Læknaneminn - 01.10.1991, Side 65

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 65
Um gömul og ný bakteríubóluefni. Kristín E. Jónsdóttir og Halldór Hansen læknar Frá því á síðasta áratug 19. aldar hafa menn búið til bóluefni gegn ýmsum skæðum bakteríusjúkdómum. Framan af voru þau úr heilum, dauðum bakteríum og gáfust misvel. Þau elstu, taugaveiki- og kólerubóluefnin, eru enn í notkun, sömuleiðis kíghóstabóluefnið sem þróað var á öðrum fjórðungi þessarar aldar. Þessi heilfrumubóluefni hafa marga ókosti. í þeim eru margir óþarfir ónæmisvakar, þau valda oft óþægilegum eða skaðlegum aukaverkunum, veita fremur skammvinna vernd og oft reynist erfitt að ákvarða hver mælanlegra mótefna eru vemdandi. Aðeins eitt bóluefni úr lifandi veikluðum bakteríum hefurmikið veriðnotað, þ. e. bóluefni gegn berklum sem þróað var á þriðja áratug þessarar aldar úr nautaberklabakteríum. Bóluefni úr afeitruðum eiturefnum barnaveiki- og stífkrampabaktería urðu einnig til á þriðja áratugnum og hafa þau reynst mjög vel, enda erhvort um sig gert úr einum ónæmisvaka sem hvetur mótefnamyndun gegn nákvæmlega því efni sem er skaðvaldurinn í þessum sjúkdómum. Áhugi á þróun bóluefna gegn bakteríum dvínaði með tilkomu sýklalyfja um 1940 en jókst aftur í lok sjötta áratugarins þegar bera tók á sýklalyfjaónæmi ýmissa skæðra baktería. Er nú áhugi á forvömum á sviði bakteríusjúkdóma að verða jafnmikill og á sviði veirusjúkdóma þar sem hvert bóluefnið af öðru varð til á meðan þróun bakteríubóluefna stóð í stað. Með tilkomu sameindalíffræðinnar varð auðveldara að greina og vinna einstaka ónæmisvaka og framleiða bóluefni úr þeim. Flafa nokkur ný bóluefni úr hjúpsykrungum baktería verið þróuð á undanförnum 20 árum og er enn verið að endurbæta þau. Með erfðatækni opnuðust nýir möguleikar á að breyta mótefnavökum þannig að skaðleg áhrif þeirra minnki eða hverfi en framköllun ónæmis haldist. Má búast við að bóluefni framtíðarinnar verði aðallega mynduð með þeirri tækni, enda þegar margt í deiglunni á þvt sviði. I þessu hefti læknanemans er birt grein um gamla heilfrumubóluefnið gegn kíghósta og um tilraunir til að þróa betra bóluefni úr einstökum mótefnavökum bakterfunnar. Einnig birtast greinar um nýleg bóluefni úr hjúpsykrungum gegn Haemophilus influenzae b og Neisseria meningitidis af A og B stofnum. Má af þróunarsögu bóluefna gegn þessum bakteríum sjá h versu mörg ljón eru á veginum og hve langurtími líðurfrá frumvinnslu mótefnavaka þar til viðunandi bóluefni er orðið til. Flelstu skref í þróuninni eru: Vinnsla mótefnavaka, prófun á myndun mótefna, fyrst í dýrum síðan í fullorðnu fólki, loks í börnum, enn fremur nákvæm athugun á aukaverkunum. Síðan þarí að gera verndarpróf á stórum hópum með vandlega völdum samanburðarhópum eða með því að gefa bóluefnið í faraldri og sjá hvort hann rénar við fjöldabólu- setningu. Loks er að athuga hversu lengi vemdin endist og hvort bóluefnið gagnar jafnvel alls staðar eða hvort það gefur einum þjóðflokki eða kynþætti minni vemd en öðrum. Það er von höfunda nefndra greina að læknanemar verði nokkurs vísari um að hve mörgu er að hyggja áður en nýtt bóluefni er tekið í notkun eða skipt úrgömlu í nýtt. Slíkri ákvörðun fylgir ætíð mikil LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.