Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 66

Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 66
ábyrgð. Hinu er ekki að leyna að það er líka ábyrgðarhluti að hafna bóluefni sem góð reynsla er komináog geturkomiðívegfyriralvarlegarsýkingar. Kíghóstabóluefni Hvað veldur kíghósta? Sjúkdómsmynd. Kíghósti orsakast af gramneikvæðri, staflaga bakteríu, Bordetella pertussis. Hún berst með úðasmiti inn í öndunarvegi og festir sig við bifhárafrumur í þekju öndunarfæra. Til festingar er nú talið að bakterían noti efnisþræði sem kallast filamentous haemagglutinin (FHA) en ekki fimbriae, eins og áður var haldið. (1)1 fimbriae eru hins vegar kekkjunarefni (agglutinins) sem nýtast til flokkunar mismunandi stofna (serotypes) B. pertussis. Þegar bakterían hefur fest sig á bifhárafrumur fer hún að fjölga sér þar og gefa frá sér skaðleg efni (toxín). Þau valda skemmdum og frumudauða í bifháraþekjunni. Þetta leiðir til tregðu eða stíflu í berkjum og hinna svæsnu, tíðu hóstakasta, sem einkenna kíghósta. Eftir langt hóstakast stendur sjúklingurinn á öndinni, síðan kemur innöndunarsogið og oft fylgja uppköst í kjölfarið. Krampaköst koma fyrir og stöku sinnum heilaskemmdir. Hitahækkun verður lítil sem engin, enda fer bakterían aldrei inn íblóð. Ýmis skaðleg efni hafa verið einangruð úr kíghóstabakteríunni og miklar rannsóknir gerðar ti 1 að finna út hvaða sjúkdómseinkennum hvert þeirra tengist en um þaðermargtenn óútkljáð. Þaðefni sem, talið er valda aðalskemmdunum, kallast nú pertussis toxín, PT, en gekk áður undirýmsum öðrum nöfnum. Á hverja leggst kíghósti og hversu alvarlegur og algengur er hann? Kíghósti er algengastur í ungbörnum og bömum innan skólaldurs, en getur komið fyrir á hvaða aldursskeiði sem er. Sjúkdóms- og dánartíðni er nátengd félagslegum og fjárhagslegum aðstæðum í hverju landi. í vestrænum löndum var dánartíðni kíghósta um 1:100 allt fram um 1930 en er nú um 1: 100.000. í þróunarlöndum er hann hins vegar enn um 1:100. Kíghóstatilfelli eru nú talin vera um 60 milljónir á ári í heiminum og úr honum deyja árlega um hálf milljón einstaklinga, mestmegnis ung böm. (2) Hvernig er best að greina kíghósta? Öruggasta greiningaraðferðin er ræktun bakteríunnar og besta sýnistökuaðferð er að ná nefkoksstroki úr sjúklingi á byrjunarstigi sjúkdómsins. Vandinn er hins vegar sá að á því stigi sem stendur (7-10 daga er sjúklingurinn ekki kominn með hin einkennandi hóstaköst og sog heldur aðeins kvefeinkenni og því ekki grunaður um að vera með kíghósta. Þegar hósta- og sogstigið hefst er bakterían oftast horfin úr nefkoki og næst ekki lengur til ræktunar. Þá er reynandi að taka sýni í ræktun frá systkinum eða leiksystkinum ef þau kvefast stuttu síðar. Bakterían er vel ræktanleg á séræti en ekki þýðir að senda strokpinna um langan veg heldur þarf að hafa kíghóstaæti tiltækt og sá sýninu á það sem allra fyrst eftir töku þess. (3) Vegna þessara vandkvæða á staðfestingu á greiningu kíghósta er hann oftast greindur af einkennum og er sú greining tiltölulega örugg, þegar einkennin eru svæsin. Mildur kíghósti t.d. í bólusettum börnum, er hins vegar erfiðari í einkennagreiningu og ýmsir aðrir sýklar en kíghóstabakterían geta valdið svipuðum einkennum. í slíkum tilfellum getur mótefnamæling staðfest greiningu. Hvers vegna duga sýklalyf skammt til að lækna kíghósta? Kíghóstabakterían er næm fyrir ýmsum sýklalyfjum, en þau koma ekki að haldi til lækningar eftir að hóstaköstin eru by rjuð. Þá er bakterían búin að valda vefjaskemmdunum og sýklalyf breyta engu þar um. Þau geta hins vegar stöðvað smit frá sjúklingi og er erýtrómýsin helst ráðlagt í þeim tilgangi. (4, 5) 64 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.