Læknaneminn - 01.10.1991, Page 90
annað hvort stafi eingöngu eða keilur (Daw ofl.,
1990). Nýlegar niðurstöður benda til þess að allar
tvískauta frumur er fá beina örvun frá stöfum
eingöngu séu afskautandi (“ON”) frumur í
spendýrum, en að keilursendi bein boð til bæði “ON”
og “OFF” fruma (Dacheux og Raviola, 1986; Muller
ofl, 1988). Ef b-bylgju vantar vegna óeðlilegrar
starfsemi ON fruma kemur höfundi þessara orða ekki
á óvart að náttblinda sé afleiðingin. En frekari
athuganir þarf til að staðfesta þessa tilgátu.
Fráklínísku sjónarmiði er það nokkur ókostur að
fram til þessa hefur eingöngu verið hægt að nota
sjónhimnurit sem skráningu á heildarsvörun
sjónhimnu. Allar tilraunir til að skrá klínískt frá
staðbundnum svæðum á sjónhimnu, t.d. með
ljósáreitum sem eru smá að flatarmáli, hafa fallið um
Mynd 10. Sjónhimnurit, tekin með ljósertingu gegnum
infrarauða augnbotnsmyndavél frá miðgróf (macula).
Vinstri dálkur sýnir skráningu með hefðbundinni rafsíun á
formagnara, en hægri dálkur sömu skráningu með þrengri
bandvídd til þess að greina að svokallaðar “oscillatory”
spennur (sjá nánar í næstu grein). Stærð áreitis í gráðum
horns á sjónhimnu er sýnd með tölum og samsvarandi
myndum vinstra megin við hverja röð skráninga. Efsta
skráning (5 gráður horns) er eingöngu frá litgróf (fovea).
Skráningarfyrir miðju og þær neðstu voru teknar viðertingu
utan við litgróf, þ.e. í 5-10 gráður horns fyrir miðju áreitis
féll ekkert ljós, heldur aðeins 5 gráður uinhverfis eins og
sýnteráskýringarmyndum. BreytteftirMiyakeotl, (1988),
með leyfi höfunda.
þá staðreynd að hluti þeirra ljósgeisla sem berast frá
slíkum áreitum hafa tilhneigingu til að dreifast um
augnbotn, og þar með erta ljósnema utan þess svæðis
semætluneraðerta(Boynton, 1953). Jafnframthefur
reynst illmögulegt að tryggja með vissu að slík áreiti
erti nákvæmlega það svæði sem ætlun er að skrá frá
eingöngu. Nýlega hefur hinsvegar próf. Miyake og
starfshópur hans í Nagoya fundið tæknilega lausn er
virðist geta leyst bæði þessi vandamál (Miyake ofl,
1988). Lausn þeirra felst í að breyta augnbotns-
myndavél (fundus camera), í samvinnu við verkfræð-
inga hjá japönskum framleiðanda slfkra tækja, á þann
veg að hægt er að fylgjast með augnbotni (með
infrarauðu Ijósi, sem ertir ekki ljósnema) meðan
skráning sjónhimnurits fer fram, en jafnframt senda
Ijósáreiti í gegnum linsukerfi myndavélarinnar
nákvæmlega á þann stað á sjónhimnu sem áhugi er á
að skrá frá. Ef sjúklingur hreyfir augun eða ef áreiti af
einhverjum öðrum ástæðum fellur á annan stað á
sjónhimnu en til erætlast, er hægt að útiloka skráningu
og reyna aftur. Hægt er að stjórna stærð áreitis mjög
nákvæmlega með þessum búnaði, auk annarra breyta
eins og tímalengd áreitis, birtumagni og bylgju-
lengdum ljóssins.
A mynd 10 er sýnd dæmi um skráningu frá
miðgróf eingöngu með þessari aðferð, og jafnframt
sýnd áhrif stærðar áreitis á slíka svörun. En stærsti
vandinn reynist vera óæskileg dreyfing Ijósgeisla út
fyrir ertingarsvæði (“light scatter”), en með
endurbótum á linsukerfi tækisins og stórum
skömmtum af japanskri þrautseygju hefurnú tekist að
draga þolanlega úr þessu. Með þessum búnaði próf.
Miyake og félaga er hægt að bera saman sjónhimnurit
mismunandi svæða á sjónhimnu. Þannig væri t.d. við
athugun á “sector” retinitis pigmentosa hægt að skrá
svörun skemmdra svæða, og jafnframt kanna ástand
nærliggjandi svæða er virðast heilbrigð.
Möguleikarnir sem þetta gefur eru óendanlegir, og ef
þessi tækjabúnaður kemst á almennan markað mun
sjónhimnurit sem greiningartækni í augnlækningum
taka stór skref fram á við. Enn sem komið er, eru
aðeins til tvö slík tæki (Miyake og Horiguchi, samtöl
við höfund, 1989-1991).
I næstu grein mun ég ræða tilraunir til að nota
sjónhimnurit við greiningu á starfsemi innri
sjónhimnu og sjóntaugar, og jafnframt ræða fleiri
klínískar raflífeðlisfræðilegar aðferðir, svo sem
88
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.