Læknaneminn - 01.04.1997, Page 8
Björn Guðbjömsson
Mynd 3 Vefjasýni frá varakirtli, sem sýnir
drcifða íferð eitilfruma og einn eitilfrumuklasa
ásamt visnun kirtilvefsins.
sértækum prófum. Hvað varða KCS eru eftirtalin þrjú
próf notuð (mynd 2):
1. Schirmer test mælir með stöðluðum pappírsstrimli
táraframleiðsluna á tímaeiningu. Táraframleiðslan
þarf að væta prófstrimilinn styttra en 10 mnt á 5
míntitum (15).
2. Rose-bengal litun þarf að vera jákvæð samkvæmt
van Bijsterveld stigum ( 4 af 9 stigum) (16).
3. Uppbrotstími tárafilmunnar (tear-film break-up
time (BUT) þarf að vera að meðaltali styttri en 10
sekúndur við þrjár endurteknar mælingar (17).
Sömuleiðis þarf að vera hægt að sýna fram á skerta
munnvatnskirtlastarfsemi með tveimur af þremur eftir-
töldum rannsóknaraðferðum:
1. Munnvatnsrennslismæling í hvíld (sialometri)
(<1.5 ml/15 mín.) (18).
2. Isótópamyndataka af munnvatnskirtlum (19).
3. Marktæk íferð eitilfruma í slímhtiðarkirtlum
(mynd3) (20, 21).
Nýlega kynnti faraldsfræðideild Evrópusambandsins
hugmynd að nýjum greiningarskilmerkjum fyrir heil-
kennum Sjögrens (18), eða hin svokölluðu Evrópuskil-
merki (tafla II). Þetta eru fyrstu greiningarskilmerkin,
sem unnin eru samkvæmt stöðluðum faraldsfræðileg-
um og framsýnum fjölstöðva rannsóknaraðferðum.
Um þessar mundir er verið að kanna áreiðanieikann í
notkun þessara sjúkdómsgreiningarskilmerkja með
þátttöku margra sjúkrahúsa vítt og breitt um Evrópu.
FARALDSFRÆÐI
Dr. Henrik Sjögren taldi heilkenni Sjögrens vera til-
Tafla II.________________________________________________
Evrópuskilmerkin: Bráðabirgðar greiningarskil-
merki fýrir heilkennum Sjögrens samkvæmt
faraldsfræðideild Evrópusambandsins (18).
I Augneinkenni:
Jákvætt svar við einni af eftirtöldum þremur spurningum.
1. Hefur þú daglega haft þurrkeinkenni frá augum síðastliðna
þrjá mánuði?
2. Hefur þú endurtekin einkenni um ertingu í augum?
3. Notar þú augndropa oftar en þrisvar á dag?
II Munneinkenni:
Jákvætt svar við einni af eftirtöldum þremur spurningum.
1. Hefur þú daglega haft þurrkeinkenni frá munni síðastliðna
þrjá mánuði?
2. Hefur þú endurtekin einkenni um bólgna munnvatnskirtla á
fullorðinsárum?
3. Hefur þú mikla þörf fyrir að drekka vökva svo þú getir kyngt
mat fyrirhafnarlaust?
III Hlutlæg augneinkenni:
Jákvæð niðurstaða af öðru af tveimur sértækum prófum.
1. Schirmer I próf (<5mm á 5 mín).
2. Rose-bengai litun (>4 stig skv. van Bijsterveld stigun).
IV Vefræn merki:
íferð einkjarna eitilfruma í a.m.k. einn klasa með 50 eitilfrum-
um á 4 mm2 kirtilsvæði.
V Hlutlæg munneinkenni:
Jákvæð niðurstaða úr einu af eftirtöldum
þremur sértækuin prófum.
1. ísótópamyndataka af munnvatnskirtlum.
2. Röntgenmyndataka með skuggaefni af stóru munnvatnskirtl-
unum, sialogram.
3. Hvíldar munnvatnsframleiðsla < 1.5 ml á 15 mínútum.
VI Ónæmispróf:
Að minnsta kosti eitt af eftirtöldum sjálfsónæmisprófum.
SS-A eða SS-B eða ANA eða RF.
Til greiningar heilkenna Sjög-ens er krajist jákvœðs svars í
jjörutín afsex aðaljlokkum.
tölulega sjaldgæf, með algengi u.þ.b. 0.05 % (1). Rann-
sóknir á 8. áratugnum bentu hins vegar til að SS væri
líklegast algengari (22, 23, 24) og allra nýjustu rann-
sóknir benda til að u.þ.b. 1% fullorðinna fýlli greining-
arskilmerki sjúkdómsins. Því er SS algengasti fjölkerfa-
sjúkdómurinn (algengi rauðra úlfa er ca. 15-50 til-
felli/100.000 íbúa (25)). I nýlegri sænskri rannsókn
reyndust 2.7 % einstaklinga á aldrinum 52-73 ára upp-
fylla Kaupmannahafnar greiningarskilmerkin fyrir pSS
LÆKNANEMINN
6
1. tbl. 1997, 50. árg.