Læknaneminn - 01.10.1991, Side 68

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 68
Er möguleiki á að útrýma kíghósta með bóiusetningu? Heilfrumubóluefnið vemdarekki nema 70-90% þeirra sem fá það. (10) Vemdin dugar barninu heldur ekki fyllilega nema í nokkur ár en trúlega dregur hún eitthvað úr einkennum sjúkdómsins hjá stálpuðum, bólusettum börnum. Það er því langt frá því að hægt sé að útrýma kíghósta með heilfrumubóluefninu jafnvel þóttþátttakaværi IOO%.Bóluefniðereinfaldlegaekki nógu gott til þess. Leit að markvissara og hættuminna kíghóstabóluefni. Talið er að þeir sem fá kíghósta öðlist ævilanga vernd gegn endursýkingu. Þrátt fyrir miklar rannsóknir er enn óljóst hvaða mótefnavakar bakteríunnar framkalla þessa góðu vemd og hvers eðlis mótefnin sem myndast eru. I heilum kíghóstafrumum má með nútímatækni finna um 3000 mótefnavaka. Margir þeirra eru gagnslausir, aðrir vekja mótefni og/eða valda skaða. Töluverðir erfiðleikar virðast enn á þróun bóluefnis, úr hreinum mótefnavökum sem gefa langvarandi vernd og eru lausir við aukaverkanir og hafa vísindamenn og lyfjafyrirtæki glímt við það verkefni í mörg ár. Einn sterkasti og virkasti mótefnavakinn sem einangrast hefur er áðumefnt pertussis toxin, PT, en það er einnig sá þáttur sem veldur flestum hliðarverkunum heilfrunrubólu- efnisins. Til að draga úr þeim hefur toxínið verið meðhöndlað með ýmsum efnum, t.d. formalíni, en svo virðist sem það dugi ekki til að afeitra það varanlega. Auk þess getur slík meðhöndlun dregið úr mótefnahvetjandi eiginleikum mótefnavakans. (9) Bóluefni úr PT eingöngu eða úr PT og öðrum mótefnavökum einkum fyrmefndu filamentous haemagglutinin, FHA, voru framleidd þegar á síðastliðnum áratug. Kallast þau frumuhlutabóluefni (subunit) eða frumufrí (acellular: AC) kíghósta- bóluefni til aðgreiningar frá heilfrumubóluefninu (whole cell: WC). Þessi bóluefni valda heldur minni aukaverkunum en heilfrumubóluefnið en hins vegar hafa menn orðið fyrir vonbrigðum með þá vernd sem þau veita. Fyrsta bóluefnið af þessu tagi var framleitt í Japan úr PT og FHA. (11) Hefur það verið notað þar með allgóðum árangri að því er Japanir telja en reyndar eru börn þar ekki bólusett fyrr en við 2ja ára aldur. Vestræn þjóðfélög keppast hins vegar við að hefja kíghóstabólusetningu á fyrstu 2-3 ævimánuð- unum vegna þess hve hættulegur kíghósti er bömum á fyrsta ári. í Svíþjóð var 1986-1987 gerð rannsókn á vemd hjá 2800 ungbörnum með japönskum bóluefnum. Fékk helmingur bamanna PT eingöngu en hinn helmingurinn PT með FHA. Samanburðarhópur var 950 böm sem fengu sýndarskammt (placebo). Eftir 15 mánuði reyndist PT hafa gefið 54% vemd en PT+FH A 69% ef greining var byggð á ræktun kíghóstabakterí- unnar. Bæði reyndust hins vegar gefa um 80% vemd ef greining var byggð á einkennum, þ.e. svæsnum hóstaköstum í langan tíma. Fylgst var með börnunum áfram næstu 2 ár og reiknaðist vemd beggja bóluefnanna 80-90% gegn kíghósta greindum af einkennum. Tveggja þátta bóluefnið gaf heldur meiri vemd en hitt. Heilfrumubóluefnið var lagt niður í Svíþjóð 1979 svo að samanburður varekki mögulegur við hóp bama bólusettra með því. Ekkert samband fannst milli verndar og rnagns í blóði af mótefnum gegn PT. Á meðan á tilrauninni stóð jukust hliðarverkanir PT sem bendir til að afeitrun þess hafi ekki verið varanleg. (12) Með erfðatækni hefur nú tekist að framleiða PT sameind sem vekur mótefni en veldur ekki skaðlegum verkunum. (13) Vonandi tekst með slíkri tækni að framleiða bóluefni sem gefi a.m.k. jafngóða vemd og heilfrumubóluefnið og verði laust við verstu hliðarverkanir þess. Eitt vandamál enn er í sjónmáli, ef vernd framtíðarbóluefna gegn kíghósta verður góð á bemskuárum, en ekki fram eftir aldri, þá mun sjúk- dómurinn leggjast á unglinga og fullorðna. Reyndar er þetta að nokkru leyti svo við notkun heilfrumu- bóluefnisins, en vegna þess hve það gefur glopppótta og stutta vernd gengur sjúkdómurinn enn aðallega í stálpuðum bömum. Á undanfömum árum hefur þó borið meira á því en áður a.m.k. í Bandaríkjunum að fullorðnir fái kíghósta og smiti ungbörn. (14) Heimildir. 1. Tuomanen EI, Hendley JO. Adherence of Bordetella pertussis to Human Respiratory Epithelial Cells. J Inf Dis 148: 125-130, 1982. 66 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.