Læknaneminn - 01.10.1991, Page 83

Læknaneminn - 01.10.1991, Page 83
mestumbreytingum íhimnuspennu Mullerfruma. Til að svara því hafa menn leitað að sérhæfðum hömlurum og eiturefnum er verka á einstaka gerðir taugafrumaísjónhimnu. Flestarþessarathuganirhafa farið fram í froskdýrum, þar sem þau eru lang hentugust til slíkra athuganna, en niðurstöður úr spendýrum, þar með talið öpum, hafa reynst svipaðar. Árið 1981 fundu þeir Slaughter og Miller að ein afleiða glutamate-sýru, 2-amino-4-phosphonobutyric sýra (APB) verkar sérhæft sem agonisti á glutamate viðtaka á aðeins einni gerð taugafruma í sjónhimnu, þ.e. afskautandi tvískautafrumur (depolarizing bipolar cells), og fjarlægir ljóssvörun þessara fruma. Þegar skráð var innanfrumuskráning á svörun annarrra fruma við Ijósi, sást engin breyting vegna áhrifa APB, nema “ON” ganglionfruma í sjóntaug, auk “ON” amacrine fruma, en báðar þessar gerðir fruma fá örvun frá tvískauta frumum; svörun þeirra við ljósi hætti. Þar með getur APB, ef því er sprautað í sjónhimnu, lokað allri “ON” svörun í sjónbraut, meðan “OFF” svörun er enn til staðar. En jafnframt fjarlægir APB b-bylgju sjónhimnurits meðan a- og d-bylgja standa óhreyfðar (Stockton og Slaughter, 1989). Önnur glutamate afleiða, Piperdine dikarb- oxylic sýra (PDA) verkar á láréttar frumur og yfirskautandi bipolar frumur, og fjarlægir “OFF” svörun ganglion fruma við Ijósi (þ.e. boðspennu- myndun þegar slökkt er á ljósi), og jafnframt fjarlægir d-bylgju sjónhimnurits (Slaughter og Miller, 1983; Stockton og Slaughter, 1989). Vegna þessara gagna hefur Muller-tilgátan verið lagfærð á þá lund að það sé “samspil” tvískauta fruma og Muller fruma sem sé rótinaðb-ogd-bylgjusjónhimnurits. Vitaðerað APB fjarlægir “ON” svörun Muller fruma, en það er vegna óbeinna áhrifa, þ.e. á taugafrumur (Witkovsky, Stone og Ripps, 1985). Þetta er í grófum dráttum það “einfalda” módel sem flestir fræðimenn á þessu sviði ganga með í kollinum, en ekki er allt sem sýnist. Áhrif hamlandi taugaboðefna, sem nóg er af í sjónhimnu, eru talin Iítil á sjónhimnurit og því lítið notuð við þessar athuganir (Stockton og Slaughter, 1989). Á rannsóknarstofu höfundar eru til nú hins vegar gögn úr froskdýrum er sýna greinileg áhrif hamlandi taugaboðefnanna GABA og glycine, og antagonista þeirra, á sjónhimnurit, en þessi áhrif á ERG passa á engan hátt við þekkta verkan þeirra á tvískauta frumur (Þ. Eysteinsson og Á. Arnarsson, enn óbirt gögn). Líklegt er því að Muller-tilgátan þurfi enn frekari endurskoðunar. Klínískt sjónhimnurit. Klínískt ERG er þannig tekið að sett eru tvö skráningarskaut við hvort auga auk einnar “jarðtengingar” við nasion. Annað skráningarskautið ersettáenni viðaugabrún,þ.e.eittviðhvortauga,eins og sýnt er á mynd 5. Mynd 5. Staðsetning skráningarskauta fyrir klínískt sjónhimnurit. Á myndersýndstaðsetningsk. Arden-skauta á hornhimnu, en staðsetning viðmiðunarskauts og jarðtengingar á húð er ávalt hin sama við töku sjónhimnurits. Breytt eftir Arden ofl. (1979), með leyfi höfunda. Viðnám húðar milli þessara skauta verður að vera minna en 5 Kohm, og þarf að beita fyrrnefndum aðferðum til að tryggja þetta. Sérstök skráningarskaut á hornhimnu eru sett síðar. Það eru til nokkrar gerðir af slíkum skautum, sem hafa sína kosti og galla. Er vert að ræða hér nokkuð um þau atriði, þar sem afar misjafnt er hvað tegund menn nota. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.