Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 63

Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 63
Að lokum má spyrja hvort unnt sé að hafa eitthvert gagn af einhverju af ofanskráðri þekkingu. Aðgerðir gegn krabbameini eru í aðalatriðum þrenns konar: í fyrsta lagi forvamir, í öðru lagi greining sem fyrst á sjúkdómsferli og í þriðja lagi meðferð. Þær varnaraðgerði r sem nú eru tíðkaðar gegn krabbameini felast fyrst og fremst í öðru atriðinu, þ.e. leit að krabbameini áforstigi eðabyrjunarstigi. Um forvamir gegn krabbameini má segja að þær séu enn ekki eins markvissareins og forvarnir gegn hjartasjúkdómum. Vissulega er hægt að draga úr þekktum krabbameinsvöldum úr umhverfinu og þá fyrst og fremst reykingum. Einnig er nokkuð farið að ræða um fæðuvenjur sem gætu verndað gegn myndun krabbameins. Flest er þetta heldur þokukennt enn sem komið er en t.d. erbyrjað að gera tilraunir með retínoíð til að koma í veg fyrir myndun krabbameins í áhættuhópum. En þarna er einmitt komið að verulegum vanda. Að vísu eru af faraldsfræðinni þekkt ýmiss konar tengsl, sbr. reykingarnar og fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein (Tulinius et al, 1982), en það er ekkert til sambærilegt við t.d. mælingar á blóðfitu sem áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma til þess að finna þá sem eiga sérstaklega á hættu að fá krabbamein. Hjá Krabbameinsfélagi íslands ernú unnið að rannsóknum á því hvort tjáning á fóstursérkennum í bandvefsfrumum og framleiðsla á MSF, eins og lýst var hér að framan, geti gefið tækifæri til að prófa einstaklinga og fjölskyldur fyrir mælanlegum áhættuþætti sem gæfi til kynna aukna tilhneigingu til að mynda brjóstakrabbamein. Auðvitað er allra best að hindra að krabbamein myndist, næstbest er að útrýma því en ef hvorugt af þessu tekst er þá hugsanlegt að hafa samt áhrif á hegðun þess? Það er hugsanlegt. Rétt eins og á fósturskeiði er hegðun og sérkenni illkynja frumna sumpart innbyggð í þær sjálfar, t.d. hvítblæðisfrumur sem geta ekki lokið eðlilegum þroskaferli eða retinoblastomafrumursem vantarbæligen (Knudson, 1985) en sumpart getur hegðun þeirra líka verið háð umhverfinu. Sem dæmi um það síðasttalda má nefna að gagnstætt því sem e.t.v. mætti búast við gengur oft verr að fá krabbameinsfrumur til að skipta sér í frumurækt en sambærilegar eðlilegar frumur og er þetta reynsla manna t.d. með hvítblæði og brjóstakrabbamein. Öfugt dæmi við þetta er það, að þegar frumstæðum stofnfrumum úr músafóstrum er sprautað í fullorðnar mýs mynda þær æxli, en þegar þeim er sprautað í músafóstur taka þær eðlilegan þátt í myndun fóstursins (Bradley, 1990). Með hliðsjón af sumu því sem sagt var frá að framan má hugsa sér ýmsa möguleika. Fundist hafa ýmis efni sem geta komið h vítblæðisfrumum til að þroskast. Sum þessara efna eru reyndar þekkt sem krabbameinslyf vegna verkunar á frumufjölgun (sjá Sachs, 1989). Ef til vill muna einhverjir eftir sjónvarpsþætti sem sýndur var s.l. vetur þar sem "erythroleukemiu"-frumur í rækt sáustroðnaafhemoglobinifyrirtilstillieinsafþessum efnum. Þessar niðurstöður gefa vonandi fyrirheit um bætta meðferð í framtíðinni, en auðvitað er margt ólært og t.d. er mikill einstaklingsmunur á því hvar hvítblæðisfrumur hafa stöðvast á þroskaferlinum. Þessar niðurstöður ná heldur ekki til annars konar illkynja frumna. Þar er enn mjög margt ólært um samskipti krabbameins úr þekjuvef við stoðvefinn í kring sem trúlegageta skipt miklu máli. Til þess benda m.a. hliðstæður úr fósturþróun um mikilvægi slíkra samskipta svo og hugsanleg tengsl brjósta- krabbameins við afbrigði í hegðun bandvefsfrumna, sbr. að ofan. Kannski má gera sér vonir um að það finnist leiðir til að hafa áhrif á samloðun og hreyfigetu krabbameinsfrumna og koma í veg fyrir illvígasta sérkenni þeirra þ.e. sáningu meinvarpa. Heimildir Alberts, B., Bray, D., Lewis, J., Raff, M., Roberts, K. & Watson, J.D. (1989) The Molecular Biology og the Cell. 2. útg.,GarlandPublishing,New York&London.K. 14og 19. Behrens, J., Mareel, M.M., Van Roy, F.M. & Birchmeier, W. (1989) Dissecting tumorcell invasion: Epithelial cells acquire invasive properties after the loss of uvomorulin- mediated-cell adhesion. J.Cell.Biol., 108,2435-2447. Benchomol, S., Fuks, A., Jothy, S., Beauchemin, N., Shirota, K. & Stanners, C.P. (1989) Carcinoembryonic antigen, a human tumor marker, functions as an intercellular adhesion molecule. Cell, 57, 327-334. Bradley, A., (1990) Embryonic stem cells: Proliferation and differentiation. Current Opinion in Cell Biol.,2,1013-1017. Burgess, A. (1987) Growth factors and oncogenes. f: Brad- shaw, R.A. & Prentis, S, (Ritstj.): Oncogenes and Growth Factors, Elsevier Science Publishers, Amsterdam, 123-134. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.