk áhrifa á frumufjölgun koma vaxtarþættir við sögu þegarfrumaflyzt afeinu þroskastigi á næsta. Þannig hvetur fyrmefndur TGF-B til hornmyndunar í þekjufrumum (Fuchs, 1990) og í blóðmyndandi vef verka margir vaxtarþættir í röð þannig að forstigsfrumur fjölga sér en færast jafnframt á næsta þroskastig (Heyworth et al. ,1990). Segja má að uppgötvun og rannsóknir á svokölluðum æxlisgenum - onkógenum - hafi verið LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.