Læknaneminn - 01.10.1991, Side 114

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 114
Ur Iækningabók fyrir almúga Eftir Jón Pétursson, landlækni Norðlendinga frá 1775-1801. Þetta hefur líklega verið mjögfrœðilegt og ítarlegt á þeirra tíma vísu. Erfitt er þó að skilja hvernig almúginn á að hafa getafœrt sér þessar upplýsingar ínyt sökum þess hvefræðilega hann er skrifaður. Ekki getur texti sem þessi heldur verið hæfur til skemmtunar á kvöldvökum, þó svo að hann sé það í dag. Kaflinn um meðferð er til fyrirmyndar og stórskemmtilegur. Sá er myndi praktísera þetta í dag yrði þó líklega kœrður fyrir illa meðferð og jafnvel stungið inn. Þó ber að athuga að þetta er "fyrirtaks" meðferð við lömunum. Þ.e. að fara nógu illa með sjúklinginn þangað til að hann þolirekki lengur við og hleypur eins ogfœtur togafrá sjúkrabeði sínum og þessum geðveika lœkni. Um Iimafallssýki (Paralysis) Þegar vöðvar líkamans verða svo máttlausir, að einn eður annar líkams limur verður óbrúkandi sakir afileysis, og kann hverki að rétta sig né kreppta, né nokkra náttúrlega hræringu á sér hafa; sé hann tekinn upp, fellur hann aflvananiðuraftur, eins og tréstubbur, þá hafa læknar kallað tilfelli þetta paralysis eða Resolutio, Limafall eða lömun limanna. Sérhver laman líkams vöðva, kemur annaðhvort af stíflu eða ofmikilli þrykkingu sinanna, eður réttara sagt, tilfinningtauganna (nervorum), hvaraf þeir gangvegir teppast eða tilbyrgjast, sem sinasaftin átti í gegnum að renna, og þetta skeður annað hvert í heilanum sjálfum, ellegar þeim pörtum líkamans, í hverjum limafallið býr; þess vegna er limafall oft Slagflóði samferða, af því að einhverjir vessar hafa gengið út af sínum farvegum, og hlaupið niður í millum ýmsra heilans innviða, hvaðan tilfinninga- taugarnar hafa sín upptök, og pressa þær saman, og þar hér við aðgætandi, að þegar þvílíkir afvegagengnir vessar eða blóð, lenda vinstra megin í heilanum, verður öll hægri síða mannsins afllaus, og umvent, vill þá oft höfuðið hengjast út á heilbrigðu hliðina, hvar þessi stífla eður þrykking verka á hálstaugarnar, svo að, t.d. þegar vöðvi sá, er nefnist Muskulus sterno- mastoideus, hægra megin verður limafallssjúkur, þá kreppist nafni hans saman vinstramegin og dregur höfuðið út á vinstri hliðina. Allskonar máttleysi og limafall, sem kemur ásamt áðurtöldum slagsjúkdómum, af hverjum bæði ráðdeild og þankar sljóvgast, á að læknast sem segir í paragr. 166, 167, en ef það kemur af kraftaleysi, næringarleysi og ofmiklu blóðs-afrennsli, þá er mjólkurblandað járnvatn, þunn og velnærandi fæða þénanleg. Járnpúlver, kínabörkur, kalt vallhumals- seyði, hvannarót og blóðberg eru ypparleg í þessum tilfellum, og baða líkamann úr sjó og vatni köldu. Komi það af höggi eður byltu, þá skal það læknast á þann hátt, sem segir um marið og slegið. Fylgi limafallinu visnan, má nota blöðrugjörandi meðul þar við, svo sem Spansflugur, súrdeig með mustarði stappaðan lauk, og fleira þess háttar yfirlagt, líka einnig strýkja þann visna og afllausa lim með brenninetlu 100 sinnum eður oftar, og bera á hann spíritus camphoratus, spansflugna essentíu og terebintín olíu. I paragraf 166 og 167 segir svo fyrir, um meðferð þessara sjúklinga. Það skal spretta frá sjúklingi öllum fötum, leysa af hálsinum, taka höfuðfat af, flytja hann þangað, sem hreint og gott loft er, reifa höfuð hans upp á kodda, en láta fætur hans hanga niður, setja þær í heitt vatn, en baða höfuðið daglega með köldum vatnsklútum, og klippa jafnvel hár af, taka siðan blóð sem fljótast á hálsi hans, eða jafnvel gagnaugum, gera stóra ben og láta blæða rúma 4 tebolla fulla. Margoft er það, að taka þarf enum sjúka blóð á ný, að liðnu hálfu dægri. Eftir hina fyrstu blóðtöku, skal setja honum stólpípu með salti,lýsieðabræddusmjöri,2svareða4sinnumádag. Undireins og honum rennur niður, skal gefa heilmikið af mysu eður volgu vatni með qvintíni saltpéturs í hverjum potti. Rétt gott er, að setja súrdeig með steyttum mustarði undir iljarnar og jafnvel á kálfana. Þegar hinn sjúki tekur að hressast, má gefa honum 6 til 8 qvintín vínsteins-rjóma með mikilli mysu, svo hann þar af fái góðar hægðir. Hinum sem auðugri eru, má gefa laxerdrykk af tamarindum, sallpétri og manna, eður sterkt Sennesblaða-te með manna eða púðursykri. Verði sjúklingur máttvana, eftir að hann ráð og tilfinningu hefur fengið, fyrir brúkun áðurtalinna meðala, þá skal láta hann nærast einungis á maturtum, drekka lítið vatn, brúka umgetin meðul til að laxeraaf og jafnvel enn taka honum blóð, en sjá vel um, að aflvana limir hans verði ekki kaldir. Úr lœknanemanum 2.-3. tbl. 8.árg. des. 1955. 112 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.