Læknaneminn - 01.10.1991, Side 113

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 113
ég líka, ég man þau bara ekki lengur. Þrem dögum síðar kom hún til mín aftur glaðleg mjög og sagðist aldrei hafa þurft að taka töflurnar og vera orðin ágæt. Fjandi, að ég skuli ekki muna, hvað ég sagði við hana, ég hefði líklega átt að “notera” það hjá mér, það hlýtur að hafa verið frekar snjallt. Snjallt, það var orðið. Ég gæti trúað því, að það hafi verið fátt snjallt, sem ég aðhafðist um þetta leyti, nema ef vera skyldi þessi fáu orð, sem ég sagði við vesalings stúlkuna, en gleymdi svo strax. Þetta má segja, að sé minnisvarðinn um læknisstörf mín í miðhluta. Það skásta, sem ég gerði er gleymt, en hitt er þó sem betur fer á förum líka. Eitt man ég þó sæmilega vel nú, að þegar við kvöddumst kandidatinn og ég, þrýsti hann hönd mína og sagði föðurlega: “Þú skalt nú ekki halda, að þú geri nein kraftaverk á þessum hálfa mánuði”. Þetta hefur nú sennilega verið hárrétt athugað hjá honum, en hinu vil ég þó halda fram, að allar mínar lækningar á þessum tíma hafi verið kraftaverk. Doctor in spe. Nulla est Rosa......... Astandið hefur nú batnað töluvert frá því að þetta var skrifað en greinilegt að skilningsleysi um velferð stúdenta er langvarandi og jafnvel ólœknandi sjúkdómur meðal sumra lœrifeðra okkar. Hitt ber þó að athuga að ekki er ólíklegt að sá erþetta ritarfyrir 30 árum síðan, sé einmitt lœrifaðir okkar í dag. Allirlæknanemarog prófessoraríIII. hluta, vita, að við eigum við illa loftræsta og þrönga kennslustofu að búa, þar sem aðalkennslan í þriðja hluta fer fram. Nemendur sitja þar hver við annan, lær við lær og hné við þjó. Stólamir eru fornfálegar eftirlíkingar af körfu- og kontorstólum, sem lætur jafn hátt í og Rock'n Roll hljómsveit, ef einhverreynirað liðkaum sig, ég tala nú ekki um, þegar allir standa upp, eins og stundum kemur fyrir í klíník, má þá varla heyra mannsins mál, meðan menn eru að reyna að lempa sig á versvæði, sem telur alllangan tíma vegna þrengsla. Þeir, sem vitið og valdið hafa, segja, að þetta standi til bóta, þegar við fáum nýju kennslustofuna eða stofurnar, en hvenær verður það, eftir 5-10 ár? Er það meiningin að láta okkur sitja á þessum hrossabrestum þangað til. Prófessorarnir í síðasta hluta hafa þann mjög vítaverða sið að kenna allar frímínúturnar og sleppa okkur ekki út fyrr en næsti lærifaðir er búinn að krimta góða stund fyrir utan , og jafnvel farinn að taka í snerilinn, til að vekja athygli á sér. Prófessorarnir virðast ekki gera sér grein fyrir, hvernig að okkur er búið heilsufræðilega séð. Loftræstingin er sama og engin nema ef nefnt væri relluverk nokkuð, er sett hefur verið í efsta glugga, en ef það er sett í gang, hey ra þeir er aftast sitja mjög takmarkað, þar af leiðandi er hún sjaldan höfð í gangi. Af þessu leiðir, að heilsellur manna eru þjáðar af “anoxi”, hita og skítalykt og líkaminn lurkum laminn af setu á áðumefndum stólum, þegar liðið er að tímalokum. Nei, það er ekki verið að sleppa okkur þá! heldurer kennt 10-15 mín. fram yfir tímann, þannig að okkar akademiska kortér “redúserast” niður í 5-0 mínútur. Það er mikill misskilningur, ef haldið er, að sú kennsla, er við fáum í frímínútum okkar, vegi á móti þeirri nauðsyn að rétta úr sér og anda að sér skárra lofti. Er prófessorunum vinsamlegast bent á, að andspænis þeim blasir við klukka, sem oftast gengur rétt og mætti þar af leiðandi fara eftir. Ég er þeirrar skoðunar, að flótti sá úr aukafögunum, er nú tíðkast, komi mikið til af þessu, því að menn geta ekki hugsað sér að sitja margar klukkustundir sleitulaust við slíkar aðstæður. VULPES. Við létum þennan fljóta með vegna þess hve hann á vel við, alltaf. Úr tíma í réttarlæknisfræði: “Það eru tvær manntegundir, sem eru ákaflega ómóttækilegar fyrir rökum. Það eru alkoholistar og söngvarar. Alkoholistinn heldur aldrei, að hann sé alkoholisti - og söngvarinn heldur alltaf, að hann sé söngvari.” Úrlœknanemanum, I,-2.tbl. IO.árg.apn'11957. LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg. 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.