Læknaneminn - 01.10.1991, Side 81

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 81
tilfærslu (offset) á grunnlínu (baseline) skráningar- innar. Þessi tilfærsla getur verið það mikil að spennumunurinn sem mælist milli skráningar- skautanna er mun meiri en það svið spennu sem magnarinn getur mæl t, sem einfaldlega þýðir að engin skráning fæst. En þessar breytingar eru að tíðni fyrir utan bandvídd riðstraumsskráningar og hafa þar því engin áhrif. í öðru lagi getur sérhver hreyfing viðfangs/sjúklings, breytingar í vöðvatonus, osfrv. valdið skyndilegum breytingum í grunnlínu. Það eru þessar ástæður sem gera rakstraumsmælingar afar erfiðar klínískt, þótt gerðarhafi verið tilraunirtil þess ama. Gallinn við riðstraumsmælingu ERG er að e-bylgja fæst ekki og a- og b-bylgjurbrenglast eilítið, þ.e. vissar upplýsingar fara forgörðum. Þegar rakstraumsmæling hefur verið tekin í fólki hefur greinileg c-bylgja fengist, og jafnframt lækkun í c-bylgju við truflanir hvers konar í litþekju, óháð ljósnemum, þ.e. bæði í einstaklingum með eðlilegt sem óeðlilegt Arden-hlutfall augnrits ( Nilsson og Andersson, 1988). En þar til fyrir nokkrum árum þurfti gífurlegartilfæringartil þess ama. Það þurfti að svæfa sjúkling til þess að forðast óæskilegar hreyfingar, og þau skráningarskaut sem voru notuð skautuðust auðveldlega, þannig að skipta þurfti um skaut í miðri mælingu. Magnararnir voru auk þess ekki næmir (til að forðast tilfærslu (offset)), þannig að mikið ljósmagn við ertingu þurfti til að fá fram svörun. Því var ómögulegt að t.d meta næmi stafa og keilna, eða hvort breyting yrði í svörun með auknum ljósstyrk. En hóp við augnlækningadeild háskólans í Linköping í Svíþjóð, undir stjóm Prof. Sven-Erik Nilsson hefur tekist að leysa flest þessara vandamála, fyrst og fremst með nýjum skráningarskautum og sérhönnuðum mögnurum sem smíðaðir eru á staðnum (Nilsson og Andersson, 1988). Með þessum aðferðum (og lengri ljósáreitum en venja er að nota) hefur þeim tekist að mæla c- og d-bylgju ERG án svæfingar, og jafnframt breytingar í stöðuspennu við ljós án þess sjúklingur þurfi að hreyfa augun. Með þessari aðferð er fengið Arden-hlutfall á mun skemmri tíma en í augnriti, og fæst það einnig í fólki sem á erfitt með augnhreyfingar af einhverjum sökum. En þrátt fyrir gífurlega framför eru þessar rakstraums- mælingar þeirra Nilsson og félaga enn þess eðlis tæknilega að þær gera miklar kröfur til sjúkings, og eru mun erfiðari í framkvæmd en hefðbundnar riðstraumsmælingar. Með frekari þróun tækjabún- aðar er hins vegar hægt að hugsa sér að rakstraums- skráning verði almennari í notkun en nú er (sbr. Carlson ofl., 1991). Hvað mælir sjónhimnurit? Mikil vinna hefur verið lögð í athuganir á sjónhimnuriti, til þess að komast að því hvaða lífeðlisfræðilegu ferli þessi svörun í raun sýnir. Eitt mikilvægasta innleggið kom frá finnska lífeðlisfræðingnum Ragnari Granit (1933), sem fékk síðbúinNóbelsverðlaunfyrirþærathuganirárið 1965. Hann tók eftir því að svæfing ( með ether) hafði sérhæfð áhrif á sjónhimnurit katta eftir því sem hún var dýpri. Það væri að æra óstöðugan að rekja ýtarlega þessar athuganir, en mynd 4 sýnir á einfaldan hátt niðurstöður Granit. Tekið skal fram að Granit notaði rakstraums- magnara. Við svæfingu breytist lögun sjónhimnurits í þremur skrefum sem Granit kallaði PI, PII og PIII (P stendur fyrir “process”). Hann taldi að sjón- himnurit væri einfaldlega summa þessara þriggja ferla er ættu sér stað samtímis. PI hvarf fyrst, og er tímaferill þess svipaður og c-bylgju. Bæði a- og b-bylgja eru enn til staðar þegar PI er horfinn, en c-bylgja er fjarlægð. Granit ályktaði því sem svo að PI væri ábyrgur fyrir c-bylgju. Noell (1954) sýndi að þegar litþekja (pigment epithelium) augans er eyðilögð með eitri (natrium azide) hverfur c-bylgja. Því er líklegt að c-by Igja eigi sér rætur f svörun litþekju við ljósi, en athuga ber að c-bylgja kemur eingöngu fram í dýrum með stafi, og litrófsnœmi (spectral sensitivity) c-bylgju er svipað og litrófsnæmi stafa (OakleyogGreen, 1976). Hiðréttaerþvísennilegaað c-bylgja endurspegli einhverja samhæfða svörun stafa og litþekju við ljósi. Eins og sést af mynd 4 er PII einnig póstífur en hefur hraðari tímaferil en PI; þessi tímaferill er svipaður og tímaferill b-bylgju, þar sem hámarksvörunin er nánast hin sama að dvöl. Það var því eðlilegt að Granit ályktaði sem svo að PII væri ábyrgur fyrir b-bylgju, en athuga ber að PIII er enn til staðar. Þegar svæfingu kattanna var að fullu náð, mældist aðeins PIII, sem eins og mynd 4 sýnir er hægfara neikvæð spennubreyting. Þar sem þessi þáttur er neikvæður að spennu miðað við hornhimnu, LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.