Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 61

Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 61
nafnið gefur til kynna sjálfvirkt á þær frumur sem framleiða þetta efni en það eru t.d. frumur úr sortuæxlum og illkynja bandvefsfrumur. Ahrifin eru þau að auka hreyfanleika frumnanna. Loks er það svokallaður “migration stimulating factor” - MSF. Þessi þáttur fannst við rannsóknir á nokkuð sérkennilegu fyrirbæri. Skrið eðlilegra bandvefsfrumna í collagenhlaupi er háð frumufjölda og minnkar nánar tiltekið með auknum þéttleika frumnanna. Bandvefsfrumur úr fóstri sýna ekki þessa takmörkun á skriði með vaxandi þétttleika og komið hefur í ljós að bandvefsfrumur úr brjóstakrabbameinsæxlum (sem eru mynduð af þekjuvef) haga sér eins og fósturfrumurnar að þessu leyti (mynd 3 a-c). En ekki nóg með það, heldur sýna bandvefsfrumur sjúklinga með brjóstakrabbamein fósturlíka hegðun þótt frumurnar séu úr húð af handlegg. Með öðrum orðum er fyrirbærið almennt í líkama þessra sjúklinga og meira að segja nokkrar líkur á að það geti verið ættgengt, því að það finnst líka hjá bandvefsfrumum heilbrigðra ættingja þessara sjúklinga. MSF er efni sem fósturlíkar bandvefsfrumur gefa frá sér. Það hefur áhrif á bandvefsfrumur og verkar því sjálfvirkt og breytir samsetningu millifrumuefnis sem frumurnar gefa frá sér(Schorog Schor, 1987). Þessum þremur annars ólíku hreyfiþáttum er þannig sameiginlegt að þeir hafa fundizt í tengslum við krabbamein og það liggur mjög nærri að álykta að hreyfiþættir geti hjálpað illkynja frumum þegar þær fara að vaxa ífarandi og sá sér út um líkamann. Fllutverk þeirra í fósturþróun er enn óþekkt, en menn gera ráð fyrir að þar hljóti eðlilegur starfsvettvangur þeirra að vera við þá miklu flutninga á frumum sem eru forsenda þess að vefir og líffæri myndist á fyrstu stigum fósturþróunar. Auk hreyfigetu frumnanna koma próteólýtisk enzým við sögu og ryðja frumunum braut þegar þær fara á flakk. Slík enzým hafa um skeið verið viðfangsefni manna við rannsóknir á því hvað ræður ífarandi vexti krabbameina en koma trúlega líka við sögu við tilfærslur frumna á fósturkeiði. Það vill svo til, að tveir íslendingar hafa lagt mikið til þessara rannsókna, annar fyrir vestan haf: Unnur Pétursdóttir (Þorgeirsson) í National Institutes of Health í Bandaríkjunum og hinn fyrir austan haf: Karl Tryggvason í Oulu í Finnlandi. Einkum hefur athygli manna beinzt að enzýmum sem geta leyst sundur collagen IV sem er mest áberandi í grunnhimnum, en illkynja frumur af þekjufrumugerð þurfa að troðast gegnum þetta lag þegar þær hefja íferð í nærliggjandi vefi og svo þegar þær fara út úr blóðrásinni til að mynda meinvörp. Lýst hefur verið fylgni milli tilhneigingar æxlisfrumna til að meinvarpast og magns af collagenasa IV sem þær framleiða (Tryggvason et al., 1987). Æxlisfrumur framleiða einnig gelatinasa af annarri gerð en eðlilegar frumur og geturþetta enzým tekið þátt í niðurbroti collagens IV (Mackay etal., 1990). Á fósturskeiði hefur verið sýnt fram að próteasar séu að verki t.d. við ferðalag frumna úr crista neuralis og við myndun fylgjunnar (sjá Erickson, 1990). 4. Þroskunarþættir Við eðlilega frumufjölgun jafnt á fósturskeiði sem í endumýjun síðar meir er sérhæfing og þroskun óhjákvæmilegur fylgifiskur. Jafnframt því sem frumumar fjölga sér fara þær að sýna meiri og meiri merki þess hvers konar sérhæfðar frumur þær eru að verða og þegar þær hafa náð vissu þroskastigi hætta þær að skipta sér og sérhæfast endanlega í fullþroska frumur sem geta ekki lengur skipt sér. Dæmi um þetta eru t.d. ntyndun vefja eins og þverrákóttra vöðva og beina í fóstri og endurnýjun blóðfrumna í beinmerg. Ýmiss konar boðefni koma við sögu við frumuþroskun og eru t.d. vel þekkt áhrif kynhormóna á þroskun y tri kyneinkenna. Eins og áður var sagt geta vaxtarþættir svo sem TGF-G haft áhrif á þroskun frumna. Lengi hefur verið talað um retínoíð, þ.e. A- vítamín og ættingja þess, sem þroskunarþætti. Snemma á öldinni voru gerðar tilraunir á rottum sem sýndu að A-vítamínskortur hindraði eðlilega þroskun húðfrumna en aftur á móti fjölguðu frumumar sér óeðlilega mikið og líktust illkynja frumum. Síðar hefur verið margstaðfest að retínoíð eru nauðsynleg á þroskaskeiði frumna og geta jafnvel komið frumuin með byrjandi illky nja sérkenni til þroska (sjá Spom og Roberts, 1990). Samspil vaxtar og þroska er hvað best þekkt í blóðmyndandi vef og er þar orðin allvel skilgreind keðjuverkun vaxtar- og þroskunarþátta. Við myndun átfrumna (kleyfkjarna og einkjama) er fyrst að verki LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.