Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 78
Mynd 1. Augnrit (EOG), skráð frá tveimur einstaklingum á Göngudeild Augndeildar. Tvær efri skráningar voru
teknar af 23 ára læknanema með eðlilega sjón, en þær neðri frá fertugri konu með litþekjuhrörnun (retinitis pigmentosa) á
háu stigi. Skráningar í vinstri dálk voru teknar eftir 15 ntín. í myrkri, en þær í hægri dálk eftir 15 mín aðlögun að ljósi.
Skráning efst til hægri sýnir eðlilega spennuhækkun hjá læknanemanum, en engin hækkun mældist hjá konunni. (Þ.
Eysteinsson, áður óbirt).
Jafnframt breytir það litlu þótt sjúklingur hreyfi
höfuðið til; það ljósmagn sem fellur á augað er alls
staðar hið sama í ganzfeld.
Við augnhreyftngar verður breyting í
stöðuspennu augans, sbr. mynd I. Skráningarskautin
eru tengd við magnara og magnarinn við sírita eða
tölvu. Sjúklingur er fyrst látinn vera í 15 mtn ímvrkri
og hreyfa augun, og eru teknar mælingar með mínútu
millibili. Eftir 15. mín. í myrkri er kveikt á stöðugu
bakgrunnsljósi í ljósertaranum og sjúklingur látinn
aðlagast þvf í 15 mfn. jafnframt því sem augnrit er
tekið með mínútu millibili. Ef litþekja og tengsl
hennar við ljósnemaeru eðlileg lækkar stöðuspenna í
myrkri og hækkar í ljósi, og er þetta kallað Ijósris.
Rétt er að undirstrika að magn spennubreytinganna
við augnhreyfingar er misjafnt milli einstaklinga, og
hefur því lítið samanburðargildi, jafnframt því sem
sýnt hefur verið fram á að slíkar spennubreytingar
sýnadagsveitlu (circadian rythm), sem sennilega ásér
rætur í litþekju. Það var m.a. afþessum orsökum sem
þeir Arden, Barrada og Kelsey (1962) stöðluðu þá
aðferð við töku augnrits sem hér hefur verið lýst. Til
að lesa úrgögnum þarf að reikna út sk. Arden-hlutfall
(A), og bera saman við viðmið (norm) frá sama
tækjabúnaði úr normal fólki (Arden, Bamada og
Kelsey, 1962). Arden-hlutfall er mæling sjálfs
ljósrisins, óháð spennubreytingunum sjálfum, og er
fundið þannig:
vljós
A =---------- X 100
V .
myrkur
Þannigerljósrisreiknað semhundraðshlutfall,
þarsem 100þýðirekkert ljósris. Normaleinstaklingar
sýna Arden-hlutfall á bilinu 180-250, en það bil er
breytilegt eftir tækjabúnaði, en ekki er hægt að draga
neinar ályktanir um þá einstaklinga sem sýna Arden-
hlutfall fyrirofan þessi mörk aðraren þærað ljósris sé
eðlilegt. Arden-hlutfall reynist stundum vera fyrir
neðan 100, en það er talið vera “artifact”. Slíkar
niðurstöðurþýðaeinfaldlegaaðumekkertljósriserað
ræða.
A mynd 1. eru sýnd augnrit tveggja einstaklinga
sem tekin voru af höfundi á Göngudeild Augndeildar
Landakotsspítala, annars vegar augnrit normal
einstaklings (læknanema), hins vegar konu á
fertugsaldri með retinitis pigmentosa á háu stigi.
Sýnderu augnrit hvors um sigeftir 15 mín í myrkri og
15 mín í ljósi. Eins og sjá má eru spennubreytingar í
76
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.