Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 111

Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 111
I Retrospect! Efni Læknanemans rifjað upp nokkra áratugi aftur í tímann Það kennir ýmissa grasa þegar rennt er í gegnum gömul tölublöð Lœknanemans. Hefur margt breyst í gegnum árin með breyttum tímum eins og skiljanlegt er. Þó er uppistaða blaðsins nokkurn vegin sú sama, þ.e. fræðilegar greinar og umræða um kennslu- og félagsmál. Fœstar greinanna um læknisfrœðileg efni standast tímans tönn. A þó sumt enn erindi til okkar í dag og þá sérstaklega þœr greinar sem fjalla um siðamál og siðfrœði læknisfrœðinnar. Við völdum nokkrar stuttar greinar til birtingar, eina um lœknistörfí héraði og aðra um lélega kennsluaðstöðu, hluti semflest okkar kannast við. Eru þær báðar nokkuð skemmtilega skrifaðar og málfarið stórkostlegt. Ekki er þó vitað hverjir höfundar eru og vonum við að þeirfyrirgefi okkurþá ósvífni að birta þessi bernskubrek, skyldu þeir álpast til að lesa blað þetta. Síðasta greinin er reyndar tekin úr mun eldra riti j'Lœkningabókfyrir almúga", sem rituð var seint á 18. öld. Líklega hefur hún verið birt í Læknanemanum afsömu ástæðu og hún birtist nú,þ.e. hún erfyndin. Allavega grátbrosleg. Við læknisstörf í miðhluta Ekki var byrjunin glæsileg. Ég var að koma upp úr krufningu hjá prófessor Níels Dungal. Þá heyrði ég skyndilega nafn mitt nefnt með ískyggilegum blíðuhreim, svo að ég hefði átt að vera var um mig frá byrjun. Jæja, en sleppum því. Þarna stóð þá kandidat nokkur, sem ég vissi, að gegndi praksis störfum fyrir spítalalækni nokkum í kaupstað úti á landi. Hann lagði hendurnar ástúðlega á axlir mér og bað mig að heyra sigút undirvegg. Þegarþangað varkomið,hældi hann mér með nokkrum snjöllum en sjálfsögðum orðum, og komst því næst að efninu, sem var, hvort ég vildi ekki gegna störfum hans í hálfan mánuð eða svo. Hefði mannfj.... ekki verið búinn að hæla mér, réttilega og verðskuldað, þá hefði ég sagt nei umbúðalaust. En ég fór að humma og stynja og þá sá hann, að björninn var unninn og eftirþað varég ekki sjálfráðurgerðaminna, fyrr en hann var búinn að ýta mér um borð í skip það, er skyldi flytja mig á staðinn. Aður en ég lagði af stað, hafði hann gefíð mér nokkur holl og góð ráð, hvernig ég sky ldi bregðast við hinum ýmsu tilfellum, sem ég fengi til meðferðar, en sérstaklega varð honum tíðrætt um njálg. Ég skrifaði niður margar blaðsíður í stílabók um diagnosis og terapi á njálgi, og að lokum þóttist ég sjá réttilega, að hann vissi meira um njálg en nokkur annar maður á Islandi (og var ég þeirrar skoðunar, þar til ég heyrði prófesssorinn í pathologi tala um það efni), og að minnsta kosti annað hvert “individ” í kaupstaðnum hefði þennan ófögnuð. Ég þarf auðvitað ekki að taka það fram, að ég fékk aldrei eitt einasta njálgtilfelli til meðferðar, og þótti mér leitt, því að ég hafði ætlað að “brilliera” á þeim vettvangi. Ég kom á vígvöllinn kl. 9 á laugardagsmorgni og átti ég að búa á spítalanum og þar hafði ég aðgang að læknastofu og öllu, sem með þurfti, nema þekkingu. Viðtalstími varkl. 11 álaugardögum.Óðarenégkom á spítalann, var mérboðið í kaffi með starfsfólkinu, og allir voru mér ákaflega elskulegir og kepptust við að LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.