Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 124
Skýrsla Fræðslunefndar
Síðastliðinn vetur voru haldnir þrír
fræðslufundir á vegum fræðslunefndar F.L. A fyrsta
fundinum sem haldinn var í Læknagarði í nóvember
fengum við til okkar Ottar Guðmundsson lækni og
rakti hann nokkum veginn sögu kynlífsins í máli og
myndum á mjög svo skemmtilegum fundi sem bar
yfirskriftina "Afbrigðilegt kynlíf". Fundurinn vareinn
sá fjölmennasti sem fræðslunefnd hefur haldið en á
hann mættu ríimlega 80 manns og held ég að óhætt sé
aðfullyrðaaðenginnhafi orðiðfyrirvonbrigðummeð
þennan fund.
Annar fundurinn var haldinn í funda- og
ráðstefnusal ríkisins í janúar. A þeim fundi varöllum
skynfærum beitt við athugun á nokkrum
hvítvínstegundum undir handleiðslu Einars
Thoroddsen læknis sem jafnframt fræddi okkur um
hinar ýmsu víntegundir og sagði sögu vínsins. A
fundinn mættu rúmlega 60 manns en þetta var mjög
vel heppnaður fundur eins og reyndar líka
rauðvínssmökkunarfundurinn árið áður og væri
gaman að halda fleiri fundi í þessuin dúr.
Þriðji og síðasti fræðslufundur vetrarins var
haldinn í Læknagarði í febrúar. Varefni þessa fundar
hnykklækningar og kom Guðmundur Arnarson
kíropraktor og sagði frá því í hverju starf hnykkjara
felst. Það var mætt ágætlega á þennan fund, eða um 30
manns, sem tókst mjög vel og voru líflegar og
skemmtilegar umræður í lok fundarins.
Einnig stóð til að fara í vorferð í Bláa lónið. Var
búið að fá Jón Hjaltalín til að halda fyrirlestur um
psoriasis í veitingahúsinu við Bláa lónið og val allt
klappað og klárt fyrir ferðina en því miður varð að
aflýsa henni á allra, allra síðustu stundu vegna mjög
svo dræmrar þátttöku. Vonandi verður hægt að fara
þessa ferð áður en langt um líður.
Fræðslunefnd.
I LANDSBANKANUM
FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA,
FLÓRÍNUR, ESCUDOS OG LÍRUR
HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
E
g þá er ekki allt upp talið.
í öllum afgreiöslum Landsbankans
geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust
gengið að gjaldmiðlum allra helstu
viðskiptalanda okkar vísum.
Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar
eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum
helstu gjaldmiðlum.
Við minnum líka á Visakortið,
- athugaðu gildistímann áður
en þú leggur af stað.
Góða ferð.
122
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.