Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 118
Nú er byrjað að bólusetja 3. - 6. árs læknanema.
ErþaðgertáBráðamóttökuLsp. Mikilvægteraðhver
og einn sjái um sínar ónæm isvarn ir sjálfur. Frá og með
næsta hausti ættu allir eldri nemar að vera
fullbólusettirogeingöngu tilvonandi 3 . ár sem þarfá
þessum aðgerðum að halda.
Suðurgata 26b
Félagsheimili læknanema hefur verið lítið nýtt
síðustu ár og eingöngu fámennur hópur ratar þangað
núorðið. I sumar fengum við að vita að von væri á
nýjum íbúum sem ætluð var aðstaða til jafns við
okkur. Ekki sást þó nokkur hræða fyrr en skyndilega
í haust að hringt var í fulltrúa stjórnar og tilkynnt að
við þyrftum að vera búin að rýma neðri hæð
húsnæðisins fyrir kl. 5 sama dag. Þegar við svo
komum á staðinn um fjögurleytið var búið að ganga
frá öllum húsgögnum okkar inn í lítið herbergi og
Félag Uppeldisfræðinema flutt inn .
Sem komið er höfum við efri hæðina til eigin
umráða utan 1 herbergi. Samtals eru þetta 4 litlar
herbergiskytrur þ.s.ætlunineraðhafatölvurfélagsins
, ýmis fundargögn og það sem eftir lifir af ljósritanum
okkar. Skv. framtíðarskipulagi Læknagarðs erokkur
ætlað herbergi á 1. hæð. Vegna framkvæmdaleysis er
óhægt að segja til um hvenær það verður tekið í
gagnið.
Lesstofumál
Viðunandi lausn virðist seint ætla að fást í
þessum málum. Eins og staðan er í dag höfum við 2
lesstofur á 3 . hæð Læknagarðs. Stóra stofan telur 30
borð, smærri stofan 9. í vetur var svo fyrir tilstilli
Þórarins húsvarðar, innréttað herbergi á 1. hæð
(kjallara ) og sett inn borð fyrir 6. árs nema.
Ný embætti voru stofnuð á síðasta aðalfundi,
lesstofustjórar. Skráð var lestrarviðvera læknanema.
Þegar samantekt var gerð kom í Ijós að nýting lesstofa
er mjög góð. Þannig var að meðaltali lesið í 3.9 klst.
við hvert borð á dag fyrir áramót en 4.8 klst. eftir
áramót. .Einnig var gerð könnun á hversu margir
koma til með að þurfa lesstofu nú í vetur. Reyndust
u.þ.b. 100 manns þurfa lesstofupláss "stundum -
alltaf" og er þá 1. árið ekki meðtalið .
Aðstaðan eins og hún er í dag nægir okkur ekki.
Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta gráa tómið
framan við litlu lesstofuna svo og að hluta núverandi
kaffistofu. Þannig mætti bæta við 40 - 50 borðum.
Málið er að þetta húsnæði er ætlað Tannlæknadeild í
framtíðinni.
Leitað hefur verið til deildarforseta bæði með
ílrekuðum fyrirspurnum á deildarráðsfundum og í
gegnum Kennslunefnd sem gerði vettvangskönnun í
voráöllumherlegheitunum. Stór hópur þáverandi 1.
árs nema fjallaði um þessi mál á Kennslumála-
ráðstefnu í mars (sjá skýrslu formanns
Kennslumálanefndar). Að sögn deildarforseta hefur
á endurteknum fundum sínum með þáverandi rektor,
Sigmundi Guðbjarnasyni komið fram skýr andstaða
rektors við að eigna nemum ákveðið húsnæði.
Lesstofur eru fyrir alla.
Upp úr miðjum september hélt undirrituð ásamt
formanni Kennslumálanefndar á fund núverandi
rektors, Sveinbjarnar Bjömssonar og útlistaði málið
fyrir hann.
Fyrir rektorskjör í vor kom rektor í Læknagarð
t.a. skoða herlegheitin og er því málum kunnugur. Það
er skemmst frá því að segja að hann tók vel í þessa
umleitan okkar. Hans næsta skref verður að ræða við
kennslustjóra og funda með þeim mönnum sem
húsnæðið er ætlað skv. skipulagi.
Niðurlag
Stiklað hefur verið á stóru og reynt að gera grein
fyrir því helsta sem skiptir okkur máli. Framundan er
næg starfsemi fyrir nýja stjóm og skemmtilegur tími.
Að lokum vil ég þakka því fólki sem ég hef unnið með
í vetur góða viðkynningu og óska væntanlegri stjóm
alls hins besta á komandi starfsári. Svo er bara um að
gera að mæta í Stjórnarskiptapartýið í kvöld og hafa
þaðGAMAN !!!
Fyrir hönd stjórnar,
Vigdís Þórisdóttir, formaðurF.L.
116
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.