Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 97

Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 97
í matvöruversluninni valda snöggum geðhrifum og spennu sem einstaklingur finnur fyrir. Allir þekkja geðiliskuna og leiðann sem skín útúr hverju andliti í langri röð sem hreyfist ekki en fæstir gera sér grein fyrir að líkamirnir í röðinni bregðast við þessu áreiti á sama hátt og Gísli Súrsson forðum í bátnum hjá Bóthildi: Hjartað herðir á sér, blóðið streymir frá meltingarfærum og til vöðvanna, sykurinn í blóðinu eykst, magn kólesteróls, skjaldkirtilshormóna og adrenalíns hækkar og öll skilningarvirt eru spennt til hins ítrasta. Þegar þessi líkamlegasvörun við áreiti er skoðuð kemur í ljós að streituviðbragðið er löngu orðið úreit. Það var upphaflega hannað á þennan veg til að líkaminn gæti brugðist við hættum og ógnunum með flótta eða baráttu. Nútímamaðurinn situr uppi með þessa svörun en á engra kosta völ. Líkamleg viðbrögð hans í röðinni eða í umferðaröngþveitinu segja honum að hlaupa á brott eins og fætur toga eða ráðast til atlögu og berja niður þá sem standa með honum í röðinni eða ökumenn annarra bifreiða. Umgengnisvenjur og venjuleg háttvísi banna honum hins vegar að sýna slík viðbrögð svo að hann situr njörvaður í fjötra öryggisbeltis eða stendur og heldur krampakenndu taki í innkaupakörfuna og reynir að kyngja streitunni og bræðinni. Líkaminn er búinn til átaka sem aldrei verða. Af hverju ertu svona stressaður? Þegar þetta er skoðað kemur í ljós hversu fánýtt það er að spyrja fólk afhverju það sé stressað. Allir eru stressaðir og verða það svo lengi þeir lifa í mannlegu samfélagi. Ég held að streitulaus tilvera sé ekki mögu- leg svo að það er næsta tilgangslaust að reyna að berjast fyrir því. Á hinn bóginn er hollt fyrir hvern einstakling að gera sér grein fyrir áhrifum streitunnar á hann sjálfan og allt hans líf og því nána sambandi sem erámilli streitu og ýmissa velferðarsjúkdóma. En hver einstaklingur verður að svara því, hvað hann ætlar sér að gera til að minnka áhrif streitunnar á líkama hans og til veru. í því tilviku er hver manneskja ábyrg fyrir eigin lífi og eigin viðbrögðum. Úrræði gegn streitu Þegar reynt er að vinna úr streitu verður að hafa margt í huga. Ákveðnir þættir í fæðunni eins og óhófleg kaffidry kkja og rey ki ngar auka neikvæð áhrif streitunnar á líkamann. Þetta er þó ákveðin mótsögn þar sem flestir rey kingamenn finna fyrir tímabundinni ró eða spennulosun þegar þeir reykja. Það er vegna róandi áhrifa nikótíns en á sama tíma eykur nikótínið adrenalínlosun frá nýrnahettum sem hefur áhrif á fjölmörg líffæri, blóðþrýstingur hækkar, hjartsláttur eykst, sýrystig magans breytist. Oreglulegt mataræði, mikið sælgætisát og sykurdrykkja hefur slæm áhrif á streituviðbrögð líkamans. Besta ráðið við streitu er þó sennilega að reyna eftir mætti að stjórna eigin lífi og skapa ekki ónauðsynlega streitu. Það gera menn best með því að skipuleggja daginn sinn og reyna að komast hjá alls konar óþægilegum atburðum sem hægt hefði verið að forðast. Margir sníða sér allt of þröngan stakk, bóka sig á mörgum stöðum í einu og dagurinn fer í að æða í blóðspreng milli funda og mannfögnuða. Aðrir skapa sér alls konar streitu með því að taka áhættu í viðskiptum eða ástamálum, tefla sífellt á tæpasta vaðið og una ekki hag sínum nema ótal lausir endar séu hangandi. Streitulosun Ég var eitt sinn staddur á ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem mikið var fjallað um streitu og viðbrögð við henni. Einn fyrirlesarinn ræddi þá um nauðsyn þess að hver og einn ætti sér streitulosara. Hann skilgreindi streitulosara sem einhvers konar athöfn eða verknað sem framkvæmdur væri til að minnka streituna í líkamanum og komast frá alvarlegum afleiðingum streitusvörunarinnar. Þegar saga viðbragðsins er skoðuð og það haft í huga að líkaminn er búa sig undir átök, ógnun eða hættur, er skynsamlegasat að streitulosun sé líkamleg. Hann mælti með alls konarlíkamlegri áreynslu hverju nafni sem hún nefndist en hún varð þó að uppfylla ákveðin skilyrði. Menn urðu að geta stundað hana reglulega LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.