Læknaneminn - 01.10.1991, Page 59

Læknaneminn - 01.10.1991, Page 59
Svo að vikið sé aftur sérstaklega að líkingunni við fósturþróun má nefna vaxtarþáttinn “insulin-like growth factor II” (IGF-II). Þessi vaxtarþáttur virðist vera mikilvægt vaxtarhonnón í fóstrinu og finnst mikið af honum í fósturvefjum og blóði nýbura. Þessi vaxtarþáttur virðist vera aukinn í sumum krabbameinum og hefur t.d. fundizt verulega aukinn (50-100 falt) í ristilkrabbameini santanborið við eðlilegan ristilvef (Lambert etal. 1991) 2. Samloðunarþættir Þegar vefir og líffæri eru að myndast á fósturskeiði fara frumurnar að tjá á yfirborði sínu breytilegt mynztur af svokölluðum samloðunar- þáttum (cell adhesion molecules - CAM) eftir því sem þær raða sér saman. Af samloðunarþáttum eru nú vel skilgreindir 3 meginflokkar (sjá Alberts et al, 1989): i. Samloðunarþættir, sem eru skyldir immúnó- glóbúlínum (og þarmeð vefjaflokkasameindum) að gerð. Þessar sameindir birtast mjög snemma í fósturþróun og má nefna t.d. N-CAM á taugavef og Ng-CAM á gliavef sem koma við sögu í myndun taugakerfisins. ii. Svokölluð cadherin sem þurfa Ca++ til að bindast. Þau birtast seinna á losturskeiði en þeir sem fyrst voru nefndir og er þau síðan að finna í fullmynduðum þekjuvef. Dæmi er E-cadherin, öðru nafni uvomorulin, sem er hluti af tengingu milli þekjufrumna í beltistengjum. iii. Svokölluð integrin, sem öll virðast greina þriggja amínósýruröðina Arg-Gly-Asp. Þau eru ekki eins mikið kennd við myndun vefja á fósturkeiði og hinar gerðimar tvær. Sum integrin eru geymd í blóðflögum og taka þátt í blóðstorknun, en önnur gegna hlutverki við að tengja frumur við undirlag svo sem grunnhimnu og enn önnur tengja tímabundið saman frumur ónæmiskerfisins. Ekki er mikið þekkt enn um hugsanleg afbrigði í tjáningu samloðunarþátta við myndun krabbameins, ennokkurdænti máþótínatil: Lengi hafamennþekkt svokallað “carcino-embryonic antigen” - CEA-, sem finnst m.a. í sermi sjúklinga með ristilkrabbamein. Þegar farið var að rannsaka gerð þess kom í ljós að hún var dæmigerð fyrir samloðunarþátt af ætt immúnóglóbúlína. A fósturskeiði finnst CEA á þekjufrumum í göm þar sem frumumar snertast, sérlega meðan þekjan er ennþá marglaga. I einlaga þekju fullmyndaðrar gamar er CEA horfið að mestu Mynd 2 a-b. Samanburður á frumuútliti og frumuskipulagi í beinni rækt úr illkynja vef og eðlilegum. a) Rækt úr brjóstakrabbameini. Uppröðun þekjufrumanna er óskipuleg, þær loða ekki vel saman, eru óreglulegar að lögun, sumar tvíkjamaog margarmeð stórum blöðrum. b) Rækt úreðlilegum vef úr sama brjósti sýnirskipulegaflákaaf reglulega útlítandi luminal þekju ásamt aflöngum myo-þekjufrumum, sem eru heldur lausar tengdar. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.