Læknaneminn - 01.10.1991, Page 107

Læknaneminn - 01.10.1991, Page 107
Alþjóðasamskipti læknanema Ingólfur Einarsson læknanemi Það er mjög góður kostur fyrir íslenska læknanema að eiga möguleika á því að komast lil annarra landa og dvelja þar í góðu yfirlæti í ákveðinn tíma. Nemendur fá gjarnan ókeypis fæði og húsnæði meðan á dvöl þeirra stendur og hafa yfirleitt frjálsar hendur með mætingar og vinnu á sjúkrahúsi, þ.e. nemandigeturnýttsérdvölinatil verulegslærdóms,til að kynnast framandi aðferðum til lækninga og taka lífinu létt eða til að kynna sér aðstæður m.t.t. væntanlegs sérnáms. Það sem gerir íslenskum læknanemum þetta kleift er að nefnd innan Félags læknanema, stúdenta- skiptanefnd (IMSIC) sem er aðili að Alþjóða- samtökum læknanema, IFMSA (International Federation of Medical Students' Associations). IFMS A, sem eru óháð og ópólitísk samtök læknanema víða úr heiminum, var stofnað árið 1951 til þess að styrkja skilning læknanema á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í læknisfræði og annari heilbrigðis- þjónustu: - með skipulögðum stúdentaskiptum milli landa, - með aukinni samvinnu milli læknaskóla, bæði innan hvers lands þar sem margir læknaskólar eru og einnig milli landa og - með því að auka tengsl milli læknafélaga og annarra alþjóðlegra samtaka. IFMSA er verkfæri læknanema víðsvegar að til að tala saman um efni tengd heilbrigði og læknisfræði, til að móta stefnur og grípa til viðeigandi ráðstafana. IFMSA er verksmiðja fyrir læknanema sem framleiðir tækifæri til lærdómsríkra og menningarlegra stúdentaskipta og til öflunar fjár og sjálíboðaliða fyrir þau verkefni sem í gangi eru innan IFMSA. IFMSA hefur haldið tengslum við Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunina (WHO) síðan árið 1969, hefur sæti fyrir fulltrúa sinn á þingum stofnunarinnar og getur talað máli IFMSA á alþjóðavettvangi. WHO hefureinnigstyrktýmis verkefni sem eru ígangi innan IFMSA. Annarserfétilstarfseminnaraðallegafengið með félagsgjöldum þar sem gjaldið fer eftir fjárstöðu hvers lands, þ.e. lönd eru flokkuð niður í 4 hópa, A, B, C og D. Fátækustu löndin eru í flokki A og borga lægstu félagsgjöldin,en lönd í D flokki, með bestu fjárhagstöðu eins og t.d. ísland og flestar V-Evrópu þjóðir, borga þau hæstu. Þetta er gert til að auðvelda læknanemum fátækra landa og þá ekki síst löndum þriðja heimsins aðild að IFMSA. Ráðstefnur IFMSA samanstanda af aðalfundi IFMSA (General Assembly) og fundum nefnda IFMSA. Aðalfundurinn (GA) fer fram í ágúst á hverju ári og er æðsta vald IFMSA. Þar eru málin rædd, lögum og reglugerðum IFMSA breytt og stefnur teknar í málum sem snerta starfsemi samtakanna. Hvert land sem er fullgildur meðlimur hefur kosningarétt á þessum fundi og er nauðsynlegt fyrir okkur, IMSIC - stúdentaskiptanefnd F.L., að sækja þessa ráðstefnu. Þannig höldum við tengslum við önnur aðildarlönd, fylgjumst með hvað er að gerast hjá þeim og lærum hvert af öðru hvernig standa eigi að starfseminni heima fyrir. Einnig nýtum við okkar kosningarétt þannig að málum verði sem best á veg komið fyrir okkur og þá sem við viljum styðja við bakið á. Ef við tökum mið af hinni frægu höfðatölu okkar Islendinga þá vegur atkvæðisréttur okkar hlutfallslega mest. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.