Læknaneminn - 01.10.1991, Page 105
Malagi, malagi !
Sigurður Einarsson læknanemi
Sunnudaginn 2. júni lagði ég af stað til Aþenu
eftir nokkurra daga dvöl í Köben. Ætlunin var að
dvelja í 1 mánuð hjá Grikkjum á vegunt alþjóðlegra
skiptinemasamtakalæknanema. Gríski armurþessara
samtaka heitir HELMSIC og hafði ég faxað skeyti til
þeirra og beðið þá að sækja mig á flugvöllinn. Það
gekkeftir. Þegarég kom út úrflugstöðinni beið hópur
manna fyrir utan eftir farþegum og í honum miðjum
stóð læknanemi, Jorgó, ekki ólíkur Grikkjanum í
Astríki ólympíukappa sem sagði: “Eg ét ekki þennan
grút”, og hélt á spjaldi með nafninu mínu; það var
þægilegt að sjá nafnið sitt í framandi landi.
Aþena og Grikkir
Aþena er bæði falleg og ljót borg en umfram allt
menguð. Þarbúa um 2,5 milljónirmannaen talið erað
allt að helmingur íbúanna flýi til fjalla yfir
sumartímann vegna mengunar. Eg kom beint inn í
hitabylgju þar sem mengunin fór langt upp fyrir öll
öryggismörk.
Á þessum stutta tíma sem ég dvaldi þarna spurði
ég mig æ ofan í æ hvort hinar ýmsu athafnir Grikkja
væru eðlilegar. Ég spurði mig þessa á meðan Jorgó
keyrði mig frá flugvellinum til dvalarstaðar míns.
Hann fór þrisvar yfir á rauðu ljósi, einu sinni fyrir
framan nefið á lögreglunni, flautaði á h vern einasta bíl
sem hann fór fram úr eða sem fór fram úr honum. Ég
spurði mig líka að þessu þegar ég sá tvo menn á vespu,
keyrandi á 60 km hraða eftir hraðbraut, flytja tvær
spónaplötur á hausunum á sér þannig að farþeginn hélt
um spónaplöturnar en ökumaðurinn barði þær frá
andlitinu til að hann sæi eitthvað fram fyrir sig. Líka
þegar ég horfði á skólakrakkana dreifa skólabókunum
sínum um skólalóðina, það er þeir sem ekki höfðu
kveikt í bókunum sínum. Ég komst svo að þvíað þetta
er allt mjög eðlilegt ef tekið er mið af því að Grikkir eru
kolruglaðir. En þeir eru lfka mjög stoltir af því og oft
sögðu þeir við mig með stolti: “Greeks are crazy, eh”.
En þeir eru skemmtilega ruglaðir að meðaltali og
lausir að mestu við ýmsa ókosti nágranna sinna svo
sem stelsýki og annan hrappshátt.
Aðbúnaður
Húsnæðið sem mér var úthlutað reyndist vera
herbergiskytra á grunnskólaheimavist í úthverfi
Aþenu með öskrandi krakkaskríl á alla kanta. Eftir
því sem Jorgó sagði mér var þessi skóli byggður fyrir
frændur konungsins þegarGrikkland varkonungsríki
og einn nemandinn í skólanum bætti því við að þá
hefði skólinn verið annar besti grunnskóli Evrópu!
Hann hefur líklega eitthvað mjakast niður þann ágæta
lista því þarna var allt í niðurníðslu. Sem betur fer var
ég ekki eini útlendingurinn á heimavistinni heldur
voru þarna tveir breskir jarðeðlisfræðingar sent ég
drakk bjór með á kvöldin. Eitt kvöldið villtumst við í
brúðkaup hjá grískum og var okkur tekið opnurn
örmum og drifnir í þjóðdansa með grískum
yngismeyjumámeðanblindfullirkarlmennirnirbrutu
diska og flöskur á gólfinu. Svona á að skemmta sér.
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
103