Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 6

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 6
Sjögren’s syndrome - meira en þurrkur Björn Guðbjömsson INNGANGUR Heilkenni Sjögrens (SS) er langvinnur fjölkerfa bandvefssjúkdómur af ónæmisfræðilegum toga (1, 2). Sjúkdómurinn skerðir starfshæfni slímhúðarkirtla og hefur því einnig verið kallaður „autoimmune exocrin- opathy“{3). Vefrænt einkennist Sjögrens sjúkdómurinn af íferð eitilfruma í alla slímhúðarkirtla líkamans. Fyrst og fremst er um að ræða vanstarfsemi tára- og munn- vatnskirtla, sem orsakar augn- og munnþurrk eða hin svokölluðu „sicca" einkenni. Ennfremur einkennist sjúkdómsástandið af aukinni virkni B-eitilfruma með aukningu gammaglóbúlína í blóði ásamt fjölbreyttri mótefnamyndun. Þurrkeinkennin eða kirtileinkennin („glandular symptoms“) hrjá alla sjúklinga með SS, en auk kirtileinkennanna fá þessir sjúklingar fjölmörg önnur sjúkdómseinkenni, sem ekki eru tengd slímhúð- arkirtlum, eða svokölluð „extraglandular symptoms”. Einkenni þessi sem ekki eru kirtiltengd, flækja oft sjúk- dómsmyndina og geta oft á tíðum tafið sjúkdómsgrein- ingu heilkenna Sjögrens (4). I þessari yfirlitsgrein verður fyrst og fremst fjallað um margbreytileika sjúkdómsmyndar heilkenna Sjögrens og hvar við getum séð þessa sjúklinga í daglegu starfi okkar sem læknar. Meingerð sjúkdómsins og meðferð hans bíður síðari tíma. SÖGULEGT YFIRLIT Sjögren’s syndrome er nefnt eftir sænska augnlæknin- um Henrik Sjögren (mynd 1). Henrik Sjögren lauk læknaprófi frá Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 1927. Hann hóf þegar í stað sérfræðinám í augnlækn- Björn Cuðbjörnsson, dr. med. Sérfrœðingur í lyflækningum og gigthekningum Lyflœkningadeild, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. ingum. 1930 sá hann 49 ára gamla konu með iktsýki. Sjúklingur þessi hafði einnig verulegan vanda vegna þurrkeinkenna frá augum og munni. A næstu þremur árum hafði Henrik Sjögren fundið nítján konur með svipuð einkenni (1). Þrettán af þessum 19 konum höfðu einnig liðagigt og flestar þeirra höfðu einnig komist fram yfir tíðahvörf. Henrik Sjögren gerði víðtækar klínískar og vefrænar rannsóknir á sjúklingum sínum, hann framkvæmdi meðal annars krufningu á einum sjúklinga sinna með tilliti til augneinkennanna. Hann taldi að hér væri um að ræða fjölkerfa bandvefssjúkdóm og hann innleiddi einnig orðið „keratoconjunctivitis sicca“ (KCS), sem lýsir hlutlægum augneinkennum sjúkdómsins. Dr. Henrik Sjögren birti doktorsritgerð sína á þýsku 1933, eins og algengt var um skandinaviska lækna á þessum tíma. Hann nefndi ritgerð sína „Zur Kenntnis der Keratoconjunctivitis sicca“ (1). Það var þó ekki fyrr en ástralski augnlæknirinn Dr. JB Hamilton, þýddi doktorsritgerð Dr. Sjögrens yfir á enska tungu 1943 (5), að niðurstöður Dr. Henriks Sjögrens urðu hvati lækna bæði austan hafs og vestan til frekari rannsókn- ardáða á þessu sviði gigtlæknisfræðinnar. Dr. Henrik Sjögren var mjög virkur rannsóknarmað- ur allan sinn starfstíma. Hann hélt áfram að rannsaka Sjögrens sjúkdóminn, en hugur hans var meira upptek- inn við augnskurðlækningar, nánar tiltekið hornhimnu skurðlækningar og það er það sem hann er fyrst og fremst þekktur fyrir hjá starfsbræðrum sínum innan augnlæknisfræðinnar. Mynd 1. Dr Henrik Sjögren (1899-1986). LÆKNANEMINN 4 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.